Fréttablaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 28
| 8 3. júní 2015 | miðvikudagur
Bryndís Hlöðversdóttir hóf störf
sem ríkissáttasemjari á mánudag-
inn. Hún segir aðdragandann að
því að taka við nýja starfi nu hafa
verið mjög stuttan. Á sama tíma
lætur hún af störfum sem starfs-
mannastjóri Landspítalans.
„Ég var ráðin í starf til fi mm ára
og er bara búin að vera hérna í tvö
ár, þannig að ég var í sjálfu sér
ekki sérstaklega á förum héðan,“
segir Bryndís í samtali við Mark-
aðinn. Hún segist hafa fengið
hvatningu fyrir nokkrum vikum
úr nokkrum áttum til þess að gefa
kost á sér í þetta embætti. „Ég fór
þá að velta þessu svolítið fyrir mér
og það leiddi til þess að ég ákvað að
láta reyna á það með því að sækja
um,“ segir hún.
Bryndís hefur umtalsverða
starfsreynslu að baki. Eftir lög-
fræðipróf við Háskóla Íslands fór
hún að starfa í dómsmálaráðu-
neytinu. Hún var þar í skamman
tíma en fór síðan að vinna hjá ASÍ.
„Þar kynntist ég umhverfi vinnu-
markaðarins sem var áhugaverð-
ur tími og maður fékk þar innsýn
inn í þessi mál,“ segir hún. Frá ASÍ
lá leiðin á Alþingi en Bryndís var
þingmaður í 10 ár.
„Ég fer síðan inn í háskólageir-
ann og var deildarforseti lagadeild-
arinnar á Bifröst og seinna aðstoð-
arrektor og svo rektor,“ segir hún.
Á þeim tíma hafi hún kynnst því
á vissan hátt að vera atvinnurek-
andi. „Það var góð reynsla og mik-
ilvæg,“ segir hún. Þaðan fór hún
til starfa á spítalanum. „Ég held að
ég hafi komið víða að málum sem
tengjast vinnumarkaðnum, bæði
opinbera markaðnum og almenna
markaðnum,“ segir hún.
Bryndís segist ekki geta sagt
hvert þessara fyrrgreindu starfa
hafi verið skemmtilegast. „Mér
finnst alltaf svo skemmtilegt í
vinnunni. Það er allavega mjög
sjaldan sem mér hefur leiðst þau
störf sem ég hef verið að fást við
og ef mér hefur farið að leiðast
þá hef ég haft mikla þörf fyrir að
hreyfa mig,“ segir hún. Þetta hafi
allt verið skemmtileg störf og það
sé gaman að takast á við krefjandi
verkefni. „Þessi störf hafa öll verið
það. Þannig að ég á voðalega erf-
itt með að gera upp á milli,“ segir
hún.
Bryndís er í sambúð með Stefáni
Kalmanssyni og á átján ára gamla
tvíbura af fyrra sambandi. Hún
á ýmis áhugamál sem hún sinnir
utan vinnutímans. „Ég er nýbyrj-
uð að spila golf, byrjaði á því fyrir
tveimur árum og fi nnst það mjög
gaman,“ segir hún. Hún spilar golf-
ið með vinafólki og segir að það
taki sífellt meiri tíma af frístund-
um. „Mér fi nnst líka mjög gaman
að fara á fjöll. Finnst gaman að
fara í gönguferðir á sumrin hér
heima og helst á hálendinu,“ segir
hún. Þá séu stundirnar með fjöl-
skyldunni mjög kærkomnar.
jonhakon@frettabladid.is
Mér finnst líka
mjög gaman
að fara á fjöll. Finnst
gaman að fara í
gönguferðir á sumrin
hér heima og helst á
hálendinu.
Nýr sáttasemjari er nýbyrjaður í golfi
Nýr ríkissáttasemjari hefur komið víða við á starfsferlinum. Meðal annars hefur hún starfað í dómsmálaráðu-
neytinu og var þingmaður í tíu ár. Hún spilar golf og gengur á fjöll í frítíma, helst á íslenska hálendinu.
REYNSLUBOLTI Bryndís byrjaði starfsferilinn í dómsmálaráðuneytinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
RÉTTSÝN OG
SAMVISKUSÖM
Við Bryndís
unnum fyrst
saman í stjórn-
málum. Síðar
vann ég enn
nánar með
henni þegar ég
varð rektor Háskólans á Bifröst
og hún var vararektor og minn
nánasti samstarfsmaður. Hún er
klár, kemur fljótt að aðalatriðum,
er alvörugefin, réttsýn og sam-
viskusöm. Bryndís er hávaxin og
það kom sér vel þegar hún varð
rektor Háskólans á Bifröst. Þá gat
hún notað rektorsskikkjuna mína
óbreytta og hún lék, af stakri
prýði, hlutverk mitt sem erkiengill-
inn Gabríel í Jólahelgileiknum í
Borgarnesi. Mér þykir vænt um
Bryndísi. Hún er með betri mann-
eskjum sem ég hef starfað með.
Hún á eftir að vera góður ríkis-
sáttasemjari.
Ágúst Einarsson, prófessor og
fyrrverandi rektor á Bifröst
Fyrir ríkissátta-
semjara held
ég að fátt sé
mikilvægara
en gott eyra og
skarpur hugur.
