Fréttablaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 16
3. júní 2015 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
VALGARÐUR AGNAR JÓNSSON
vélvirkjameistari,
Öldustíg 17, Sauðárkróki,
lést á LSH í Fossvogi laugardaginn 30. maí.
Jarðarför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 5. júní, kl. 14.00. Þökkum auðsýnda samúð.
Erna Maríanna Flóventsdóttir
Sigmundur Haukur Jakobsson Þórhildur Karlsdóttir
Jón Gunnar Valgarðsson Helga J. Baldursdóttir
Ómar Valgarðsson Birna F. Jónasdóttir
Sigurlaug Hrönn Valgarðsdóttir Margeir Friðriksson
Birgir Valgarðsson Halldóra Halldórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
BJÖRN J. GUÐMUNDSSON
Hólabraut, Reykjadal,
(Lindasíðu 4, Akureyri)
lést á Akureyri á hvítasunnudag, 24. maí.
Útförin fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn
8. júní kl. 13.30.
Guðmundur Eggert Björnsson Birgitta Granqvist
Ragnheiður Björnsdóttir Jóhann Karlsson
Ásta Björnsdóttir Sigurjón Valdimarsson
Arna Jakobína Björnsdóttir Skúli Rúnar Árnason
Guðm. Kolbeinn Björnsson Guðlaug Jónína Ágústsdóttir
Birna Björnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍSABET KRISTINSDÓTTIR
Seiðakvísl 3,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 4. júní nk. kl. 13.00.
Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir Reynir Vignir
Sveinn Guðmundsson
Birna Guðmundsdóttir Kolbeinn Finnsson
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, afi og langafi,
MAGNÚS PÁLSSON
verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtu-
daginn 4. júní kl. 15.00. Blóm og kransar
eru vinsamlegast afþökkuð en þeim
sem vilja minnast hins látna er bent á
Krabbameinsfélagið, nr. 0301-26-000706,
kt. 7001692789.
Sylvia Briem
Helgi Briem Magnússon Þóra Emilsdóttir
Páll Briem Magnússon Anna G. Gunnarsdóttir
Iðunn Magnúsdóttir Valgarður Guðjónsson
Sæunn Magnúsdóttir Friðjón Hólmbertsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórs-
son á 45 ára afmæli í dag. „Manni
finnst maður samt alltaf vera 15 ára,“
segir hann glaður í bragði. Nítján ár
eru liðin frá því að fyrsta skáldsaga
Stefáns Mána, Dyrnar á Svörtufjöll-
um, kom út. Stefán hefur sent frá sér
margar vinsælar skáldsögur og verið
einstaklega afkastamikill undanfarin
ár. Alls hafa sex skáldsögur eftir hann
komið út síðustu fjögur árin. „Mér
finnst það nú ekki merkilegt í sjálfu
sér, að skrifa bók á nokkrum mánuð-
um. Ef menn ætla að kalla sig rithöf-
unda á annað borð þurfa þeir að skila
einhverju af sér.“
Stefán Máni segist temja sér öguð
vinnubrögð þegar kemur að rithöfund-
arstarfinu. „Já, ég sest niður á morgn-
ana og byrja að skrifa. Ég er iðinn og
duglegur. Svo er þetta líka spurning
um salt í grautinn. Ef maður ætlar að
lifa á þessu verður maður að skrifa. Ég
veit ekki hvort ég væri svona duglegur
ef ég væri ríkur og saddur,“ útskýrir
hann. Stefán segir að maður verði seint
ríkur af því að vera rithöfundur. „Það
er algjört rugl að lifa á þessu. Ég mæli
ekki með þessu fyrir nokkurn mann.“
Margir eftirminnilegir karakterar
hafa orðið til á blaðsíðunum í bókum
Stefáns Mána. Einn af þeim eftir-
minnilegri er líklega hinn harðsvír-
aði Óðinn Elsuson. „Já, hann er svolít-
ið „legend“,“ útskýrir Stefán Máni og
heldur áfram: „Hann birtist fyrst sem
aukakarakter í Skipinu. En ég skynjaði
hann allan einhvern veginn. Þegar svo-
leiðis gerist langar mann að gefa þann-
ig karakterum meira vægi.“ Óðinn
varð svo aðalpersónan í Ódáðahrauni.
„Hann steig fram alveg heilsteyptur.
Stundum gerist þetta, að karakterar
verði bara til allt í einu og birtist bara
hjá mér með sína fortíð. Þetta er svo-
lítið skrítið. Hann byrjar bara að tala
hjá mér og getur romsað endalaust.“
Stefán Máni hefur gert undirheim-
um Reykjavíkur nokkuð góð skil í
skáldsögum sínum en segist ekki hafa
nein tengsl við þann heim: „Maður dró
sig hratt út úr þessum heimi eftir að
hafa skrifað Svartur á leik. En þessi
heimur heillar alltaf. Það eru þó tak-
mörk fyrir því hvað maður nennir að
elta ólar og þetta er oft vandmeðfarið
efni.“ Raunar er það þannig að síðasta
bók sem Stefán sendi frá sér var ung-
lingabókin Nóttin langa. „Það er öðru-
vísi að skrifa fyrir unglinga. Í raun
er það tvennt sem er helst ólíkt því
að skrifa skáldsögur fyrir fullorðna. Í
fyrsta lagi þarf að tóna niður grafísk-
ar lýsingar og vera aðeins meira „PC“.
