Fréttablaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 38
3. júní 2015 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 22
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
TÓNLIST ★★★★ ★
Solid Hologram
Frá Beethoven til Þuríðar Jónsdóttur
NICOLA LOLLI OG DOMENICO CODISPOTI
LÉKU VERK EFTIR ÞURÍÐI JÓNSDÓTTUR,
SOFIU GUBAIDULINU, PROKOFIEV OG
BEETHOVEN
I NORÐURLJÓSUM Í HÖRPU FÖSTU-
DAGINN 29. MAÍ.
LISTAHÁTÍÐIN Í REYKJAVÍK
Niles Crane, bróðir Frasiers í sam-
nefndum sjónvarpsþáttum, flúði
einu sinni undir flygil. Það var hans
öruggi staður til að vera á frá því í
bernsku. Ég gat ekki séð neina ang-
ist á Domenico Codispoti píanóleik-
ara þar sem hann lá undir flygli á
tónleikum í Norðurljósum. Honum
hlýtur að hafa liðið svona vel.
Um var að ræða verkið Solid
Hologram eftir Þuríði Jónsdóttur.
Ásamt Codispoti lék Nicola Lolli á
fiðlu. Hann er konsertmeistari Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands ásamt
Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Tónsmíðin
var hin kúnstugasta. Ýmsir hljóð-
effektar komu við sögu. Míkrófón-
ar mögnuðu hljóðin í hljóðfærunum
upp og skiluðu þeim til baka með
bergmáli. Codispoti bankaði í hljóm-
botn flygilsins með kjuða þar sem
hann lá í makindum sínum. Rytm-
inn rammaði inn fíngerðan tónavef
fiðlunnar, sem oftar en ekki var á
efstu tónum tónstigans. Útkoman
var draumkennd og fögur. Það var
eitthvað himneskt við skáldskapinn
sem var borinn fram fyrir áheyr-
endur.
Efnisskráin var skemmtileg
blanda hins nýja og gamla. Það
klassískasta var sónata nr. 10 eftir
Beethoven, sem var upphafsatriði
tónleikanna. Sónatan var vel leik-
in. Lolli virtist að vísu dálítið til
baka, túlkunin var feimnisleg, e.t.v.
vegna þess að þetta var byrjunin
á tónleikunum. En spilamennskan
hjá Codispoti var óaðfinnanleg, hún
var unaðslega mjúk, full af söng og
andakt.
Hin klassíkin var sónata nr. 1
eftir Prokofiev. Hann samdi tvær
slíkar fyrir fiðlu og píanó. Sú síð-
ari er mun aðgengilegri og rennur
betur niður, en þær eru báðar ákaf-
lega fallegar. Hin fyrri er harm-
rænni og innhverfari, en Lolli og
Codispoti skiluðu henni prýðilega til
áheyrenda. Rauði þráðurinn slitnaði
aldrei. Tónlistin var þrungin myrkri
ástríðu sem var lokkandi.
Sofia Gubaidulina átti einnig
verk á tónleikunum, Línudansar-
ann svokallaða. Þar táknaði rödd
píanósins línuna, en fiðluleikarinn
dansaði á henni, ef svo má segja.
Lengst af hamraði píanóleikarinn
ekki á strengina, heldur myndaði
hann tónana með glasi sem hann
strauk eftir strengjunum. Við
þennan sérkennilega hljóm lék
fiðluleikarinn síendurteknar, fjör-
legar hendingar sem voru fullar
af spennu. Smám saman læddist
tónlistin upp eftir tónstiganum
og magnaðist upp, varð stöðugt
kraftmeiri. Það var ótrúlega flott.
Flutningur þeirra Lolli og Codis-
poti var einfaldlega óaðfinnan-
legur. Einbeitingin var alger.
Hver einasti tónn var áleitinn og
fullkomlega mótaður, framvindan
spennandi og áleitin.
Codispoti er orðinn hálfgerður
Íslandsvinur, svo oft hefur hann
komið fram hér. Það er alltaf
gaman að heyra hann spila. Þetta
voru hins vegar fyrstu einleikstón-
leikar Lollis á Íslandi; megi þeir
verða miklu fleiri.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Afburðaskemmtilegir
tónleikar með magnaðri túlkun á nýrri
og gamalli tónlist.
Píanóleikarinn lá undir flyglinum
Sigurþór Hallbjörnsson er mörg-
um kunnur undir nafninu Spessi
ljósmyndari. Um liðna helgi opnaði
Spessi sýningu í Galleríi Listamönn-
um þar sem hann sýnir ljósmyndir
frá eyjunni Fogo við Nýfundnaland
á austurströnd Kanada.
„Mér var fyrst boðið að koma
þarna árið 2010. Það kom þannig
til að Elísabet Gunnarsdóttir var
að vinna fyrir konu sem heitir Zita
Cobb og er milljarðamæringur en
hún er frá Fogo. Verkefni Elísa-
betar fólst í að setja upp listamanna-
bústaði, svokallað artist-residence,
fyrir þessa konu sem vildi fjárfesta
og gera eitthvað fyrir heimabyggð
sína. Elísabet er í raun stofnandi
og fyrsti stjórnandi þessarar lista-
mannabyggðar en hún hafði komið
að slíku áður í Noregi og Zita Cobb
var mjög hrifin af því konsepti öllu.
