Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 12
3. júní 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12
SJÁVARÚTVEGUR Fiskimjölsverk-
smiðjur Síldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað og á Seyðisfirði hafa
tekið á móti um 79 þúsund tonnum
af kolmunna það sem af er ver-
tíðinni. Alls hafa 45 þúsund tonn
komið að landi í Neskaupstað og 34
þúsund tonn á Seyðisfirði.
Gunnar Sverrisson, rekstrar-
stjóri fiskimjölsverksmiðju
Síldar vinnslunnar, segir í frétt á
vef fyrir tækisins að útlit sé fyrir
ágætt ár hjá fiskimjölsverksmiðj-
unni á Seyðisfirði en hún hefur
tekið á móti 70 þúsund tonnum af
hráefni það sem af er ári, þar af 36
þúsund tonnum af loðnu.
Guðjón B. Magnússon, verk-
smiðjustjóri í Neskaupstað, upp-
lýsir að verksmiðjan þar hafi tekið
á móti 103.500 tonnum af hráefni
það sem af er árinu og þar vegi
loðnan þyngst.
Dofnað hefur yfir kolmunna-
veiðunum í færeysku lögsögunni
nú síðustu dagana og eru skipin að
leita mun norðar en áður.
- shá
Lítil kolmunnaveiði og íslensku skipin á leið heim fyrir sjómannadaginn:
Vertíðin hefur gefið 79.000 tonn
BJARNI ÓLAFSSON Skipin flykkjast
brátt heim fyrir hátíð sjómanna um
helgina. MYND/HÁKON ERNUSON
MANNRÉTTINDI Bæjarráð Garða-
bæjar hefur samþykkt að hinseg-
in fræðsla verði veitt í bænum.
Skólanefnd bæjarins á að
útfæra tillögur um fræðsluna
sem á að vera í samstarfi við
Samtökin ’78.
Áður hafa Hafnafjörður, Kópa-
vogur og Árborg samþykkt að
útfæra hinsegin fræðslu í sínum
sveitarfélögum auk Reykjavíkur
sem hefur verið með samstarfs-
samning við Samtökin ’78 síðan
2012. - srs
Hinsegin fræðsla í Garðabæ:
Í samstarf við
Samtökin ’78
Lyfjaauglýsing
20% afsláttur
af 100g og 150g Voltaren Gel í júní
Skráning stendur yfir í síma
564 4030 og á tennishollin.is
BYRJENDANÁMSKEIÐ Í
TENNIS FYRIR FULLORÐNA
eru að hefjast
ÞÝSKALAND Helmut Kohl, fyrr-
verandi kanslari Þýskalands,
hefur legið þungt haldinn á gjör-
gæslu í þrjár vikur á sjúkrahúsi í
Heidelberg.
Þýska tímaritið Bunte segir
Kohl hafa verið meðvitundarlaus-
an dögum saman eftir að hafa
gengist undir aðgerð.
Kohl, sem er 85 ára, var kansl-
ari 1982-1998 og átti ríkan þátt í
friðsamlegri sameiningu Austur-
og Vestur-Þýskalands eftir fall
Berlínarmúrsins árið 1989. - gb
Í gjörgæslu í þrjár vikur:
Helmut Kohl
þungt haldinn
BELGÍA Lánardrottnar Grikklands hafa komist að samkomulagi og hyggj-
ast kynna Grikkjum tillögur sínar í dag. Þetta fullyrti gríska dagblaðið
Ekathimerini á vefsíðum sínum í gær.
Grikkir lögðu fram sínar tillögur að lausn skuldavandans á mánudag,
en samkvæmt heimildum Ekathimerini eru þær tillögur töluvert óljósari
en hugmyndir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, evruríkjanna og Seðlabanka
Evrusambandsins.
Gríska stjórnin hefur reynt að komast undan því að fylgja umsam-
inni áætlun um endurgreiðslu skulda sinna til þessara þriggja stærstu
lánardrottna sinna.
Alexis Tsipras forsætisráðherra segir hugmyndir stjórnar sinnar
raunhæfar, en lánardrottnarnir virðast ekki alfarið á sama máli.
