Fréttablaðið - 03.06.2015, Síða 30

Fréttablaðið - 03.06.2015, Síða 30
 | 10 3. júní 2015 | miðvikudagur Hin hliðin Okkur er sagt að í alþjóðlegum samanburði komi Ísland illa út hvað framleiðni vinnuafls varðar. Lítil framleiðni þýðir að við erum óhagkvæmari, við þurfum að kosta meiru til, til að fram- leiða sömu vöru/þjónustu en samkeppnislönd okkar. Þetta er því stórt mál fyrir okkur sem þjóð. Ef framleiðni eykst hjá fyrirtæki stendur það sig betur í samkeppninni og meiri líkur eru á því að það geti greitt hærri laun. Það er því sam- eiginlegur hagur atvinnuveitanda og stafsmanns að auka framleiðni. En hvað þarf til? Stjórnendur fyrirtækja sem leggja áherslu á góðan rekstur eru stöðugt að huga að aukinni framleiðni og stuðla að því að ferlar fyrirtækisins þróist í átt að meiri skilvirkni. Þeir vita að þetta kostar bæði tíma og peninga en er sparnaður á endanum. Þeir inn- leiða nýja hugsun í rekstri og sjá til þess að árangri sé viðhaldið. Þeir hafa úthald og eru meðvitaðir um að stöð- ugar umbætur skila árangri en krefjast stöðugrar vinnu. Til að innleiða hugsun og verklag stöðugra umbóta þurfa stjórnendur að byrja á sjálfum sér. Þeir þurfa að leiða vinnuna til að aðrir fylgi með. Þeir þurfa að þekkja ferlana, sjá til þess að þeir séu skráðir og verklagsreglur og vinnulýsingar séu aðgengilegar fyrir starfsmenn. Stöðugar umbætur kalla á breyting- ar sem geta reynst mörgum erfiðar. Farsælast til árangurs er að vinna að breyttu verklagi með því fólki sem sinnir verkefninu, það þekkir málið best. Þátttaka starfsfólks eykur svo ábyrgðartilfinningu og metnað sem leiðir til meiri starfsánægju. Til að auka framleiðni fyrirtækis er mikilvægt að allir starfsmenn séu með á árunum og rói í sömu átt. Starfsmenn vilja upplifa sig sem þátttakendur og hluta af góðu teymi. Gott upplýsinga- streymi er því mikilvægt svo og skýr stefna, allir þurfa að vita hvert er verið að fara og af hverju. Mælingar á lykilþáttum rekstrar og kynning á niðurstöðu til starfsmanna hefur reynst góð aðferð til að virkja starfsmenn til þátttöku svo og að virkja eðlislægan áhuga starfsmannsins með því að velja réttan aðila í rétt starf. Til að auka framleiðni fyrirtækja þarf að velja til starfa stjórnendur og leiðtoga sem geta virkjað fólk til góðra verka og leitt teymi til árangurs. Framleiðni Guðný Benedikts- dóttir Sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri enda hverjum manni nauðsynlegt að eiga þak yfir höfuðið. Ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks leggur áherslu á að landsmenn búi við öryggi í hús- næðismálum í samræmi við þarf- ir hvers og eins og hafi raunveru- legt val um búsetuform. Ljóst er að staðan á húsnæðismarkaðnum er erfið, sérstaklega á höfuðborg- arsvæðinu. Mikill þrýstingur er á markaðnum og vegna mikillar eft- irspurnar hækkar húsnæðisverð og leiguverð að sama skapi. Húsnæðisstefna stjórnvalda á að byggja á því meginmarkmiði að skapa markaðnum þann ramma að einstaklingum sé kleift að eignast eigið húsnæði og að til staðar sé virkur leigumarkaður. Séreigna- stefnan er eitt af þeim grunnvið- miðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um og mun gera áfram. Það er sérstakt mark- mið okkar að auðvelda ungu fólki sín fyrstu kaup með skattalegum hvötum til sparnaðar gegnum sér- eignasparnaðarkerfið til að standa undir útborgun við fyrstu kaup. Það úrræði á að festa varanlega í sessi. Þá þarf að grípa til aðgerða til að auka framboð leiguhúsnæðis og draga með því úr þrýstingi á leigumarkaðnum. Það er ekki farsælt til framtíðar að viðhalda núverandi húsnæðis- kerfi sem byggir á Íbúðalánasjóði, vaxtabótakerfi og húsaleigubóta- kerfi og dæla þar inn auknu fjár- magni. Það er ekki lausn til fram- tíðar. Kostnaður skattgreiðenda af rekstri Íbúðalánasjóðs hefur verið mikill og er vera ríkisins á húsnæðismarkaði dýru verði keypt fyrir skattgreiðendur. Erfitt er að réttlæta tilvist sjóðsins í óbreyttri mynd þar sem hann er að stærst- um hluta rekinn í samkeppni við einkaaðila. Í allri umræðu um breytingar á húsnæðismark- aði verðum við að hafa í huga þá gullnu reglu að lágmarka áhættu skattgreiðenda. Skuldir lækka Efnahagslegur stöðugleiki er nauð- synleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar, þar á meðal hvað varðar húsnæðismál, verði enn betri en þau eru í dag. Tölur frá Seðlabankanum, Hagstof- unni og fjármála- og efnahagsráðu- neytinu leiða í ljós að við erum að ná árangri. Skuldir heimilanna hafa lækkað hratt og hafa ekki verið minni frá 2004. Í samanburði við þær þjóðir sem við helst berum okkur saman við er þróunin á Íslandi mjög til fyrir myndar. Skuldirnar eru ekki einungis komnar niður fyrir þenslu- áhrif hrunsins heldur einnig niður fyrir þá bólu sem myndaðist fyrir hrun. Þegar litið er til skulda heim- ilanna sem hlutfalls af vergri lands- framleiðslu er það nú það sama og árið 2004. Við höfum náð miklum árangri en betur má ef duga skal. Þessa breyttu og