Hitt er að vera ekki hallærislegur. Að
unglingarnir kaupi það sem maður
skrifar. Ég er með hóp af unglingum
sem les yfir fyrir mig og segir mér ef
eitthvað má betur fara.“
Stefán Máni byrjaði að halda upp
á afmælið sitt á sunnudagskvöld og
enda veisluhöldin í kvöld. „Ég byrjaði
að halda lambalærisveislu á sunnudag
og í kvöld fer ég út að borða á Kola-
brautinni með góðum hópi. Ég á vin
sem á afmæli sama dag og ég. Við
höldum gjarnan upp á afmælið okkar
saman.“
Þegar Stefán Máni er spurður út í
næstu verkefni grípur hann í póker-
líkingar: „Ég ætla að halda spilunum
þétt að mér. Ég sýni ekki svipbrigði. Ég
gæti farið „all in“, eins og þeir segja.
Það eina sem ég vil gefa út er að ég
er ekki dauður úr öllum æðum,“ segir
Stefán á afmælisdaginn.
kjartanatli@frettabladid.is
Er búinn að halda upp á
afmælið frá sunnudegi
Rithöfundurinn Stefán Máni er 45 ára í dag. Hann fer yfi r starfshætti sína sem rit-
höfundur og minnist áhugaverðra karaktera sem hann hefur skapað í tilefni dagsins.
AFKASTAMIKILL Stefán Máni hefur sent frá sér sex skáldsögur á síðustu fjórum árum.
Bækur Stefáns Mána
(1996) Dyrnar á Svörtufjöllum
(1999) Myrkravél
(2001) Hótel Kalifornía
(2002) Ísrael: saga af manni
(2004) Svartur á leik
(2005) Túristi
(2006) Skipið
(2008) Ódáðahraun
(2009) Hyldýpi
(2011) Feigð
(2012) Húsið
(2013) Úlfshjarta
(2013) Grimmd
(2014) Litlu dauðarnir
(2015) Nóttin langa
MERKISATBURÐIR
1844 Síðustu tveir geirfuglarnir sem vitað er um eru veiddir í
Eldey.
1885 Síðasta orustan sem háð var á kanadískri jörð til dagsins í
dag fer fram. Leiðtogi cree-indíána, Stóri-Björn, sleppur undan
kanadískum yfirvöldum.
1866 Pétur Pétursson er vígður biskup.
1932 Ríkisstjórn undir forsæti Ásgeirs Ásgeirssonar tekur við
völdum.
1937 Flugfélag Akureyrar er stofnað.
1940 Þýski flugherinn hefur loftárás á París í síðari heimsstyrj-
öldinni.
1946 Fimm farast og fimmtíu manns missa heimili sín í miklum
eldsvoða á Ísafirði.
1951 Fyrsta óperan er uppfærð í Þjóðleikhúsinu, Rigoletto eftir
Verdi.
1954 Ein fyrsta ísbúð á landinu er opnuð, Dairy Queen við
Hjarðarhaga í Reykjavík.
1974 Menntaskólinn á Ísafirði útskrifar fyrstu stúdentana.
1989 Kínversk stjórnvöld senda hersveitir inn á Torg hins
himneska friðar til að freista þess að stöðva stúdentamótmæli.
2006 Svartfjallaland segir sig úr ríkjasambandi við Serbíu og
hlýtur sjálfstæði.
Fílharmóníuhljómsveit Hamborgar, undir stjórn Jóns
Leifs, hélt tónleika í Iðnó þennan dag fyrir 85 árum.
Tónleikarnir voru síðasti viðburður í tónleikaferð hljóm-
sveitarinnar um Norðurlöndin og mörkuðu tímamót í
menningarlífi Reykjavíkur. Í dómi um tónleikana segir
að þetta hafi verið „mesti viðburðadagurinn í listasögu
þessa lands“. Fílharmóníuhljómsveit Hamborgar var ein
frægasta hljómsveit í Evrópu, skipuð 40 manns og hélt
alls átta tónleika í Iðnó og fimm í Dómkirkjunni. Þetta
var jafnframt í fyrsta sinn sem fullskipuð sinfóníu-
hljómsveit lék hér á landi.
Á dagskránni voru meðal annars verk eftir Jón Leifs,
Minodrama og sorgargöngulag úr Galdra-Lofti og for-
leikurinn Minni Íslands. Jón Leifs sigldi til Þýskalands
17 ára og lagði stund á tónlistarnám. Hann kvæntist
konu af gyðingaættum og bjó í Þýskalandi allt til ársins
1944.
ÞETTA GERÐIST 3. JÚNÍ 1926
Tónleikar fyrir næstum níu áratugum
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
F
-C
E
C
C
1
6
2
F
-C
D
9
0
1
6
2
F
-C
C
5
4
1
6
2
F
-C
B
1
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K