Fréttablaðið - 03.06.2015, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 3. júní 2015 | SKOÐUN | 15
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Egilsstaðir Miðvikudagur 3. júní kl. 17:30 Skrifstofa VR, Kaupvangi 3b
Reykjavík Fimmtudagur 4. júní kl. 19:30 Hótel Reykjavík Natura
Neskaupstaður Fimmtudagur 4. júní kl. 19:30 Hildibrand Hotel, Hafnarbraut 2
Vestmannaeyjar Föstudagur 5. júní kl. 12:00 Alþýðuhúsið
Reyðarfjörður Mánudagur 8. júní kl. 20:00 Fróðleiksmolinn, Búðareyri 1
Egilsstaðir Þriðjudagur 9. júní kl. 19:30 Skrifstofa VR, Kaupvangi 3b
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta
og kynna sér nýja kjarasamninga.
VR boðar til félagsfunda til að kynna
nýja kjarasamninga félagsins
Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi .
Sendu greinina þína á greinar@visir.is
og við komum henni á framfæri hið snarasta.
Öryrkjabandalag Íslands
er regnhlífarsamtök 37
aðildarfélaga sem eru
samtök fatlaðs fólks,
sjúklinga og aðstandenda
þeirra. Félagar í mörgum
aðildarfélögum ÖBÍ eru
verulega uggandi yfir
stöðu samningaviðræðna
ríkisins við heilbrigðis-
starfsfólk. Til ÖBÍ leita
fjölmargir sjúklingar og
aðstandendur þeirra sem
þurfa á heilbrigðisþjónustu að
halda en fá hana ekki eða þurfa
að bíða óþarflega lengi eftir henni
um þessar mundir.
Dýrkeypt mistök geta átt sér stað
Við höfum heyrt af sjúklingum
sem hafa legið inni á Landspít-
alanum þar sem andrúmsloftið
er þrungið. Bið eftir að komast í
rannsóknir er löng og þeir sem
loks komast í rannsóknir bíða
lengi eftir niðurstöðunum. Þessar
aðstæður geta haft lamandi áhrif
bæði á sjúklinga og aðstandend-
ur. Margir hverjir kvíða niður-
stöðum og aðrir geta sig hvergi
hreyft fyrr en niðurstöður liggja
fyrir. Fólk bíður upp á von og óvon
eftir því hver sjúkdómsgreining-
in verður eða hvers lags með-
ferð bíður þess. Einu svörin sem
berast eru á þá leið að þetta tefj-
ist allt vegna verkfalla. Óánægju
gætir hjá sjúklingum og aðstand-
endum. Fólk verður óþreyjufullt
og aðgangsharðara við að krefjast
rannsókna og svara sem skapar
svo enn frekari spennu í ferlinu
sem fram undan er. Starfsfólk
reynir svo sannarlega að gera
sitt besta, en álagið er gríðarlegt
og þá er hætta á að eitthvað gefi
sig og dýrkeypt mistök geti átt sér
stað.
Semjið tafarlaust í þágu sjúklinga
Sjúkrahúsið á að vera griðastað-
ur meðferðar, endurhæfingar og
líknar þar sem hagur sjúklinga og
bati þeirra á að vera hafður í fyrir-
rúmi. Sjúklingar eru ekki varðir
fyrir veraldlegum áhyggjum á
sjúkrahúsinu við þessar aðstæð-
ur heldur vakna þeir við óm af
verkfalls- og kjarabótaumræðum
starfsfólks á göngum sjúkrahúss-
ins. Kurr heyrist í hverju horni.
Eru þessar aðstæður ekki fýsileg-
ar þeim sem eru að reyna ná bata
og sumir hverjir að berjast fyrir
lífi sínu. Í því andrúmslofti sem
nú ríkir á Landspítalanum er ekki
hægt að segja að umhverfið sé
heilandi. Þessum aðstæðum verð-
ur að linna nú þegar, því annars er
hætta á að illa fari. Ég krefst þess
að ráðherra og ríkisstjórnin setjist
tafarlaust að samningaborði með
heilbrigðisstarfsfólki í því augna-
miði að leysa vandann sem fyrst
og semja í þágu sjúklinga.
