Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2015, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 03.06.2015, Qupperneq 24
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Uppruna coasteering, sem á ís-lensku mætti kalla strandapríl, er að finna í Wales á Englandi. Fyrir tuttugu árum fóru klifurgarpar þar í landi að þræða sjávarhamra meðfram ströndinni. Upphaflegt markmið þeirra var að detta ekki, en í dag er það hluti af gamninu. Strandapríl er stundað víða um heiminn, meðal annars á Costa Blanca á Spáni þar sem blaðamaður fékk tækifæri til að prófa þessa ævintýralegu íþrótt. Þá var farin leið milli tveggja stranda, Cala de los Testos og Cala del Moraig. Í coasteering eru þátttakendur klæddir í blautbúning, björgunarvesti, hjálm og góða íþróttaskó, enda þarf stundum að ganga og klifra nokkra leið áður en komið er á ströndina þar sem prílið hefst. Upplifunin snýst um að þræða klett- ótta ströndina. Þannig þurfa þátt- takendur ýmist að klifra upp á kletta, hoppa ofan af þeim í sjóinn úr allt að tíu til tólf metra hæð, og þess á milli hanga í bröttum klettaveggjum eða synda meðfram þeim. Fyrir utan áreynsluna við klifrið, adr- enalínflæðið við hoppin og gleðina við að svamla í heitum sjónum er eitt helsta aðdráttarafl þessarar íþróttar nálægðin við fagra náttúruna. Oftast eru coast- eering-svæðin ekki aðgengileg öðrum ferðamönnum og því fær fólk einstakt tækifæri að njóta útsýnis og einveru. Þó coasteering hljómi eins og eitt- hvað fyrir útvalda er það alls ekki svo. Allir sem hafa miðlungsþol ættu að geta prófað en þó aðeins í fylgd með reynd- um leiðsögumönnum. Það þarf heldur enga sérstaka sundhæfileika þó að stórum hluta ferðarinnar sé varið ofan í sjó enda sjá blautgallinn og björgunar- vestið um að halda fólki á floti. Þeir sem hugnast ekki að stökkva úr mikilli hæð geta yfirleitt fengið að fara aðrar leiðir eða stokkið úr minni hæð. Upplifunin fær þó enn meira gildi ef fólk tekur af skarið, enda er það skemmtileg saga að segja sínum nánustu að hafa sigrast á lofthræðslunni og látið vaða. ■ solveig@365.is Nánari upplýsingar um coasteering á Costa Blanca má finna hér: www.grieta-aventura.com/ www.tururac.com/senderismo STRANDAPRÍL OG KLETTAHOPP ÆVINTÝRALEG FRÍSTUND Coasteering er afar skemmtileg íþrótt fyrir þá sem elska útiveru, áreynslu og smá adrenalínkikk. Íþróttin er ekki stunduð á Ís- landi svo vitað sé til en hægt er að prófa hana víða erlendis. STRANDAPRÍL Farið er meðfram klettaveggjum með tærnar í sjónum. REYNIR Á Það er ekki alltaf auðvelt að komast meðfram ströndinni en það er allt í lagi því sjórinn veitir mjúka lendingu ef maður missir gripið. KLIFUR Stundum þarf að leggja nokkuð á sig til að komast á áfangastað. ADRENALÍN Hoppað er af misháum klettum en þeir hæstu geta verið um 12 metra háir. Mikið úrval garðtaktora og ásetusláttuvéla Garðtraktorar ÞÓR HF Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 -18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is blaðið hvar sem er og hvenær sem er. Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum: 40.000 fréttaþyrstir notendur Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar sem er og hvenær sem er. Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum: 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 E -D 7 E C 1 6 2 E -D 6 B 0 1 6 2 E -D 5 7 4 1 6 2 E -D 4 3 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.