Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 73
skaparumfjöllun um menn, gildi og kenn-
ingar.
Einsog áður er að vikið kemur á óvart í
sonnettunni um skipið hvað myndmál er
ófrumlegt, og jafnvel nykrað — líksmum-
ing á rúmsjó? Styrkur höfundarins hefur
einmitt legið í hinu, óvæntum myndum, oft
úr hinni skáldlausu rúmhelgi, allajafna
tengdum saman með aðferðum Egils og
Snorra. En ekki er nóg með að myndmálið
sé klént heldur er bragurinn líka gallaður,
og það alltof augljóslega til að um sé að
ræða venjulegt skáldaleyfi frá hörðustu
kröfum í snúnum hætti. í níundu og elleftu
sonnettulínu er æpandi rímlýti þarsem í stað
reglulegs kvenríms (greinum — einunv,
brotna — rotna fyrr í ljóðinu) kemur
kauðarím á endingu þágufalls fleirtölu í
þriðja atkvæði: kutanum — þeffœrum.
Þetta er ekki einungis einstætt í sonnettu-
kveðskap Þórarins heldur óþekkt í íslensk-
um sonnettum eftir því sem næst verður
komist frá Jónasi til Kristjáns Ámasonar.
Svo verður því að líta á að þessi rímgalli
hafi skýra merkingu af hálfu höfundar, og
af því við þekkjum vel íþrótt Þórarins við
orðaleik er lausnin auðfundin: vísan er ekki
ort nema að takmörkuðu leyti. Þrátt fyrir
útlit sitt og form er þessi texti sumsé ekki
hin spurula og tregafulla sonnetta, heldur
venjuleg hálfkveðin vísa — meiningar sem
einn maður hefur um annan án þess að vilja
setja þær fram í áþreifanlegu máli með rök-
legri uppbyggingu.
Enn verður þó að gera athugasemd. Til er
það orðtæki bæði á frönsku og ensku að
eitthvað sé sans rime ni raison — without
rhyme or reason, skorti bæði rím og rök.
Merkingin er að hið umrædda sé þarmeð
algjör della. Þetta er að því Ieyti skemmti-
legt orðtæki að það gerir ekki einungis ráð
fyrir því sem sjálfsagt er, að rökræða geti
verið órímuð, heldur líka því að rím þurfi
ekki rakanna við. Þetta er eiginlega mjög
íslensk hugsun. Framlag Þórarins í síðasta
tímariú hefði að minnsta kosti þurft að vera
annaðhvort.
TMM 1993:2
71