Fréttablaðið - 03.06.2015, Page 6
3. júní 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
VEISTU SVARIÐ?
1. Hvað heitir Facebook-hópurinn þar
sem konur hafa deilt reynslu sinni af
ofbeldi undanfarna daga?
2. Hvað hefur Erla Hlynsdóttir blaða-
maður unnið mörg mál fyrir Mann-
réttindadómstól Evrópu?
3. Hvaða íslenski rappari neitaði að
leyfa lögreglu að leita í vösum sínum?
SVÖR:
1. Beauty Tips. 2.Þrjú. 3. Emmsjé Gauti,
Gauti Þeyr Másson.
STJÓRNMÁL Píratar halda áfram
að auka við sig fylgi samkvæmt
þjóðarpúlsi Gallup.
Píratar mælast með 34,1 pró-
sents fylgi sem er meira en fylgi
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins samanlagt.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist
með 23 prósent og Framsóknar-
flokkurinn með 8,9 prósent.
Samfylkingin mælist með 12,4
prósent, Vinstri græn með 9,8
prósent og Björt framtíð með 7,4
prósent. 4,3 prósent segjast ætla
að kjósa aðra flokka. - srs
Nýr þjóðarpúls Gallup:
Píratar halda
áfram að vaxa
STÆRST Píratar mælast með meira fylgi
en stjórnarflokkarnir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNMÁL Óstofnaði stjórnmála-
flokkurinn Viðreisn heldur opinn
stefnumótunarfund á Grand
Hotel á morgun.
„Fundurinn er opinn öllum
þeim sem vilja vinna að undir-
búningi starfsins og aðhyllast
frjálslynda stefnu þar sem
almannahagsmunir eru settir
framar sérhagsmunum,“ segir á
heimasíðu Viðreisnar.
Unnið verður að stefnumótun í
fimmtán málaflokkum á fundin-
um, þeirra á meðal eru húsnæðis-
mál, heilbrigðismál og skipulag
flokksins sjálfs. - þea
Boða til fundar á morgun:
Viðreisn mótar
stefnu flokksins
KJARAMÁL Ríkissáttasemjari
hefur boðað samninganefndir
hjúkrunarfræðinga og ríkisins
til fundar í dag. Ólafur G. Skúla-
son, formaður Félags hjúkrunar-
fræðinga, segist ekkert vita um
ástæðu boðunarinnar. „Þannig
að ég er bara hóflega bjartsýnn,“
segir hann.
Samninganefndirnar hittust síð-
ast hjá ríkissáttasemjara á föstu-
dag. Verkfall hjúkrunarfræðinga
hófst á aðfararnótt miðvikudags-
ins síðasta. - óká
Boðað til fundar í kjaradeilu:
Segist hóflega
bjartsýnn
KJARAMÁL Samninganefnd félaga
iðnaðarmanna og Samtök atvinnu-
lífsins funda aftur á föstudag eftir
árangurslítinn fund í gærmorgun.
Kristján Þórður Snæbjarnar-
son, formaður Rafiðnaðarsam-
bandsins, segir samt mikið bera
á milli þegar kemur að viðræðum
um launalið samninganna. „Og það
er svo sem jákvætt að menn ætli
að tala saman áfram. Við ætlum
að reyna að skoða sérmál á milli
funda, bara til að reyna að hafa
eitthvað til að tala um,“ segir hann.
Staðan sem uppi
sé gefi þó ekki
miklar vænting-
ar um að saman
náist í viðræð-
unum. „Ennþá
eru bara í undir-
búningi þær
aðgerðir sem
samþykkt hefur
verið að ráðast í.
