Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 85
fiskamir breytast í skiptum vöku og draums í kindur og jarma sína leið
á eftir hinum hugsununum í hjörðinni.
Og í stóran hring fljúga Lóur hinna gömlu á frímerkjum, eins og dýra-
hringur um sanda og jökla. Ó þær eru svo fallegar Lóumar og öllum sárt
um þær gefið, þær bera í sér þrána, bera hana neðan úr byggð hingað upp,
sunnan úr hlýjum heimi hingað upp, innan úr heitu fólki hingað upp.
Hér er engin sveitfesti en nóg mannréttindi, nóg pláss fyrir hjarðir
allra, og gott að hugsa í endalausan sandinn. Þennan sand sem var
sprengdur í kraftmyllu eld-opanna. Þetta er fjölsáinn sandur, í honum
óteljandi sandbækur. Sandurinn gerir gott og glepur sýn, því úr honum
rísa missýningar innsta sem ysta eðlis. Hann nær inn í innstu æðar og
ystu æsar.
Smalar dagsins fara umhverfis sandinn í áttatíu heimum. Sandurinn er
stór eins og tilfinningin, en hugsunin sem yfir hann fer aðeins kmmrna-
stígur.
Ferðamaður segir sögu
I. Uppi á hálendinu
Áður en ég lagði í þessa ferð drakk ég mikið við ókomnum þorsta. Vissi
að yfir mikla sanda væri að fara. Er með vænan ásauð minn í gáleysi,
óvitandi að sumt það sem í hann hefur komist telst til undarlegra grasa.
Veröldin sýnist svo ámælislaus. Er bara á leið með úttroðinn sauð minn
í kvíar í inndölum í byggð, trúi á hulda og yfirskyggða dali en óttast ekki
illa útilegumenn, því ég veit ég er í sögu sem skaðar ekki hetjuna svo
teljandi sé. Með mína sauðahjörð að smala hugsunum mínum eins og
aðrir frjálsir landsmenn hér uppi í tómu hálendinu.
Er í einni af langferðum mínum um hálendið. Hjarðir mínar rekast
ekki á hjarðir vina minna hér í víðáttunni, en ég finn fyrir þeim. Og líka
hjörðum hinna. Er eins og aðrir á fjöllum að leita gæða að fita með
hjörðina mína.
— Gakktu hjörðin mín þangað sem grasið er þungað af krafti, gakktu
þangað.
Setja má hjörðina sína á sandbeit og taka úr mal sínum haka að leita
að gulli að stækka sig með. Sumir hitta á gullæð, og æðarnar hitta suma.
TMM 1993:2
83