Fréttablaðið - 03.06.2015, Page 14
3. júní 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
N
iðurstöður úttektar IMD-viðskiptaháskólans á sam-
keppnishæfni þjóða sem Viðskiptaráð Íslands birti í
síðustu viku eru áhugaverðar í sjálfu sér, en einnig
vegna þess að með þeim má segja að fengin sé niður-
staða í spá sem framtíðarhópur Viðskiptaráðs og
Háskólans í Reykjavík setti fram og kynnti í febrúar 2006 um
hver staða Íslands gæti orðið árið 2015. Um þær mundir var Ísland
fjórða samkeppnishæfasta land heims, en er nú í 24. sæti á lista
IMD.
Niðurstaðan nú er fjarri því sem að var stefnt 2006 og alls ekki í
samræmi við væntingar um áframhaldandi uppgang fjármálastarf-
semi, eflingu menntakerfisins, aukna fjárfestingu og styrkingar
viðskiptasiðferðis. Markið var sett hátt, að gera Ísland að sam-
keppnishæfasta landi heimi.
En hér hefur náttúrlega
ýmislegt gengið á í millitíðinni,
svo sem fullkominn stormur
efnahagshamfara með falli fjár-
málakerfisins 2008.
Raunar var það líka á Við-
skiptaþingi 2006, þegar skýrsla
framtíðarhópsins var kynnt, að
Halldór Ásgrímsson, sem er nýlátinn, þá forsætisráðherra, spáði
því að Ísland yrði gengið í Evrópusambandið árið 2015. Í efnahags-
ritinu Vísbendingu er rifjað upp að í ræðu hans á þinginu hafi
komið fram framtíðarsýn, sem fátítt sé hjá stjórnmálamönnum.
Hann hafi bent á að forsendurnar fyrir árangri væru tvær, frelsi
og stöðugleiki. Segja má að hér hafi síðustu misseri náðst einhver
stöðugleiki, en á kostnað frelsisins með fjármagnshöftum. Nú er
spurningin hvort stöðugleikinn heldur þegar höftum sleppir.
„Stóra spurningin er hvort við verðum þá með sjálfstæða
íslenska krónu eða hvort við verðum orðnir fullgildir aðilar að
Evrópusambandinu,“ sagði Halldór í febrúar 2006 og bætti við: „Við
verðum að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar eru
vandamál og spurningar eru uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla
á frjálsum fjármálamarkaði.“ Í ræðu sinni fjallaði Halldór líka um
fleiri umbótamál; ótti við breytingar mætti ekki hamla framförum,
endurskoða þyrfti hömlur á fjárfestingu útlendinga í tilteknum
atvinnugreinum, svo sem sjávarútvegi, og að liðka þyrfti fyrir
sveigjanlegum starfslokum aldraðra.
„Skömmu síðar hætti Halldór stjórnmálaþátttöku, flest þau mál
sem hann nefndi eru enn óleyst og flokkur hans helsti þröskuldur í
vegi umbóta,“ segir í Vísbendingu.
En þótt sá árangur sem að var stefnt hafi ekki náðst þá dugar
ekki að gefast upp. Viðfangsefnin hverfa ekki. Hér viljum við
byggja á stöðugleika og frelsi. Á fundi Viðskiptaráðs í síðustu
viku var kynntur aðgerðalisti til að auka efnahagslegan stöðug-
leika, bæta regluverk, auka alþjóðavæðingu, lækka skatta og gera
opinberan rekstur skilvirkari.
Nákvæm útfærsla er hins vegar eftirlátin stjórnmálunum.
Nákvæmlega hvernig á að vinna hér að umbótum á vinnumarkaði,
bæta umgjörð peningamála og minnka stjórnmálalega óvissu, er
því ekki vitað. Kannski skýrist myndin þegar loks verður kynnt
frumvarp um afnám hafta. Maður getur jú alltaf vonað.
Hröpuðum niður listann í stað þess að leiða hann:
Árangurinn hefur
látið á sér standa
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir til að
liðka fyrir gerð kjarasamninga. Fyrir
margt almennt launafólk eru aðgerð-
irnar jákvæðar og hrósa ber verkalýðs-
hreyfingunni fyrir að knýja fram skárri
stjórnarstefnu.
Það er gott að sjá löngu tímabærar
skattalækkanir til meðaltekjuhópa. Við
höfum rekið á eftir því að gerðir fylgi
orðum í húsnæðismálum og nú er boðuð
uppbygging félagslegs húsnæðis, niður-
greiðsla húsnæðiskostnaðar lágtekju-
fólks og aukning húsaleigubóta, þótt
meira þurfi til.
En eins og alltaf hjá
þessari ríkisstjórn er ójafnt skipt
Sá helmingur þjóðarinnar sem er í neðri
hluta tekjustigans fær afar lítið í sinn
hlut af skattkerfisbreytingunum. Ein-
staklingur með 700.000 krónur fær rúm-
lega 11.000 króna hækkun á ráðstöfunar-
tekjum á mánuði samanborið við um
1.000 króna hækkun þess sem er með
300.000 krónur.