Bryndís hefur
hvort tveggja til að bera auk þess
sem hún hefur afar næmt auga
fyrir ólíkum aðstæðum fólks. Hún
var mjög fljót að skynja flókna og
fjölbreytilega menninguna á Land-
spítala. Henni tókst að nema þá
þætti sem skipta alla máli og leiddi
verkefnið „Góður vinnustaður“ af
miklum skörungsskap. Ég þykist
vita að einhverjir gallar leynist hjá
Bryndísi eins og hjá okkur öllum,
en þeir eru þá svo minni háttar að
ég hef ekki komið auga á þá.
Páll Matthíasson,
forstjóri Landspítalans
Síðastliðin þrjú ár hefur fjöldi
starfsmanna og starfsmanna-
velta verið nokkuð stöðug, segir í
ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins.
Þar segir að árið 2014 hafi fjöldi
greiddra stöðugilda verið 117,5 og
starfsmannavelta verið tæp 8 pró-
sent. Þetta þýðir að starfsmönnum
hefur fjölgað umtalsvert frá því í
aðdraganda bankahrunsins, en þeir
voru 44 í árslok 2006 og 62 í árs-
lok 2008.
„Það er velta en hún er mjög heil-
brigð,“ segir Unnur Gunnarsdótt-
ir, forstjóri Fjármálaeftir litsins, í
samtali við Markaðinn eftir árs-
fund Fjármálaeftirlitsins sem fór
fram á fi mmtudaginn. Hún segir að
það skipti miklu máli að tekist hafi
að ná veltunni niður.
Aðstæður Fjármálaeftirlitsins
á árunum fyrir bankahrun voru
mikið gagnrýndar í skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis. Í skýrsl-
unni segir að starfsmannavelta
hjá Fjármálaeftirlitinu hafi verið
breytileg á tímabilinu 2000-2008.
Samkvæmt skýrslunni var starfs-
mannavelta hjá stofnuninni að
meðaltali 11% frá árinu 2000 til
miðs árs 2008. Þá segir í skýrsl-
unni að Fjármálaeftirlitið hafi
búið við mikla samkeppni við fjár-
málamarkaðinn og fyrirtæki tengd
honum sem hafi leitt til þess að tölu-
verður fjöldi starfsmanna hafi látið
af störfum. Í þeim hópi hafi verið
reyndustu sérfræðingar stofnun-
arinnar.
Í samtali við Markaðinn segist
Unnur Gunnarsdóttir skynja það nú
að þegar hún talar við stjórnir hjá
eftirlitsskyldum aðilum hafi þeir
skilning á því að Fjármálaeftirlitið
þurfi að vera með sterkt og gott
starfsfólk.
Í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins
segir að ný vinnustaðagreining sýni
að starfsandi hjá Fjármálaeftirlitinu
sé góður, eða 4,22 stig af 5 mögu-
legum, en jafnframt hafi ánægja og
stolt starfsmanna aukist til muna.
Unnur segir að Fjármálaeftir litið
skapi tækifæri fyrir fólk sem vilji
starfa í þekkingar umhverfi . „Það
er mikil þjálfunarþörf og þetta eru
sérhæfð störf. Þó að þetta kosti ein-
hverja peninga, þá er það eitthvað
sem við verðum að gera,“ sagði
Unnur. jonhakon@frettabladid.is
Starfsmenn FME ánægðari en áður
Stöðugildi hjá Fjármálaeftirlitinu voru 117,5 á síðasta ári. Í árslok 2008 var heildarfjöldi
starfsmanna 62. Dregið hefur úr starfsmannaveltu. Forstjórinn segir veltuna heilbrigða.
Á ÁRSFUNDI Unnur Gunnarsdóttir ræddi starfsmannamál FME á fundi stofnunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Fasteignamat á fjölbýlishúsum
hækkar um tæp 11 prósent á
höfuðborgarsvæðinu á næsta ári
og 5,2 prósent utan höfuðborgar-
svæðisins. Fasteignamat á sérbýli
hækkar um 5,9 prósent á höfuð-
borgarsvæðinu og um 4,1 prósent
utan þess.
Alls hækkar fasteignamatið á
93,4 prósentum eigna en lækkar á
6,6 prósentum eigna frá fyrra ári.
Fasteignamatið byggir á upplýs-
ingum úr þinglýstum kaupsamn-
ingum auk fjölmargra annarra
þátta sem hafa áhrif á verðmæti
fasteigna. Nýja fasteignamatið
miðast við verðlag fasteigna í
febrúar 2015. Það tekur gildi 31.
desember næstkomandi og gildir
fyrir árið 2016. Frestur til að gera
athugasemdir við nýtt fasteigna-
mat er til 1. september 2015.
Mat íbúðareigna (127.502) á öllu
landinu hækkar samtals um 7,5
prósent frá árinu 2015 og verður
samanlagt fasteignamat þeirra
3.844 milljarðar króna í fasteigna-
matinu 2016. Eins og undanfarin
fjögur ár hækkar matsverð íbúða
í fjölbýli meira á landinu öllu en
mat íbúða í sérbýli.
Fasteignamat atvinnuhúsnæð-
is í landinu hækkar um 2,3%.
Á höfuð borgarsvæðinu hækk-
ar matið um 2,4% en um 2,2% á
landsbyggðinni. - jhh
Mat hækkar á 93,4% eigna:
Hækkun
um 11%
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
2
F
-C
E
C
C
1
6
2
F
-C
D
9
0
1
6
2
F
-C
C
5
4
1
6
2
F
-C
B
1
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K