Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 39
Julio Cortázar
Ský sem hunsar öll landamæri
Tómas R. Einarsson þýddi
. . . á skemmtiferjum fljótanna og að áliðnum kvöldum í Storyville
fæddist eina alheimstónlist aldarinnar, tónlist sem þjappaði mannfólkinu
betur saman en esperantóið, Unesco eða flugvélarnar, tónlist sem var
nógu einföld til að ná eyrum heimsins og nógu góð til að eignast eigin
sögu, með flokkadráttum, bannfæringum og villutrú, til að skapa charles-
ton, black bottom, shimmy, foxtrott, stomp og blúsa, til að eignast
flokkunarkerfí og merkimiða, ólíkar stíltegundir, svíng, bíbopp og svalan
djass, tónlist sem var mótvægi við klassíkina og gat af sér heitan djass
og gáfumannadjass, mannleg tónlist sem átti sér sögu andstætt dýrslegri
og hálfvitalegri dansmúsíkinni, polka, valsi og sömbu, tónlist sem jafnt
mátti heyra og dást að í Kaupmannahöfn, Mendoza og Höfðaborg, sem
þjappaði saman ungmennum með plötur undir arminum og gaf þeim nöfn
og lög sem allir þekktu og urðu lykill að nánari kynnum, sem svo aftur
drógu úr einsemd þeirra innan um skrifstofustjóra og fjölskyldur, mitt í
óendanlega sárum ástarævintýrum, tónlist þar sem ímyndunaraflinu var
gefinn laus taumurinn og rúm var fyrir ólíkar skoðanir, slitnar sjötíu
og átta snúninga plötur með Freddie Keppard eða Bunk Johnson, aftur-
haldsklíkur dixflandaðdáenda, Bix Beiderbecke-fræðinga eða djarfa
sókn þeirra Theloniusar Monks, Horace Silvers og Thads Jones, smekk-
leysi Errolls Garners og Arts Tatums, hryggðina og ofstækið, hrifningu
á smágrúppunum, dularfullar hljóðritanir með dulnefnum og uppnefnum
vegna samninga við önnur plötufyrirtæki eða duttlunga augnabliksins,
og innvígðar skemmtanir á laugardagskvöldum, heima hjá einhverjum
stúdentinum eða í kjallarabúllu þar sem stúlkumar vilja endilega dansa
og hlusta á Star eyes eða When your man is going to put you down, og
frá þeim berst hæg og mild angan af ilmvatni, hörundi og hita, þær lofa
TMM 1993:2
37