Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 36
fjalla um verk hans af einhverju viti og hann hlyti sjálfur sinn sess meðal virtari eldri höfunda sem fyrir löngu hafa tekið upp borgaralegt líferni eins og t.d. Thor Vil- hjálmsson. Ég tilgreini ekki fleiri. Hann var farinn að fá reglulega úthlutað úr starfs- launa- og styrkjasjóðum og fræðimenn farnir að tippla kringum verk hans eins og t.d. Ástráður Eysteinsson sem kýs að spyrða saman nýjasta verk Steinars og verk annars vafagemlings til margra ára í tíma- ritsgrein nú í ár. Steinar hafði enga forystu- hæfileika heldur þráði samfylgd sem hann gæti treyst. En að vinna trúnað hans var víst ekki á færi nokkurs manns fyrr en þá kann- ski undir það síðasta. Hann var farinn að fjarlægja fjandafælurnar úr stíl sínum eina af annarri. Og halda aftur af taugabilun sinni þegar kom að útgáfu sem styggt hafði rnargan útgefandann gegnum tíðina. Steinar trúði á innblásturinn en útskýrði ekki frekar hvað hann átti við. Hann trúði líka á manneskjuna sem sjá má af skrifum hans þótt hann hefði slíkt ekki í orði. Sann- færður um að ekki þyrfti annað en afhjúpa ljótleikann í lifnaðarhátmm manna og fé- lagshópa til að ljótleikinn fengi ekki þrifist lengur. Ekki þyrfti nema benda á dónann og þá snerust allir gegn honum. Þvílíkur barnaskapur! Og hve gamaldags. Núorðið skiptir engu máli hvað sagt er en einhverju hvemig það er sagt. Það gildi er þó háð stofnunum og hagsmunahópum um merk- ingu sína en ekki eins og áður að það liggi í óorðuðunt hefðum eða sé brjóstvit fólks sem heyrir til menningu. Steinai’ hafði and- úð á slíkri reglufestu í mati á bókmenntum, vildi að brjóstvitið réði og síðari ár einangr- aði hann sig að mestu frá allri opinberri menningammræðu, fékkst ekki í viðtöl. Er Steinar hinn dæmigerði misheppnaði listamaður? Einn þeirra mörgu sem kallaðir eru en eftir sitja þegar hinir útvöldu eru komnir á sléttan veg. Það getur varla talist. Sagan Síngan Rí ber ótvírætt merki um handbragð listamanns. Ekki verður með réttu sagt annað en sagan nái fyllingu sinni eins og til hennar er stofnað. Tillitsleysið við lesandann er þó áberandi eins og fyrri daginn. Sagan með þessu undarlega nafni er heldur leiðinleg en þó virðuleg fagur- fræðileg upplifun þeim sem endist til að lesa hana af gaumgæfni til loka. Hún er vel skrifuð, sker sig úr meðal verka Steinars fyrir áferðarfallegan, hnökralausan texta. En heimtufrekum nútímamanni þykir sem fyrir engan sé skrifað; merkingin er fönguð í málið með þeirri áferð og þeim frágangi sem það hefur og þar á hún heima, varla annars staðar. Mér sýnist af sögunni að með henni rætist draumur þess manns sem ekki vill ræða við fulltrúa fjölmiðla um sjálfan sig eða verk sín og helst ekki koma fyrir sjónir heilvita fólks öðruvísi en ölvaður. Sér er nú hver feimnin eða hvað? Kannski fremur yfirlæti. Steinar hafði meðtekið af bókmenntum kynslóðar sinnar að mannlífið væri kolrugl- að og spillt; skrif hans drógu dám af þessu sjónarmiði. Margir misskildu þetta og tóku fyrir róttækni og pólitík. En Steinar var bókmenntalegur höfundur út í æsar, sá allt mannlíf sjónum bókamannsins og ég held helst að sjálfsskilningur hans hafi verið mjög í þeint anda líka. Að vera skáld var að vera sérstakur og útvalinn. Sú trú held ég að hafi fylgt honum alla tíð. Fyrsta bók Steinars er safn prósaljóða, Hér erum við (1952), og viðfelldin sem slík þótt ekki fari mikið fyrir efninu fremur en í Astarsögu. Ljóðsagan var það ritform sem Steinari hæfði best. Sumt af því sem ég hef 34 TMM 1993:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.