bættu skulda- stöðu heimilanna má rekja til margra þátta. Ákjósanlegar efna- hagslegar aðstæður og stöðugleiki sem hefur leitt til verulegrar kaup- máttaraukningar hjá almenningi spilar þar stærst hlutverk en kaup- máttur launa hefur aukist um 8% frá ársbyrjun 2013. Skuldaaðgerðir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks sem samþykktar voru á Alþingi hafa haft mikil áhrif. Íbúða- skuldir hafa lækkað úr 72% í 65% af VLF og áhrifa þess mun gæta áfram til frekari lækkunar næstu misseri. Allt bendir til þess að efnahags- stefna ríkisstjórnarinnar, árferði og ytri aðstæður skili okkur enn frek- ari ávinningi á næstu árum. Efna- hagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar verði enn betri en þau eru í dag. Þak yfir höfuðið Skoðun Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður Sjálfstæðiskonur fræddust um deilihagkerfi ð Á GÓÐRI STUND Landssamband sjálfstæðiskvenna fundaði um deilihagkerfið á Nauthól í gær og voru Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og Jökull Sólberg, stofnandi Lemonande, framsögumenn á fundinum. Stefanía Bjarney Ólafsdóttir stýrði fundi. Atburðurinn var að sjálfsögðu skjalfestur með sjálfsmynd, eins og tíðkast nú til dags. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þ að er rétt hjá Kára Stefánssyni að háskóla- menntun ein og sér á ekki að vera grundvöllur launahækkana heldur hverju umrædd störf skila samfélaginu. En ef framlag ákveðinna háskóla- menntaðra stétta verður ekki metið til fjár? Þegar ég var blaðamaður á Morgunblaðinu skrifaði ég fréttaskýringu árið 2008 í miðopnu blaðsins um kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Eftir að hafa kynnt mér málið ítarlega vildi ég nota sömu fyrirsögn og á þessum pistli en þáverandi ritstjóri taldi hana of gildishlaðna. Niðurstaðan var bitlaus fyrirsögn, hálfgerður stuðull. „Menntun skal metin til launa,“ er slag- orð BHM í kjarabaráttunni. Ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í þættinum Sprengi- sandi á Bylgjunni sl. sunnudag hafa vakið athygli en þar sagði hann m.a: „Ef við tökum baráttu Bandalags háskóla- manna og þessa kröfu manna um að þeir fái hærri laun af því þeir hafa fengið einhverja menntun. Ekki hærri laun vegna þess að þeir leggja meira af mörkum til samfélagsins. Ég held að það sé miklu eðlilegra að við reynum að búa okkur til aðferð til þess að meta það hversu mikið menn leggja af mörkum til samfélagsins.“ Það er rétt hjá Kára að það er kol- röng hugmyndafræði að einblína bara á menntunina sem slíka þegar launa- kröfur eru settar fram. Eðlilegra er að horfa á framlag viðkomandi eða eftir atvikum þau verð- mæti sem viðkomandi skapar. Vandamálið er bara að fram- lag ákveðinna háskólamenntaðra stétta verður ekki metið til fjár. Hvernig á til dæmis að meta framlag heilbrigðisstarfs- manna eins og lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara til fjár? Er það yfi rleitt hægt? Það er hægt að meta framlagið til samfélagsins (svo notað sé orðalag Kára) á grundvelli þess hversu mikilvæg umrædd störf eru í samfélaginu. Í þessu sambandi er hægt að færa ákveðin rök fyrir því að samfélag sem greiðir heilbrigðisstarfsmönnum lág laun telji mannslíf lítils virði. Hjúkrunarfræðingar voru með smánarlega lág laun árið 2008. Þess vegna var rétt að tala um „virðingarleysi“ í fyrir- sögn fréttaskýringarinnar þótt ritstjórinn minn hafi verið ósammála. Hjúkrunarfræðingar eru alþjóðlegt vinnuafl . Það skýrir til dæmis mikinn fjölda íslenskra hjúkrunarfræðinga í Nor- egi. Hvers vegna eiga þeir að þurfa að sæta því að fl ytja til útlanda til að fá eðlilegt endurgjald fyrir framlag sitt en læknar ekki? Ríkinu er vandi á höndum vegna nýgerðra kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Annars vegar eru samningarnir út af fyrir sig verðbólguhvetjandi. Ofan á þá koma síðan skatta- lækkanir, sem kynntar voru í síðustu viku, eins og olía á verðbólgubál. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag að nýgerðir kjarasamningar væru þensluhvetjandi, stór hluti kaupmáttar þeirra myndi brenna inni í verðbólgu og taldi líklegt að Seðlabankinn hækkaði vexti í kjölfar þeirra. Hvernig ætlar þá ríkið að fara að því að hækka laun aðildar félaga BHM án þess að keyra upp verðbólguna? Hvernig á að hækka laun starfsstétta eins og hjúkrunarfræð- inga, hverra framlag verður ekki metið til fjár, þannig að í launaumslagi þeirra birtist einhver virðing fyrir störfum þeirra en gæta að stöðugleika á sama tíma? Það er milljón dollara spurningin. Framlag ákveðinna stétta verður ekki metið til fjár: Virðingarleysið birtist í launa- umslaginu Það er rétt hjá Kára að það er kolröng hug- myndafræði að einblína bara á menntunina. Markaðshornið Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@stod2.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 0 -8 F 5 C 1 6 3 0 -8 E 2 0 1 6 3 0 -8 C E 4 1 6 3 0 -8 B A 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.