Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 79
Þegar loftsteinar þutu gegnum skæra hvelfingu himinsins ...
Þegar áætlanir lögsögumannanna höfðu brugðist og allir höfðu hvik-
að nema Skammkell. ..
Þegar vindurinn strýkti nakið landið ...
Þá...
Gummi, þegar regnið small og vindurinn blés og lögsögumennirnir
ráðþrota störðu á loftsteina himnanna þjóta í smasskenndri dýrðinni, þá
Gummi, þá sneri Gunnar aftur.
V
Maðurinn.
Hann spretti löngum og tálguðum fíngri að fljótinu þar sem rós flaut
hægan í straumnum og um leið sigldi gráyrjótt ský fyrir sólu og varpaði
skugga sínum skásniðnum á hið toginleita og tærða andlit vígt af angist,
skírt kvöl; hófatakið lét í eyrum þrátt, og blandaðist ymjan í þeim söng í
hljómstreyminu þrásækna og sívöktu myndfleyminu í þeim stað, bundið
með hætti; andstæða í senn og samofin; og vorið fjarri, svo fjarri. Nema
fugl; var það kannski fuglinn? Eða hlíðin; var það hún í minningu
mannsins sem situr með geði sínu stríðu og klofnu meðan margvísandi
og fjölhljómandi klimtan hófanna í lófa mannsins sem lyftir fmgri sínum
tærðum til himins í tillátri sátt við þetta land?
Var það hlíðin? Já; og vindstrókur fór um vatnið og bylgjaði það; og
hélt leið sinni áfram og ýfði lauf á þeirri leið unz hann staðnæmdist hjá
fuglinum til að hvísla að honum einhverju, en fuglinn missti þess og var
floginn til að fara í annan dal á annarri stund þar sem hann hitti annan
fugl sem kom flögrandi úr enn öðrum dal.
Það var hlíðin, segir konan og gælir við hár unga mannsins letilega
og annars hugar meðan hún er enn að hugsa um fuglinn; og önnur
augabrúnin Iítillega skökk og myndar þríhyming beint frá íbjúgu nefi
með miklum nasavængjum og hástæðri bungu í hnúði á því miðju meðan
perlaði dropi munnvatns í hægra munnviki, eftir áfjáðan leik í ólgandi
ofgnótt hins svellandi ofsa.
Ha fuglinn?
Það var hlíðin.
Fögur.
TMM 1993:2
77