Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 98
og þolir ekki veggina í veginum og æðir af stað um krökkva af táknum og dauðahaldið í lönguvitleysu frasanna fullvissu þess að finna aftur upphaf til að snúast um við ritúalskt hljómfallið dansandi hraðar þú ausandi eins og asni. Ekki sjálfráð þessi sókn eftireinhveiju til að skynja í alvöru plati til að endumýjast í eins og fjölskylduþrælarnir Zombí — til að kljást við tapa fyrir sigra og falla. Jón Stefánsson Einn á sínum hól Þóra Kristín Ásgeirsdóttir: Guðbergur Bergsson met- sölubók. Forlagið 1992. 227 bls. Fyrir fáeinum árum lagði vinnuflokkur ung- linga þökur á lóð Landsbankans í Grindavík. « u ð b e r g u r b e r g s s o n MET5ÖLUBÓK ÞORA KRISTIN ASCtlRSDOTTIR R/tOIR VID SKAIDID Krakkarnir höfðu verið að þökuleggja lungann úr sumrinu og voru orðin viðþolslaus af leiða á „hinum beinu línum“, vildu fá að sveigja gras- torfurnar í hringi, snúa þeim upp á kant eins og tíglum og, ef það væri mögulegt, að breiða þær yfir hæðir og hóla eins og götótt teppi — í stuttu máli, þau vildu ,,lyfta sér eilítið upp“. Flokks- stjórinn fékk því þar af leiðandi framgengt að vörubílar sturtuðu niður moldarhlössum hér og þar á blettinum og leysti með því unglingana úr kverkataki mælisnúrunnar. Nú gátu þau gefið þökunum lausan tauminn, klifið upp áhina nýju hóla með grassneplana og búið til flöt sem líktist meira náttúrulegri náttúru en flatri og gervilegri grasflöt. Þessi litla tilbreyting í sum- arvinnunni — sem sjálfsagt hefur þótt sniðug í nálægðinni þótt hún síðan haft ekki orðið að neinu eftir á og gleymst — hefur áreiðanlega rifjast upp fyrir sumum þegar þeir litu í viðtals- bókina við Guðberg Bergsson, þar sem þessir litlu hólar dúkkuðu skyndilega upp í miðri frá- sögn af „endurfæðingu“ skáldsins. Hann er þá á unglingsaldri ogerað störfum viðbeinaþurrk- un úti á fiskireitnum þar sem unglingamir áttu síðar eftir að móta hið manngerða landslag. Þessi frásögn af „endurfæðingunni" er afar at- hyglisverð, hún lýsir því þegar Guðbergur finn- ur hvert líf hans stefnir og mótar í huga sér einskonar trúaijátningu sem hann ákveður að fylgja eftir í gegnum þykkt og þunnt en um leið skýst upp úr honum, eins og lítill skratti, ein af ,,pillunum“ sem hann þarf bókina á enda að senda hinum og þessum, einkum þó langskóla- gengnu fólki af ’68 kynslóðinni; hann finnur sig knúinn til að „láta það flakka“ að nú séu á þessum sama stað og beinin skrælnuðu áður, hólar og klettur sem gerð séu „af meistarahönd- um eflaust menntaðs og kjaftfors landslagsarki- tekts“ (bls. 49). Og landslagsarkitektinn sem aldrei var annað en gengi af unglingum er þar með kominn í hóp með norrænum bamabók- menntum, kvennapólitík, uppgjafakommum, spænskum falangistum, íslensku valdakeifi og síðast en ekki síst eðli íslensku þjóðarinnar (hvað ætli Guðbergur hafi skilgreint eðli ís- 96 TMM 1993:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.