Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 23
lesandinn lifi — og það sem skiptir eftir það mestu máli er það, hvað lesandinn gerir sér úr textanum. Og í nafni frelsisins og fjöl- hyggjunnar er honum leyfilegt að lesa hat- rammlega „gegn“ textanum, til þess að fá út úr honum eitthvað það sem öðrum var dulið. Þetta frelsi hefur sína töfra, en það ýtir okkur út í það ástand, að ekkert lág- markssamkomulag er til lengur um bók- menntirnar, um það hvað er öðru merkara og mikilvægara. Og allt helst þetta í hendur við nagandi efasemdir allra á ráðvilltum tímum, efasemdir um öll hugmyndakerfi, um allar klassískar hugmyndir sem menn hafa gert sér um sannleika, veruleika, merk- ingu og þekkingu. Bókalíf, trúarlíf Hér kemur margt saman. Og hlýtur allt að virka gegn hinni „trúarlegu vídd“ bók- menntanna og trúnni á bókmenntimar, sem um alllangt skeið var með dágóðu fjöri. Um leið getum við fundið vissa hliðstæðu milli lífs bókmenntanna og lífs trúarinnar í þess- um dæmum sem ég rakti: Þegar lesandinn er kominn í aðalhlutverk og leyfir sér að lesa á móti textanum eins og honum sýnist best, þá er hann í líkum stellingum og þeir sem með svipuðum hætti búa sér til prívat- trúarbrögð undir formúlunni „Guð (kristin- dómurinn) skal vera eins og mér hentar“. í báðum dæmum fer það forgörðum sem tengir menn saman, samnefnari sem menn eiga sér í skilningi og skynjun splundrast, það er grafið undan einhverju því sem við getum kallað grundvallartraust á heimin- um, á verðmætum sem ekki falla úr gildi, undan mikilvægi og sjálfum möguleika þess að leita slíkra verðmæta. Hér er vissulega komið að púnktum þar sem skerast margar spumingar um trú og bókmenntir á okkar dögum. Og það má spyrja: kannski er trúin einmitt núna að losna við keppinaut þar sem bókmenntimar eru, þær sem vildu í oflæti sínu verða höf- uðból herskárrar mannhyggju? Kannski fá þau skáld með ,,afhelguninni“ makleg málagjöld sem töldu sig geta skapað sinn himin úr sinni jörð: „Den Himmel erschuf ich aus der Erd“, segir Heine í „Sköpunar- ljóðum". Kannski fá þeir að kenna á oflæti sínu sem hrópuðu: „Það er enginn Guð til og Maðurinn er spámaður hans“ (J. P. Jac- obsen í Niels Lyhne). Má vera. En það má einnig setja dæmið upp með þeim hætti, að með afhelgun bókmenntanna sé trúin að missa bandamann, þrátt fyrir allt. Ef þessi afhelgun verður róttæk og langvinn, þá er gengið úr leik eitt það afl sem spyr stórra spurninga, espar menn til andlegs átaks, sem vinnur, þrátt fyrir alla annmarka, að dýpri skilningi manna á sjálfum sér og öðr- um, að því að tengja þá saman. Þar með stendur heimur trúarinnar enn verr að vígi en áður andspænis þeirri lágu veraldar- hyggju, sem tekur ekki mark á öðru en neyslustigi og hagvaxtarhorfum, viður- kennir stríð allra gegn öllum á markaðstorgi lífsins sem það allsherjar náttúrulögmál sem ekkert fær hnikað (og ekki má hnika!) og sættir sig við það andmælalaust að and- skotinn hirði þann aftasta. TMM 1993:2 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.