Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 92
Ritdómar
Skáld kraftsins og
heimspekinnar
Sigfús Bjartmarsson: Zombí. Bjartur 1992. 101 bls.
Sumarið 1986 var ég á þeim aldri að mér þótti
allt nýtt betra en gamalt. Ég bjó í Keflavrk og ef
Sigfús Bjartmarsson
ég frétti af nýútkominni ljóðabók eftir ungt
skáld, tók ég fyrstu rútu til Reykjavíkur og
hnusaði af bókinni í Eymundssyni eða bókabúð
Máls og menningar. Ef ég heyrði hins vegar
minnst á Jónas Hallgrímsson eða Steingrím
Thorsteinsson, setti að mér óstöðvandi geispa.
Þetta sumar starfaði ég sem lögreglumaður á
Keflavíkurflugvelli og þótti slakur við að þefa
uppi bjórsmyglara. Auðvitað voru næturvakt-
irnar bestar; tíðindaleysið algert og varla bíll á
ferð — nema kannski tveir hermenn á Chrysler
með stúlku frá Reykjavík í skottinu. Ég notaði
því næturvaktimar til að lesa og ég man að það
voru tvær ljóðabækur sem lágu á borðinu hjá
mér þegar Chryslerinn renndi upp að aðalhlið-
inu: Hlýja skugganna eftir Sigfús Bjartmarsson
og Blindjugl/Svartflug Gyrðis Elíassonar. Ég
átti erfitt með að gera upp á milli þeirra og hélt
því oft staðfastlega fram við sjálfan mig í næt-
urkyrrð lögregluvaktarinnar, að bækurnar tvær
væru bestu ljóðabækur áratugarins. Tveimur
eða þremur árum síðar áttaði ég mig á því að
Jónas væri bara skrambi gott skáld og öfgafull
hrifning mín á hinu nýja hafi stafað af reynslu-
leysi og nýjungagimi. En ég held því þó enn
fram að skáldskapurinn í Hlýju skugganna og
Blindfugl/Svartflug sé óbrotgjarn minnisvarði
um hvemig ungskáld níunda áratugarins ortu
hvað best.
Gyrðir var afkastamikill það sem eftir lifði af
áratuginum, en næsta bók Sigfúsar, Án fjaðra,
kom ekki út fyrr en fjórum árum síðar, eða 1989.
90
TMM 1993:2