Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 20
listir eru Okkur (hér Rússum) eitthvað ann-
að og meira en Ykkur. En aðrir taka í svip-
aða strengi, séu þeir ekki vissir um að
bókmenntirnar bjargi öllu mannkyni, þá
skulu þær samt bjarga þeirra eigin þjóð.
Þetta hér er haft eftir George Gordon (og er
þá komið nokkuð á okkar öld), en hann var
bókmenntaprófessor í Oxford:
England er sjúkt og — enskar bókmenntir
verða að bjarga því. Kirkjurnar hafa (að
mínu mati) brugðist, og félagslegar umbæt-
ur hafa gengið hægt. Enskar bókmenntir
hafa nú þrennskonar hlutverki að gegna:
þær munu enn veita oss ánægju og fræðslu,
en umfram allt: bjarga sálum vorum og
lækna Ríkið.13
Við getum farið um allan heim og fundið
ótal staðfestingar á þessu viðhorfi. Bók-
menntir eru heilagar — að mati skáldanna
sjálfra — til þeirra sækjum við skilning og
skynjun á samhenginu í tilverunni, þær
kenna kærleika, mannskilning, umburðar-
lyndi, sjálfskilning — bæði einstaklinga og
þjóða. Það er rökrétt framhald af þessu að
Halldór Laxness lætur Jón Prímus segja í
Kristnihaldi undirJökli: ,,Sá sem ekki liftr
í skáldskap liftr ekki af hér á jörðinni“.14
Við íslendingar lítum kannski ekki endilega
svo á (líkt því sem Rússinn Vengerov gerði)
að okkar skáldskapur sé göfugri en annarra
þjóða. Hinsvegar höfum við sérstaklega
sterka tilhneigingu til að líta á þá staðreynd,
að við iðkum skáldskap og tökum hann til
okkar, sem veigamikinn hluta af réttlætingu
okkar tilveru sem þjóðar. Skáldskapurinn
og bóklestur eru í ótal ræðum og ritum
gerðar að okkar helgasta sérkenni, án þessa
hættum við að vera það sem við erum. í
þjóðhátíðarræðu sinni 1974 sagði Halldór
Laxness einmitt á þá leið, að ,,þann dag sem
við (íslendingar) hættum að yrkja fyrir fullt
og fast, þá megi bréfa að hér sé uppvöknuð
önnur þjóð en var".1^
Sem fyrr segir: trúin á bókmenntimar
sem hér var lýst, hún hefur lifað margar
sviptingar. Til að minna á það að hún er
hreint ekki útafdauð vitna ég í ræðu sem
Thor Vilhjálmsson flutti við afhendingu
Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ár-
ið 1987. En þar lofar hann listgrein sína
fyrir að hún
færir okkur æðstu og helgustu blekkinguna
um það sem var og stuðlar að því að espa
þá logandi vitund sem helgar tilveruna og
færir ljós inn í tóm eilífðarinnar.
Thor veit hinsvegar betur en fyrri tíma
menn af tvíræðni listar, hún stundar, segir
hann, bæði ,,uppbyggingu og niðurrif‘, en
hún er til þess ,,að við getum kjörið okkur
þær minningar sem hjálpa okkur að vera til,
bæði með því að játa í trausti og trú og ógna
með efanum hugmyndum sem við höfum
aflað okkur“.16
Eins og hver önnur iðja?
Oh, lasst mich nicht ersticken hier
in dieser engen Kramerwelt
Heinrich Heine
En þótt trúin á heilögu erindi bókmennt-
anna lift, þá eru mörg merki þess að hún eigi
í vök að verjast. Ekki barasta vegna þess að
allt frá dögum háfleygrar rómantíkur hafa
skáldin mitt í sinni sjálfshafningu haft þörf
fyrir írónískt niðurrif á skáldadraumnum
mikla:
Ich stehe auf dem Berges Spitze
und werde sentimental
18
TMM 1993:2