Lamandi áhrif biðar
eftir rannsóknum
og niðurstöðum
KJARAMÁL
Ellen Calmon
formaður ÖBÍ
➜ Fólk bíður upp á
von og óvon eftir því
hver sjúkdómsgrein-
ingin verður eða hvers
lags meðferð bíður
þeirra. Einu svörin
sem berast eru á þá
leið að þetta tefjist allt
vegna verkfalla.
Eins og fram kemur á
síðunni grænn.is sem
Umhverfisstofnun heldur
úti eru kemísk efni alls
staðar í okkar daglega
lífi. Þar sem sum þeirra
eru varasöm eiga upplýs-
ingar um innihaldsefni,
hættu og varúðarleið-
beiningar að koma fram
á umbúðum efna og efna-
blandna. Hins vegar er
ekki gerð krafa um inni-
haldslýsingu á umbúðum
hluta.
Samkvæmt efnalögum nr.
61/2013 geta viðskiptavinir farið
fram á upplýsingar um hvort
hluturinn sem verið er að skoða
til kaups innihaldi efni sem eru
sérstaklega varhugaverð fyrir
umhverfi og heilsu. Þ.e. efni sem
eru á lista (REACH) yfir sérlega
hættuleg efni; hormónaraskandi
efni, þalöt, eldtefjandi brómefni
og lífræn flúorsambönd. Þetta
á við um hluti eins og húsgögn,
raftæki, fatnað, leikföng og
íþróttavörur. Neytendur geta því
óskað eftir þessum upplýsingum
hjá söluaðila og ef hann þarf að
sækja þær til framleiðanda eða
birgja, hefur hann 45 daga til að
koma þessum upplýsingum til
neytandans honum að kostnaðar-
lausu.
Danir hafa lagt mikla áherslu
á að kynna þennan rétt og gera
neytendum auðveldara fyrir að
sækja upplýsingarnar. Þannig
hafa dönsk stjórnvöld gert þjón-
ustusamning við neytendasam-
tökin þar í landi um að gæta
hagsmuna neytenda
þegar kemur að efnum í
umhverfinu, í samstarfi
við dönsku umhverfis-
stofnunina. Þau hafa m.a.
þróað áhugavert smá-
forrit fyrir snjallsíma,
Tjekkemien, þar sem
neytendur geta einfald-
lega skannað strika-
merkið og sent sjálfvirka
fyrirspurn til seljand-
ans um varasömu efnin í
vörunni.
Fáir nýta sér rétt sinn
Fáir virðast vita af eða nýta sér
rétt sinn til upplýsinga um hvort
hluturinn innihaldi varasamt
efni í þeim styrk sem tilgreindur
er skv. lögum. Neytendasamtök-
in vilja gjarnan heyra frá neyt-
endum sem hafa óskað eftir slík-
um upplýsingum hér á landi og
reynslu þeirra af því. Almennt
eru neytendur lítið meðvitaðir
um áhrifin sem efni í vörum geta
haft bæði á heilsu og umhverfið
og miðað við stefnu og áherslur
hafa íslensk stjórnvöld sýnt þess-
um málaflokki lítinn skilning. Þó
er fagnaðarefni þegar Norður-
landaráð birtir yfirlýsingu um
rétt neytenda á daglegu lífi án
eiturefna sbr. grein í Frétta-
blaðinu þann 22. maí sl. þar sem
Elín Hirst skrifar undir fyrir
Íslands hönd.
Önnur norræn ríki hafa lengi
verið í fararbroddi í rannsókn-
um á áhrifum efna og efnavara
og þróun laga og reglugerða
þar að lútandi. Í kjölfar áður-
nefndrar yfirlýsingar er von-
andi að íslensk stjórnvöld sýni
það á borði en ekki bara í orði að
þau ætli að gera þessum mála-
flokki hærra undir höfði. Stjórn-
völd gætu innleitt Tjekkemien
og jafnvel Hormonsjekk sem er
norskt smáforrit fyrir snjallsíma
og gefur upplýsingar eða kallar
eftir upplýsingum um hormóna-
truflandi efni m.a. í snyrtivörum.
