Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 60
sjálfum sér var hann ekki viss um hvort heldur væri. (133-134) Önnur rökin fyrir því að Asmundur segi þessa sögu er misræmi í frásögninni og hugmyndir Ásmundar um skáldskap sinn. Hann er skáld og þegar hann fær ekki svar við spumingu sinni um morðingjann í dómsmáli föður síns, segir hann við sjálfan sig: ,,Þá ertu frjáls skáld, segir Ásmundur: hvemig viltu hafa einn morðingja í sögu?“ (106). Áður hefur hann hugsað um þetta dómsmál: Þessi saga hafði leitað oft á huga hans, og tekið á sig mynd svo hann vissi ekki lengur mun á því sem væri hans spuni og hinu sem honum hafði verið sagt. En hann sá fyrir sér svani þijá synda í tign á vatni, tveir saman og einn nokkm ljær. (15) í Grámosanum eru tvær frásagnir af morð- ingjanum Jóni Jónssyni. Fyrri frásögnin er skáldleg og í sama stíl og td. ferðalag Ás- mundar yftr heiðina. Þar ganga Jón og unnusta hans saman upp að ánni, hann keyrir hana ofan í hylinn og drekkir henni. Lýsing þessi endar svo á eftirfarandi náttúrulýsingu: „Langt úti á vatninu syntu þrír svanir, tveir saman og einn nokkru fjær.“ (10) Þetta hlýtur að vera ímyndun Ásmundar af atburðunum, spuni hans. Ef til vill er hann þriðji svanurinn sem í fjarlægð horfir á hina tvo, Jón og unnustuna. Hin frásögnin af þessu morði er sett upp einsog játning og er að öllum líkindum tekin beint uppúr skjölum föðurins sem Ásmundur hefur með sér á ferðalagi sínu og les. Þessi lýsing kemur ekki heim og saman við skáldlegu lýsinguna: Hér hittir Jón unnust- una við ána, en þau ganga ekki saman þang- að, hann drekkir henni ekki heldur kæfir hana í vettlingi sínum, og dregur hana svo útí hylinn. Ef þessi réttarfarslega lýsing er úr dóms- skjölunum þá hlýtur sú skáldlega að vera spuni Ásmundar. Og þessi spuni er svo undirstrikaður með hinu flókna tákni, svan- inum, sem tengist listsköpun og skáldskap. I frásögninni af hálfsystkinunum er líka misræmi. I játningu sinni segir Sæmundur Friðgeir: Ja það var einhvem dag, það var í vor, ég var að koma heim frá fénu, það var í sauð- burðinum man ég vel, þá sagði hún að hún væri búin að fæða barnið. (242) Hún sagði að það hefði gerzt í fjósinu hérna á bænum urn bjartan dag, (193) Mín veiðigleði felst í því sem mér tekst að yrkja. í skáldskapnum. Ég þekki líka þá veiðigleði sem ég ætla fræðimanninum. Að liggja í gömlum fróðskap, skeyta saman brot staðreynda, og spá í þarsem sleppir heimildunum, eða grafa upp nýjar sem Þegar sögumaðurinn lýsir bamsburði Sól- veigar nákvæmar seinna í verkinu, gengur þetta öðruvísi fyrir sig: Sólveig fæðir ut- andyra, á mel yfír hugsanlegu greni, en ekki í fjósinu. Þar fyrir utan fæðir hún ekki á sauðburði heldur um sláttinn: „Sólin yljaði allt, allir kepptust við í brakandi þerrinum. Uti á túni. Og hún heyrði karlana brýna ljáina. (...) Allir voru úti í heyskapnum.“ (232) Ástæða þessa misræmis getur einungis verið sú að þegar Ásmundur segir lesand- anum síðar frá reynslu sinni þessa örlaga- ríku daga, þá man hann ekki lengur það sem Sæmundur sagði og skáldar í eyðurnar. Kannski er það þetta sem hann talar um við séra Stefán: 58 TMM 1993:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.