Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2015, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 03.06.2015, Qupperneq 32
USD 132,48 GBP 203,22 DKK 19,80 EUR 147,70 NOK 16,92 SEK 15,69 CHF 141,90 JPY 1,07 Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla FTSE 100 6.928,27 -25,31 (-0,36%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti STJÓRNAR - MAÐURINN @stjornarmadur 3 NÝIR Í STJÓRN Fulltrúi golfnefndar í stjórn FVH Ný stjórn Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga hefur verið kjörin fyrir starfsárið 2015-2016. Þrír nýir tóku sæti í stjórninni, þau Ólafur Reimar Gunnarsson og Vala Hrönn Guðmundsdóttir, auk Sverris Sigur- sveinssonar sem er fulltrúi golfnefndar í stjórninni. Golfmót FVH verður haldið í lok ágúst. Kosið er í embætti stjórnar til tveggja ára í senn. 19,5 MILLJARÐAR Þjónustujöfnuður jákvæður Samkvæmt Hagstofu Íslands var þjónustujöfn- uður við útlönd jákvæður um 19,5 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2015. Heildar- útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi 2015 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 101,2 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 81,8 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 19,5 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi en var jákvæður um 15,6 milljarða á sama tíma árið 2014 á gengi hvors árs. 02.06.2015 Ég er harmi sleginn yfir fregnum dagsins. Hugur minn er hjá þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessa máls. Forsætisráðherra fjár- magnaði ekki kaup Pressunnar á DV. Hann á ekki hlut í blaðinu. Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harm- leikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nær- veru sálar. Björn Ingi Hrafnsson útgefandi. Í fréttum síðustu viku var sagt frá því að háar greiðslur tíðkuðust til starfsmanna Kaupþings fyrir stjórnarsetu erlendis – til að mynda væru meðalárslaun stjórnarmanna í bresku tískukeðjunni Karen Millen tæplega 60 milljónir króna en þar situr meðal annars yfirmað- ur eignastýringar Kaupþings. ÞETTA er til viðbótar ríflegum mánaðarlaunum, sem að sögn nema að meðaltali 1,6 milljónum króna á mánuði hjá starfsmönnum Kaupþings. Þeir starfsmanna, sem treyst er fyrir stjórnarsetu erlend- is, bera væntanlega talsvert meira úr býtum. STJÓRNARMAÐURINN verður síð- astur til að gagnrýna vegleg launa- kjör fyrir fólk sem stendur sig vel, og sinnir störfum sem skapa verð- mæti. ERFITT er hins vegar að halda því fram að slíkt eigi við í tilviki fallins íslensks banka, þar sem fólk hefur frekar skipast í störf á grundvelli tilviljunar en sérþekk- ingar eða reynslu. Það er heldur engin alþjóðleg eftirspurn eftir því annars ágæta fólki sem séð hefur um uppgjör íslensku bankanna, og óljóst hvað réttlætir betri kjör en almennt gengur og gerist í íslensk- um fjármálageira. KAUPÞING er í slitameðferð og hefur verið síðan á haustdögum 2008. Merkilegt í ljósi þess mark- miðs allra skiptastjóra að hámarka þær eignir sem liggja í búinu og ljúka skiptum á tilhlýðilegum tíma. Á ÞEIM sjö árum sem liðin eru frá hruni hafa orðið sáralitlar breyt- ingar á erlendu eignasafni Kaup- þings. Bankinn hefur ekki selt verulega eign ótilneyddur frá söl- unni á tískufatakeðjunni All Saints árið 2011. Til samanburðar þá lauk formlegum skiptum bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Broth ers fyrir réttum þremur árum. Skýringa á aðgerðaleysi Kaupþingsmanna þarf hins vegar varla að leita langt. ÞEIR fá ríkulega umbunað, og af fréttaflutningi virðast þeir fá að stinga stjórnarlaunum í eigin vasa. Það er nokkuð óvanalegt en hefðin er sú að umsýslulaun vegna fjár- festinga renni til félagsins sem á hlutinn, en ekki þess starfsmanns sem sér um fjárfestinguna fyrir þess hönd. FYRIR liggur að margir hafa sýnt eignum Kaupþings í Bretlandi áhuga, og þá ef til vill sérstaklega tískuverslanakeðjunum Karen Millen, Warehouse, Oasis og Coast. Efnahagshorfur í Bretlandi eru góðar og Kaupþingsmenn sitja á þekktum vörumerkjum sem þeir hafa ekki sérstaka kunnáttu eða eigendaástríðu til að reka. HINGAÐ til hafa þeir hins vegar ekki hirt um að svara símtölum frá áhugasömum kaupendum. og skyldi engan undra. Hvatinn er enginn. Eilífðarvél Kaupþings LIFÐU í NÚLLINU! Til hvers að flækja hlutina? *Greitt er 9,7 kr. upphafsgjald þegar hringt er úr heimasíma 4 GSM áskriftir 60 mín. og 60 SMS Heimasími 100 mín.* Internet 20 GB 60 mín. og 60 SMS fylgja hverri áskrift Með Skemmtipakkanum fylgja sex sjónvarpsstöðvar, GSM, internet, heimasími, Stöð 2 Maraþon og aðild að Vild. SKEMMTIPAKKINN Öll vitum við að margt af því besta í lífinu kostar ekki neitt. Það fer svo sannarlega ekki fram hjá þeim sem eru með Skemmtipakka 365 eða aðra valda pakka, því nú er GSM áskriftin líka innifalin. Þannig geta viðskiptavinir 365 talað í 60 mínútur og sent 60 SMS fyrir 0 krónur. Viðskiptavinir fá einnig 20 GB í interneti og 100 mín. í heimasíma á 0 kr. Allt þetta ásamt frábærri sjónvarpsdagskrá! Komdu í áskrift og lifðu í núllinu með okkur. ©2015 Home Box Office, Inc. All rights reserved. HBO® and all related programs are the property of Home Box Office, Inc. 365.is Sími 1817 Aðeins 310 kr. á dag 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 0 -5 D F C 1 6 3 0 -5 C C 0 1 6 3 0 -5 B 8 4 1 6 3 0 -5 A 4 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.