Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 58
ara og löngun hans til að vera skáld. Og þessi tvö hlutverk eiga illa saman, einsog Stefán prestur bendir honum á: Hvemig getur þú verið tvennt í einu? Skáld með skylduna að skilja það sem reynir að lifa. Og dómarinn ægilegi sem lokar sig fyrir því sem kemurekki heim við paragraf- ana í þessum tilbúnu lögum ykkar. (151) Þessir innri menn Ásmundar eru andstæður sem ekki geta, eða mega, sameinast, en þó verður hann að sætta þær ef hann á ekki að farast. Hann finnur þennan sáttmála í skáld- skapnum: Og svo lá hann yfir þessum ljóðum sem voru ekki auðkeypt, það var sárt. En þessi sársauki var honum sönnun þess að líf hans hefði tilgang, og var nautn, lífsfylling; og þá gat hann orðið heill, ekki klofrnn lengur. (20) I þessum réttarhöldum, þar sem hann á að sanna getu sína sem lögmaður, verður Ás- mundur að virkja dómarann í sér og þá í leiðinni að halda aftur af skáldinu. í byrjun gengur þetta vel, hann kemur fram sem hinn ægilegi dómari og knýr fram játningu. En í þetta eina skipti sem hann mætir Sól- veigu Súsönnu hrynur allt: Sýslumaðurinn gerði sér far um að hemja sig í gervi síns embættis. Hann hafði aldrei séð þessa konu. Þó var einsog hann hefði séð hana einhverntíma, einhvers staðar. Hvar? Líkast til hvergi. Þó var eitthvað sem hann þekkti í þessari helfölu reisn. Sem hann þekkti, vissi, þóttist skilja með ein- hverjum hætti; hafði aldrei séð fyrr. Var það úr draumi, var það úr skáldskap? Var það eitthvað sem hann hafði reynt að yrkja og kannski aldrei náð, ekki fyrr en hann sér hana standa frammi fyrir sér, og veit að vald hans nær henni ekki framar. (197) (...) og allt annað hverfur á þessu sviði (...) allt nema þessi kona sem stendur í alveldi örlaga sinna; honum opnast sýn í það sem hann hafði aldrei séð í annarri manneskju, aldrei grunað nema í sjálfum sér þegar hann horfðist í augu við dauðann, (...) Þessi augu vom ekki svört. Kannski voru þau brún, kembd. Kannski voru þau græn. Og horfðu úr órafjörrum myrkviði, blöstu nú við honum svo hann komst ekki undan. Hann sogast fyrst í svelg, sópast innar, í hana, eða sjálfan sig. Síðar hugsar hann, hvorttveggja, einsog þau hefðu sameinazt á þessu andartaki í óheyrilegri auðlegð ör- birgðarinnar, fyrir endanum á göngum ör- væntingarinnar, angistar, þarsem ekkert er eftir nema manneskjan sjálf í efsta skini neyðar sinnar, kjarninn að felldum grímun- um; gervi svipt. (198) Ásmundur brotnar niður við þessa upplif- un. Ástæðan fyrir niðurbroti hans er sam- eining, en ekki sátt, ýmissa andstæðna. í fyrsta lagi renna saman andstæður einsog dómari-sakbomingur og gæslumaður- fangi þar sem fanginn Sólveig læsir Ás- mund dómara læðingi. Og í öðru lagi sameinast mun alvarlegri andstæður einsog dómari-skáld, hið ytra-hið innra. Samruni andstæðanna getur aldrei haft annað en skelfilegar afleiðingar í för með sér, og sú er raunin hér: Ásmundur tapar embættis- stöðu sinni; gríman, gervið, hið ytra, hryn- ur. Hann hefur sameinast hinni óheyrilegu auðlegð örbirgðarinnar; grámosanum sem glóir. Hann sogast inní Sólveigu, eða sjálf- an sig. Hún er það sem hann reyndi að skálda, persónugervingur ljóða hans, hans innri persóna, skáldið. Hún er músan hans, skáldagyðjan, sú-sanna, sú eina sanna. Og 56 TMM 1993:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.