Ráðstöfunartekjur fólks á lágmarks-
bótum almannatrygginga hækka um
690 krónur á mánuði. Segi og skrifa 690
krónur.
Þá hefur ríkisstjórnin staðfest að aldr-
aðir, öryrkjar og atvinnulausir fái EKKI
hækkun í 300 þúsund krónur á mánuði,
eins og fólk á vinnumarkaði. Þrátt fyrir
að lágmarksbætur almannatrygginga
séu undir 200 þúsund krónum á mánuði
mun ríkisstjórnin ekki beita sér fyrir því
að þær hækki til samræmis við hækkun
lægstu launa.
Mikill fjöldi aldraðra og öryrkja
hefur ekki meira en rétt um 200 þúsund
krónur til framfærslu á mánuði, fyrir
skatt. Það er fullkomlega ófært, ef það er
orðið sammæli í landinu að 300 þúsund
krónur á mánuði sé lágmarksviðmið um
ásættan leg laun. Í kjölfar kjarasamninga
árið 2011 voru bætur látnar taka breyt-
ingum til samræmis við hækkun lægstu
launa. Það er fordæmi sem vert væri að
horfa til.
Það voru margar aðrar betri leiðir til-
tækar. Ein hefði verið að nýta áfram
kosti þriggja þrepa skattakerfis. Önnur
að koma á stighækkandi persónuafslætti
þannig að lágtekjufólk og lífeyrisþegar
hefðu fengið úrlausn og meðaltekjufólk
sanngjarna skattalækkun. Það hefði
verið mun betri kostur en sú niðurstaða
sem orðin er.
Við getum ekki búið í samfélagi þar
sem þeir betur stæðu njóta einir kjara-
bóta en aldraðir, öryrkjar og atvinnu-
lausir eru skildir eftir.
Enn er ójafnt skipt
KJARABÆTUR
Árni Páll
Árnason
formaður Sam-
fylkingarinnar
Aðalfundur SÁÁ
verður haldinn fimmtudaginn 11. júní
kl. 17:15 í Von, Efstaleiti 7
Dagskrá fundarins er:
• Skýrsla stjórnar
• Reikningar samtakanna lagðir fram
• Lagabreytingar
• Kosning í stjórn
• Önnur mál
Getum við gert betur?
Eldar Ástþórsson hefur tekið sæti
á þingi fyrir Bjarta framtíð. Eldar
er nýliði á Alþingi, en hefur marga
fjöruna sopið í ýmiss konar viðburða-
skipulagningu og nú síðast hjá CCP.
Glöggt er gests augað er oft sagt og
kannski ágætt að gefa honum orðið
um hvernig þingið kemur honum
fyrir sjónir, en undir liðnum
störf þingsins leyfði hann sér
að spyrja í gær: „Getum við
virkilega ekki gert betur? Ég
hef bara verið hérna í nokkra
daga og ég verð að segja
að ég skil ekki hvernig þið
getið unnið í þessu umhverfi.“
Þegar stórt er spurt er oft
lítið um svör. Ýmsir
urðu til að fagna
orðum Eldars,
klappa honum á bakið og hrósa
undir vegg fyrir ræðuna. Ekki varð
þó séð að orð hans breyttu neinu
hvað varðaði hegðun og orð annarra
þingmanna.
Lög í bundnu máli
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata,
kvartaði í gær yfir því að lagatexti
væri oft tyrfinn. Hann þyrfti að
vera á máli sem fólkið,
sem eftir lögunum
þarf að fara, skildi.
Einhverjar breytingar
þyrfti, hvað sem er,
jafnvel að hafa hann í
ferskeytluformi. Það er
góð hugmynd, enda vitað
mál að:
Ferskeytlan er
Frónbúans
fyrsta barnaglingur,
en verður seinna í höndum hans,
hvöss sem byssustingur.
Kvennaþingið
Loksins kom pönk á Alþingi í gær
þegar þingflokksformaður Sjálfstæð-
isflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdótt-
ir, lagði til að á árunum 2017 til 2019
sætu aðeins konur á þingi. Öllum
róttækum tillögum ber að fagna
og eins og Ragnheiður benti á
mundi þarna gefast færi á að
kanna hvort sannleikskorn
leynist í því að „vinnubrögð
kvenna séu með öðrum hætti
en vinnubrögð karla“, eins og
Ragnheiður orðaði það. Nú er
að sjá hvort karlarnir á þingi
séu hrifnir af hugmyndinni.
kolbeinn@frettabladid.is
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
F
-0
9
4
C
1
6
2
F
-0
8
1
0
1
6
2
F
-0
6
D
4
1
6
2
F
-0
5
9
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K