Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 89
í dalnum. Einn þeirra sem raðar horfír ofur vingjamlega á mig, en samt
setur að mér ótta, skrýtnir karlar geta verið með því voðalegasta ef maður
er þeir ekki sjálfur. Hann er afdráttarlaus í afstöðu sinni til þess mikla
fjársjóðar sem býr í líkneskjunum og margir em því fegnir. í afdráttar-
leysinu skrifa óskrifuð lögin sig. Þegar nýjar styttur berast taka sérfræð-
ingamir þær fyrir á torgi hins dalræna friðar framan við hofín.
Ég held út í rjóður og sker út líkneski eins og hinir. Vildi alltaf að lambið
mitt hefði þykkar varir, svo ég set þykkar munúðarvarir á líkneskið mitt.
Hugsa um lambið mitt og geri líkneski eins og aðrir hér. Líkneskið vill
hafa ægilega ofsafengin rauð augu sem lýsa, ég læt það gott heita því mér
sýnist mikið búi í þeim.
Dalbóndinn vingjamlegi nauðgar líkneski mínu strax þegar það gengur
nýskorið og ilmandi trjákvoðu inn á torgið.
— Er þetta ógnljóta fyrirbæri úr tré úr dalnum? Ekki sýnist mér það,
segir hann og þukiar myndina mína mddalega á viðkvæmum stöðum á
meðan fólkið flykkist að. Hann hringsólar um styttuna senuglaður og
potar í hana fyrirlitlega með kennarapriki sínu.
—... þettað ... þetta lík-neski er ekki úr tré, frekar skessuskít! segir
hann sigri hrósandi og lítur í kringum sig á dalbúa, til að sjá hvort aftakan
gleðji ekki viðstadda, sem hún gerir, svo hann æsist enn.
— Þetta er upplogið líkneski, sem hlýtur að vekja öllum ógeð. Ekki
er myndin innblásin af bilinu milli trjáa, af endurvarpi laufa, það sér hver
maður.
Hann grabbarþvístyttuna mína og tekuraðkrjúfahana meðexi. Hann
fmssar af gleði og við það spretta um munninn hraunaðar fmnsur og
bleikar kossageitur, sem vaxa úr vírusi fjölmælanna.
— Augu þessarar líkneskisdruslu eru ógnrauð og lýsandi, samfélag-
inu hættuleg, þess vegna verð ég, mér þykir það leitt, að dæma þetta verk
ógert, koma í veg fyrir að menn skaðist við að að horfa á þetta, því eins
og allir skynsamir menn vita er margsannað að rauð augu sjá rugl.
Hann talar greindarlega, er vel gefínn og allir ánægðir meðan hann
úthúðar þeim ekki. Hann flýtir sér að afgreiða volga líkneskið mitt, þefar
ekki af því hægt og rólega, skoðar það ekki með höndunum, ekkert
sprettur af rólegri athugun um formið, hann sér ekki uppbygginguna né
það sem skiptir mestu máli: hve tærnar koma á óvart miðað við lögun og
lengd líkamans. Hann hefur snarpa stresssýn, góða miðað við sína
TMM 1993:2
87