Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 103
strendur í gegnum reynslu höfundarins af þess-
um stöðum, í gegnumminninguna. Hann sjálfur
kemst hins vegar að því að moldin þegir, líkleg-
ast á áhrifamestan hátt þegar hann gistir eina
nótt undir malarkambi norður á Tjörnesi og
vonast eftir því að raddir komi til hans, raddir
fortíðarinnar, draugar hennar, já aðeins eitthvað
úr brunni þjóðar og náttúru svo hið liðna verði
gætt tungu, jafnvel svo sjálft ómálga landið fái
mál sem suði í eyrum hans og huga, en það
kemur ekkert. Heila nótt liggur hann í tjaldi sínu
„Kjarvalsnaut“ og hlustar og sofnar að endingu
en ekkert kemur, hann líkt og lemur í sífellu á
glerrúðu en kemst ekki inn, hún honum lokuð.
Kannski tjáirþessi minningasagaokkurbetur
en mörg önnur listaverk seinni ára að þessi
„beini“ aðgangur að fyrri samfélagsmynd eða
öllu heldur sá aðgangur sem getur miðlað veru-
leika hennar ,,umbúðalaust“ er ekki mögulegur.
Það var fremur merkilegt en eðlilegt í fyrr-
greindum ritum þeirra Þorsteins og Hannesar að
þétt, heilsteypt mynd þessa veruleika skyldi ná
að koma þar fram, rétt eins og hann væri full-
komlega sjálfsagður þáttur í heimsmynd okkar.
Thor miðlar hins vegar skynjun okkar flestra
sem einkennist af ósk um að fá aðgang að
sögunni en sem fjarar út þegar við verðum að
játa að við vitum að þessi aðgangur er ekki
mögulegur og að við höfum í raun og veru aldrei
trúað því að svo væri. Það er varla að við trúum
að þessi aðgangur hafi einhveija sérstaka merk-
ingu og ef það er merking, þá erum við viss um
að við höfum búið hana til sjálf eða þá að hún
var búin til af einhverjum öðrum. Þetta er hin
sorglega en þó eðlilega niðurstaða sem kemur
út þegar reikningsdæmi þess samfélags sem við
búum í hefur verið reiknað til enda. Thor veit
ósköp vel af þessu, enda hnita lokastef bókar-
innar sig um þá hugsun að forfeður og ættingjar
eru einungis til í minningu þeirra sem þekktu
þá, fyrir öðrum eru þeir bókstafurinn einn. Sá
garður sem að endingu tekur við mönnunum er
því þögull nema að minnið gefi þeim röddum
sem þar heyrast einhvern hljóm.
Kristján B. Jónasson
Hin heilaga fjölskylda
Ólafur Gunnarsson: Tröllakirkja. Forlagið 1992.279
bls.
Vögguþula spænska skáldsins Federico Garcia
Lorca hefur í snilldarþýðingu Magnúsar As-
geirssonar orðið ástsælli með íslensku þjóðinni
en annar sambærilegur erlendur kveðskapur.
Ástæður þessa eru að nokkxu augljósar. Kvæðið
er fallegt, harmrænt og hljómmikið í senn, en
kannski hefur mest stuðlað að vinsældum
kvæðisins hér á landi að í búningi Magnúsar
hefur það fengið skýr einkenni og svipmót ís-
lenskra þjóðkvæða. I þeim þjóðkvæðum okkar
sem voru lesin fyrir börn fyrir svefninn áður
fyrr, var gjarnan teflt saman bamslegu sakleysi
og harmrænum örlögum með svipuðum hætti
og í Vögguþulu Garcia Lorca. Leikið er með
andstæðurnar milli öryggis barnsins, sem kúrir
í skjóli værðarvoða, og háskans sem umlykur
Stóra-Faxa, hestinn úti í ánni.
Þegar nánar er að gáð er kannski ekki undar-
TRÖLLA
KI RKJA
TMM 1993:2
101