Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 95
í öðrum hlutanum hefst einræða yfír Zombíin- um þar sem hann reynir að útskýra hvemig heimurinn lítur út frá sínum bæjardyrum, stund- um bölsýnn, kaldhæðinn, dapur, eða von- svikinn. Ógnvekjandi tómleiki og einsemd einkenna líf hans: „Og ég heima hjá mér einum / og blaða í sjónvarpinu“, segir hann í 23. kvæði. Lífið er staðnað, tíðindalaust: Blærinn er kominn okkur í bakseglin og fer með sama hraða og við. (39) Stundum fæ ég á tilfínninguna að ljóðmæland- inn reyni að tala sig frá þunglyndinu og ein- semdinni með því að kryija heiminn til mergjar. < En það gengur ekki vel og hann er því aleinn heima og vaffar ,,um bækur og plötur“, eða flýr út í kvöldið í þeirri von að rekast á ævintýrin á börum. En sú flóttaleið gerir fangelsið bara enn rammgerðara: Og breytileikinn víst var hann raunverulegur — nýjar tegundir áfengis. (33) Bölsýnin er mikil en sjálfsvorkunnin — systir hennar — lætur sem betur fer lítið á sér bera. Ljóðmælandinn er of kaldhæðinn og reiður til að svamla í sjálfsvorkunnarpollinum. Reiður yfir tilgangsleysinu. Reiður yfir því að geta ekkert gert við þann kraft sem hann býr yfír: Zombí nákvæmlega sama löngun til að lemja þó ekkert sjái þess virði að berja nákvæmlega sama löngun til að sækja fram þó ekkert finni þess virði að sigra. (46) Ekkert nema tilgangsleysið framundan og það kemur manni alls ekki á óvart að dauðinn verði skáldinu hugfróun: Zombí ég viðurkenni samt augljósu kostina — hinn dauði þarf ekki að viðurkenna vanmátt sinn hinn dauði er ekki ófullkominn lengur. (46) Visst uppgjör er í gangi í Zombíbálkinum, upp- gjör við fortíðina. Ljóðmælandinn talar um „gengishrun hugmyndanna“. Og maður spyr, hvaða hugmynda? Auðvitað svarar Sigfús hvergi með beinum orðum, enda væri slíkt ólíkt honum. Við verðum að lesa á milli línanna. Ég get ekki að því gert, en mér finnst afskaplega freistandi að gefa uppgjöri Sigfúsar almenna skírskotun og gera hann að fulltrúa sinnar kyn- slóðar. Sigfús er fæddur árið 1955 og margir jafnaldrar hans urðu fyrir miklum og sterkum áhrifum frá hugsjónabylgjum sextíu og átta kynslóðarinnar. Og virtust trúa því í einlægni að hægt væri að breyta heiminum með kennisetn- ingum eða söngvum Dylans og Lennons. „Einu sinni / var allt svo einfalt", eins og Sigfús orðar það á einum stað. Zombí virðist oft vera fulltrúi þessara æskuára: „þið æptuð svo örvita / af æsku móti löggiltum / endurskoðendum heims- ins“ ávarpar skáldið Zombíinn í 26. kvæðinu — alls ekki laus við kaldhæðni og orðalagið minnir mann óneitanlega á skáldskap þeirra yngstu í lok áttunda áratugarins og byijun þess níunda. Það er sárt að horfa upp á gengishrun hugsjóna og ekki skrítið að þeir sem hafa upplifað slíkt, trúi „ekki lengur / í alvöru á neinn / kostanna sem bjóðast“. Sigfús tilheyrir síðustu pólitísku kynslóð aldarinnar. Skáld sem koma fram á eftir honum, til dæmis Gyrðir Elíasson, Bragi Ólafs- son, Kristín Ómarsdóttir, Sjón, eru afskaplega ópólitísk. Og lítið ber á ádeilu hjá allra yngstu skáldunum í dag. Skáld fædd eftirl960 komast til vits og ára þegar allar mögulegar og ómögu- legar hugsjónir voru orðnar að ryki eða brönd- urum. Þau lærðu því strax að trúa ekki „í alvöru á neinn / kostanna sem bjóðast". Hugsjónar- heimur Sigfúsar (eða ljóðmælanda Zombí- TMM 1993:2 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.