Einnig gætu stjórnvöld stuðlað
að sameiginlegum norrænum
gagnagrunni fyrir áðurnefnd
smáforrit. En hvað sem verður
þá gætu íslensk stjórnvöld staðið
fyrir miklu betri upplýsingagjöf
til almennings á mörgum sviðum
sem koma bættri lýðheilsu við.
Það er mikilvægt fyrir neytend-
ur að fá skýrar og skiljanlegar
upplýsingar um innihald í vörum
og áhættuna sem stafar af vara-
sömum efnum í daglegu lífi.
Er hættulegt efni
í þessum sófa?
NEYTENDUR
Þuríður
Hjartardóttir
framkvæmdastjóri
Neytendasam-
takanna
➜ Danir hafa lagt mikla
áherslu á að kynna þennan
rétt og gera neytendum
auðveldara fyrir að sækja
upplýsingarnar. Þannig hafa
dönsk stjórnvöld gert þjón-
ustusamning við neytenda-
samtökin þar í landi um að
gæta hagsmuna neytenda
þegar kemur að efnum í
umhverfi nu, í samstarfi við
dönsku umhverfi sstofnunina.
Í Fréttablaðinu í gær er
„frétt“ um afstöðu og til-
finningar einstaklings
til Vinnumálastofnunar.
Þar fullyrðir viðmælandi
blaðamannsins að stofn-
unin hlunnfari hann um
svokallað frítekjumark í
atvinnuleysistrygginga-
kerfinu sem leiði til þess
að hann hafi minna handa
á milli eftir að hann fór
í starf samhliða bótum.
Eðlilega er hann bæði sár
og reiður með þessa niðurstöðu
og beinir henni gegn Vinnumála-
stofnun sem sér um útreikninga og
greiðslu atvinnuleysisbóta.
Í lok „fréttarinnar“ er svo vitn-
að í Unni Sverrisdóttur, sviðsstjóra
stofnunarinnar, þar sem hún segir
að þessi niðurstaða eigi sér eðlileg-
ar skýringar en hún geti ÞÓ ekki
útskýrt málið fyrir blaðamann-
inum þar sem upplýsingarnar séu
persónulegar.
Nú kemur það sem hefði getað
verið stórfrétt sem er ef sviðs-
stjórinn hefði útskýrt og upplýst
blaðamanninn um allt sem teng-
ist umsókn einstaklingsins um
atvinnuleysisbætur, útreikninga
og greiðslur.
Fréttin hefði verið sú, að opinber
starfsmaður hefði brotið öll þau lög
sem honum ber að virða og fylgja
í starfi sínu, má þar af handahófi
nefna lög um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins, lög
um persónuvernd, stjórn-
sýslulög auk fjölda annarra
laga og reglna.
Eðlilega þykir starfsfólki Vinnu-
málastofnunar það miður þegar
einstaklingar sem leita þjónustu
hennar eru jafn ósáttir og raun ber
vitni í þessu tilviki en eins og sviðs-
stjórinn tjáði blaðamanninum þá er
umrædd greiðsla rétt samkvæmt
lögum um atvinnuleysistrygging-
ar. Hún fór þess jafnframt á leit við
blaðamanninn í samtali þeirra, að
hann kæmi því á framfæri við við-
mælanda sinn að minnsta mál væri
að gera honum grein fyrir útreikn-
ingnum og útskýra fyrir honum
hvers vegna greiðslan væri svo lág
þessi mánaðamót. Hann gæti síðan
ráðið því hvort hann færi með þá
útskýringu til blaðamannsins.
Eitt var alveg ljóst að starfsmað-
urinn hafði engar heimildir til að
gera blaðamanninum grein fyrir
útreikningnum og einkafjármálum
viðmælanda hans.
Frétt sem var engin
frétt en hefði getað
orðið stórfrétt
STJÓRNSÝSLA
Gissur Pétursson
forstjóri Vinnu-
málastofnunnar
➜ Eðlilega er hann
bæði sár og reiður
með þessa niðurstöðu
og beinir henni gegn
Vinnumálastofnun
sem sér um útreikn-
inga og greiðslu
atvinnuleysisbóta.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
2
F
-9
8
7
C
1
6
2
F
-9
7
4
0
1
6
2
F
-9
6
0
4
1
6
2
F
-9
4
C
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
8
s
_
2
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K