Þær vantaði ljósmyndara sem tekur
ekki þessar venjulegu póstkorta-
myndir heldur er meira að taka
raunmyndir af samfélaginu og ég
var fenginn til verksins.“
Þungt samfélag
Spessi segir að fyrir um þrjátíu
árum hafi Fogo-eyja verið sett í
fiskveiðibann eftir að ofnýting
stofna hafði verið gríðarleg um
langan tíma. „Það var hreinlega
búið að veiða allan fiskinn úr sjón-
um og ekkert annað í stöðunni en
að setja fiskveiðibann á svæðið. Þá
var þetta búið að vera nokkuð far-
sælt fiskimannasamfélag um langa
hríð. Fyrir þremur öldum voru það
Englendingar, Frakkar og Írar sem
sóttu mikið í þessa matarkistu og í
framhaldinu myndaðist samfélagið.
Eitt þorpið er þannig til að mynda
alfarið írskt og svona hefur þetta
lifað. Þegar fiskveiðin hrundi var
þetta um 5.000 manna samfélag en
nú búa þarna um 2.000 manns.
Það er þungt yfir þessu samfélagi.
Þegar ég kom þarna fyrst þá hugs-
aði ég nú fljótlega hvernig ég ætlaði
að fara að því að vera á staðnum í
heilan mánuð. Ég er frá Ísafirði og
þekki þessa stemningu og þessar
tilfinningar. Þessa þungu undiröldu
sem getur verið í fólki þegar lítið er
um vinnu og lítil von um betri tíð.
En síðan fékk ég aðstoðarkonu sem
tengdi mig við nærsamfélagið og þá
fóru hlutirnir að gerast.“
Matarleifar og pósthús
Sýning Spessa ber yfirskriftina:
Matur, fólk & pósthús. Í portrett-
myndum Spessa er engu líkara en
viðfangsefnið, umhverfið og vænt-
ingar ljósmyndarans renni saman
í eina órofa heild. Hann veit að
hverju hann leitar en er ekki alveg
öruggur um hvað hann fær. „Ég
myndaði mikið í fyrstu ferðinni og
þá var ég enn dálítið leitandi. En
síðan sneri ég aftur 2011 og það
var að vetrarlagi og þá var ég meira
með á hreinu hvað ég vildi. Titill
sýningarinnar kom til mín í seinni
ferðinni þegar ég fór að horfa á
samfélagið. Þá fór ég að hugsa um
þessa eyju sem matar kistu og tók
líka eftir að lífið þarna snýst mikið
um mat. Mat í dagsins önn og mat
sem er uppurinn. Ég myndaði fólkið
og ég myndaði matinn en þó mest
matarleifarnar til þess að búa til
tíma og segja þessa sögu matarins
sem er búinn.
Svo er alveg stórmerkilegt þarna
að ef það er fólk þá er pósthús og
við það er flaggað. Það eru póst-
hús úti um allt, jafnvel bara í litlum
skúrum þar sem getur vart heitið að
sé að finna þorp. Þar er pósthús. En
þetta þróast einhvern veginn svona
hjá mér að áður en ég veit af er ég
farinn að segja sögu samfélagsins.
Samfélags sem er um margt skylt
ýmsu sem við þekkjum hér heima.“
Listin er leið
Spessi segir að sú uppbygging sem
hafi komið með listamannabyggð-
inni hafi greinilega haft gríðarlega
mikla þýðingu fyrir svona smátt
samfélag sem hefur átt í vök að
verjast. „Það er afskaplega gefandi
í skapandi vinnu að njóta vinnudval-
ar á svona stað. Þarna eru listmenn
sem veita hver öðrum innblástur og
fá innblástur frá samfélaginu. Það
sem gerist líka er að samfélagið
fær innblástur frá listamönnunum
og í heildina virkar þetta gríðarlega
hvetjandi á allt. Byggðin fyrir lista-
mennina er mjög flott og svo er líka
komið þarna fjögurra stjarna hótel
þar sem eru haldnar ráðstefnur,
vinnufundir og alls konar viðburð-
ir. Fyrir fólk sem kemur frá borg-
um á borð við New York og Toronto
þá þykir þetta rosalega kúl en fyrir
okkur sem komum frá Íslandi þá er
þetta eins og ákveðið birtingarform
af Vestfjörðunum. Vestfirðir kynnt-
ir með timbri.
En það er forvitnilegt fyrir okkur
að sjá hvað listir og menning geta
skapað mikið með réttu fjárfesting-
unum á ótrúlegustu stöðum. Eftir
að hafa verið þarna getur maður
rétt ímyndað sér hvað væri hægt
að gera mikið með milljarð í upp-
byggingu í listum og menningu á
Vestfjörðum svo dæmi sé tekið.
Það er hægt að skapa störf, skapa
verðmæti, skapa líf og uppbyggingu
sem hverfur ekki þó svo þorskurinn
láti ekki sjá sig.“
Fiskurinn er farinn– listin er komin
Spessi ljósmyndari sýnir ljósmyndir frá Fogo-eyju við Nýfundnaland. Fiskimannasamfélagi þar sem fi skurinn fór en listin kom.
LISTA-
MAÐURINN
Spessi bendir
á hversu miklu
fjárfesting
í listum og
menningu
getur skilað
fyrir lítil sam-
félög.
FÓLKIÐ Á FOGO-EYJU Spessi myndaði mikið daglegt líf fólks og aðstæður á Fogo-
eyju við Nýfundnaland. LJÓSMYND/SPESSI
ÓAÐFINNANLEGIR Flutningur Nicola Lolli og Dominico Codispoti var einfaldlega
óðaðfinnanlegur á tónleikum á vegum Listahátíðarinnar í Reykjavík.
MYND/VALGARÐUR GÍSLASON
Ég myndaði fólkið
og ég myndaði matinn en
þó mest matarleifarnar
til þess að búa til tíma og
segja þessa sögu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MENNING
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
2
E
-9
7
B
C
1
6
2
E
-9
6
8
0
1
6
2
E
-9
5
4
4
1
6
2
E
-9
4
0
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K