Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 112
mörgu. En það sem ég þekki (t.d. Adomo og Lukács) sýnist mér Astráður gera sanngjarna grein fyrir kenningum þessum, og gagnrýna þær af samkvæmni. Fáar villur rakst ég á, helst í upphafi 5. k. þar sem segir að raunsæisstefna hafi verið drottnandi í Austur-Evrópu. Við það ætti tímaákvörðunin sem á eftir kemur; „since the mid-forties“, en hún er þá sett á Sovétríkin, virki sósíalrealismans, og þá væri réttara að segja: seint á þriðja áratugnum, „late twenties“. Því sovésk stjórnvöld fóru að fyrirskipa skáld- um þessa stefnu árið 1928, þótt nafnið yrði víst til síðar, og fyrirmælin væru oft ítrekuð (sjá bók rnína Rauðu pennamir, bls. 17 o.áfr.). III Lokaundirkaflinn ber fyrirsögnina: Niðurstaða. En höfundur tekur óðar fram að þar vilji hann ekki draga saman stuttorða niðurstöðu af öllum sínum rökræðum, því þarmeð sé lítið úr þeim gert. Þessu er ég öldungis ósammála, og reyndar álít ég að ágætar greinar Ástráðs hafi haft mun minni áhrif en efni stóðu til, vegna þess að hann dró ekki helstu niðurstöður saman í lokin. Það er nauðsynlegt í lok langra og víðtækra greina svo sem „Fyrsta nútímaskáldsagan og módern- isminn“ (í Skírni 1988, 44 bls.) eða „Hvað er póstmódernismi" (í TMM 1988, 30 bls., byggð a.n.l. á 3. k. þessa rits.). Ef höfundur sjálfur dregur ekki ályktun af umfjöllun sinni og rök- ræðum um efni sem hann hefur lengi rannsakað, hvernig verður þá ætlast til að lesendur geri það? En þessi hálfgildings niðurstöðukafli dregur reyndar fram meginatriði (bls. 222); að módernisminn beri í sér frumatriði andstöðu- menningar; hneigist til að afneita þeirri menn- ingarreynslu sem mest ber á í borgaralegu samfélagi, helstu boðleiðir þess dragi hann í efa og reyni að trufla þær.1 Innan á kápu er örstutt samantekt, og þar segir að á sviði módernism- ans birtist kreppa einstaklings og tilvísunar, módernisminn sé ekki fyrst og fremst tiltekið form, heldur truflun á umræðu — þar birtist þá möguleikmn á annars konar nútíma, sem sýni neikvæðar hliðar á félagslegri og mállegri reynslu af vestrænni menningu. Víðar má finna meginatriði ályktana, t.d. (bls. 210) að módern verk séu iðulega af samklippingstagi, virðist vera samtíningur ýmskonar textabúta fremur en samræmd heild, og að sundurleysi sé megineinkenni þeirra (bls. 126-127). Væntanlega myndi Ástráður orða hugsun sína nákvæmar og betur á íslensku en ég nú hefi gert. En annars tek ég heilshugar undir þessa niðurstöðu um módernismann. Ritið er það umfangsmikið, að auðskil ið er að doktorsrit héldi sig innan þessara marka. En óneitanlega finnst mér auðteknari og gagnlegri venjuleg söguleg framsetning, þar sem gengið er út frá helstu módernu skáldverkum, og kenn- ingamar prófaðar á því hve vel þær lýsi þessum verkum, og hvernig þau greinist frá öðrum. Ég er því meira fyrir rit eins og t.d. Die Struktur der modernen Lyrik eftir Hugo Friedrich (til á dönsku), safnritið Expressionismus als Litera- tur (Bern 1969), og Saga surrealismans eftir Maurice Nadeau. Nýútkomin bók mín um módernismann í íslenskum bókmenntum, Kór- alforspil hafsins, er sögulegt yfirlit, og tengist því þessum ritum frekar en við bók Ástráðs. Nýlegt, stórt safnrit, Les avant-gardes littér- aires au XXe siécle (Budapest 1984, 1200 bls.), tekur helstu móderna strauma fyrir í tveimur bindum. Hið fyrra setur efnið fram bókmennta- sögulega, en hið seinna fræðilega, og fer þá rækilega í þau einkenni á ljóðum, sögum o.fl. sem eru sameiginleg, og hvað aðgreini hinar ýmsu stefnur. Það er einkennandi fyrir bók Ást- ráðs að fjalla ekki um þessi eða þvílík bók- menntasögurit, heldur eingöngu um sértækari umfjöllun. Og slík umfjöllun bregst þegar kem- ur að því að ákvarða einstök verk, sem margvís- lega hafa verið túlkuð. Öðru vísi gert ég varla skýrt að Ástráður tekur þar ekki af skarið, svo ótrauður sem hann annars er að taka afstöðu. Hér er einkum um að ræða skáldsögur Thomasar Manns og Flauberts. Skáldsaga Manns, Doktor Faustus, er hér til umræðu sem umfjöllun um módernisma, en ekki dæmi um hann. En háð I 10 TMM 1993:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.