Það er ekkert annað að gera. Til að
breyta stöðunni þarf eitthvað nýtt
að gerast.“ - óká
Skoða sérmál milli funda til að halda kjaraviðræðunum gangandi áfram:
Undirbúa bara boðaðar aðgerðir
TAFLAN LÖGUÐ Iðnaðarmenn hefja verk-
fallsaðgerðir 10. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KRISTJÁN Þ. SNÆ-
BJARNARSON
KJARAMÁL Umræðu um punkta sem samninga-
nefnd ríkisins lagði fyrir fulltrúa Bandalags
háskólamanna (BHM) hjá ríkissáttasemjara í
gær verður fram haldið síðdegis í dag. Fundi
sem hófst klukkan tvö í gærdag var upp úr
klukkan sex frestað til þrjú síðdegis í dag, að
því er Páll Halldórsson, formaður samninga-
nefndar BHM, segir.
„En í þessari stöðu sem við erum í hefur í
raun ekkert gerst,“ sagði Páll eftir fundinn í
gær. Samninganefnd ríkisins hafi ekki lagt
fram formlegt tilboð, heldur umræðupunkta,
sem ræddir hafi verið í gær og svo áfram
í dag. „En á meðan menn eru með fund sem
ekki hefur verið slitið þá er ekki venjan að ræða
innihald fundanna,“ segir hann.
Um leið segir Páll rétt að
fólk sé orðið langþreytt á
verkfalli sem staðið hafi í
átta vikur hjá hluta félags-
manna og óþreyjufullt eftir
góðum fréttum af gangi við-
ræðna. Hann vill hins vegar
ekki tjá sig um hvort stefna
viðræðna nú gefi tilefni til
aukinnar bjartsýni. „Ég held
ég segi nú bara nó komment,“
segir hann.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM,
tekur í svipaðan streng og segir erfitt að spá
um framhaldið. „Það voru ákveðnar hugmyndir
lagðar á borðið sem við skiptumst á skoðunum
um og erum að ræða. Á þessari stundu er eigin-
lega engu hægt að spá um það hvort tilefni sé til
einhverrar bjartsýni. Við höldum bara áfram á
morgun,“ sagði hún um kvöldmatarleytið í gær.
Á síðasta fundi fyrir þennan, sem fram fór á
föstudag, virtist deilan komin í algjöran hnút.
Þá var upplýst á vef BHM að samninganefnd
ríkisins hefði hafnað tilboði BHM og slitið
viðræðum. „Ríkið bauð um fjögurra prósenta
launahækkun á ári og lagði jafnframt til að
samið yrði til ársins 2019. Það segir sig sjálft
að tilboð ríkisins mætir ekki kröfum BHM,“
sagði þá á vef félagsins. „Skilaboð ríkisins til
starfsmanna sinna eru skýr. Ríkið hefur hvorki
áhuga á að meta menntun til launa né laga það
launakerfi sem starfsmenn þess búa við og
meta störf þeirra.“
Á mánudag funduðu svo forystumenn BHM
með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.
Eftir þann fund kvaðst Páll búast við nýju útspili
frá samninganefnd ríkisins á fundinum sem
festað var í gær til dagsins í dag.
olikr@frettabladid.is
Samningafundi BHM og
ríkis frestað til þrjú í dag
„Nó komment,“ segir formaður samninganefndar BHM, um hvort fundur gærdagsins ýti undir bjartsýni um
lausn á kjaradeilu félagsins við ríkið. Samninganefndirnar sátu á fundi í Karphúsinu í rúma fjóra tíma í gær.
HLUTI SAMNINGANEFNDAR BHM Frá fundi í Karphúsinu. Fundi sem hófst eftir hádegi í gær var á sjöunda tím-
anum frestað þar til síðdegis í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Það voru ákveðnar
hugmyndir lagðar á
borðið sem við skipt-
umst á skoðnunum um
og erum að ræða. Á
þessari stundu er eigin-
lega engu hægt að spá.
Þórunn Sveinbjarnardóttir,
formaður BHM
PÁLL HALLDÓRS-
SON
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
0
-2
C
9
C
1
6
3
0
-2
B
6
0
1
6
3
0
-2
A
2
4
1
6
3
0
-2
8
E
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K