Næsti stóri gjalddagi er á föstudaginn, en þá eiga þeir að greiða
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 300 milljónir evra. Stórir gjalddagar reka
síðan hver annan næstu vikurnar, en stærsta endurgreiðslan á að vera
í næsta mánuði. Þann 20. júlí á Grikkland að greiða 3,5 milljarða evra
til Seðlabanka ESB. - gb
Lánardrottnar Grikklands komust að niðurstöðu:
Grikkjum gert tilboð
ALEXIS TSIPRAS Forsætisráðherra Grikklands hefur neitað að hlíta fyrri skilmálum.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
BANDARÍKIN Öldungadeild Banda-
ríkjaþings samþykkti í gær með
62 atkvæðum gegn 27 Frelsis-
lögin svonefndu, sem veita leyni-
þjónustustofnunum heimildir til
þess að stunda margvíslegt eftir-
lit með borgurum landsins.
Eftirlitinu verða þó settar
strangari skorður en í fyrri
lögum, Föður landslögunum svo-
nefndu, sem runnu út um mán-
aðamótin. Í gær samþykkti deild-
in jafnframt að framlengja að
hluta Föðurlandslögin, sem upp-
haflega voru sett í kjölfar hryðju-
verkanna 11. september 2001 til
að tryggja öryggi Bandaríkjanna.
Öldungadeildarþingmaðurinn
Ron Wyden segir Frelsislögin
mikil vægasta sigur sem unnist
hafi í baráttunni fyrir borgara-
réttindum í Bandaríkjunum í
meira en áratug.
Bandaríska þjóðaröryggis-
stofnunin hefur ekki lengur
þær víðtæku heimildir til eftir-
lits með símanotkun og netsam-
skiptum fólks, sem Föðurlands-
lögin veittu.
Repúblikanar í öldungadeild
töldu heimildirnar í nýju lög-
unum hins vegar ekki nógu víð-
tækar og reyndu að gera á þeim
breytingar, en þær breytingar-
tillögur voru allar felldar í gær í
atkvæðagreiðslu í deildinni.
Lögin hafa þegar verið sam-
þykkt í fulltrúadeild þingsins og
Barack Obama forseti hefur lagt
blessun sína yfir þau, þannig að
þau taka væntanlega gildi um leið
og hann hefur undirritað þau.
Gildistími fyrri laga rann út
um mánaðamótin og þar með
hætti Bandaríska þjóðarörygg-
isstofnunin, NSA, hinni stórtæku
upplýsingasöfnun, sem Edward
Snowden ljóstraði upp um fyrir
nærri tveimur árum.
Aðrar leyniþjónustustofnan-
ir Bandaríkjanna hafa heldur
ekki lengur heimild til að stunda
margvíslegt annað eftirlit með
athöfnum fólks, til dæmis með
viðskiptum sem grunur leikur á
að geti tengst hryðjuverkastarf-
semi.
Upphaflega var það talið vera
einfalt afgreiðsluatriði að fram-
lengja lagaheimildirnar, en
uppljóstranir Edwards Snow-
den settu strik í þann reikn-
ing og andstaðan við njósnirnar
hefur verið töluverð, bæði meðal
almennings og meðal banda-
rískra þingmanna.
Ef breytingartillögur McConn-
els hefðu verið samþykktar í gær
hefði frumvarpið aftur komið til
kasta fulltrúadeildarinnar, sem
að öllum líkindum hefði ekki
samþykkt útgáfu öldungadeildar-
innar óbreytta, og sent enn aðra
útgáfu aftur til öldungadeildar.
gudsteinn@frettabladid.is
Þingið sendi lögin
áfram til Obama
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær ný lög um eftirlitsheimildir leyni-
þjónustunnar. Breytingartillögur repúblikana voru allar felldar. Fyrri lagaheim-
ildir runnu út um mánaðamótin, en nú verða eftirlitinu settar strangari skorður.
MITCH MCCONNELL Leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings gengur
til þings í gær, áður en gengið var til atkvæða. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
➜ Edward Snowden ljóstraði
fyrir nærri tveimur árum upp
um víðtækar njósnir Banda-
ríkjanna um símnotkun fólks
víða um heim.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
E
-6
B
4
C
1
6
2
E
-6
A
1
0
1
6
2
E
-6
8
D
4
1
6
2
E
-6
7
9
8
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K