Fréttablaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 42
3. júní 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26
Í KVÖLD KL. 19:00
365.is Sími 1817
KEFLAVÍK–KR
TRYGGÐU
ÞÉR ÁSKRIFT Í
SÍMA 1817 EÐA
Á 365.IS
Í fyrra léku liðin til úrslita í Borgunarbikarnum og þá
höfðu Vesturbæingar betur en í kvöld geta Keflvíkingar
náð fram hefndum á heimavelli. Ekki missa af beinni útsendingu
í kvöld og Borgunarmörkunum á föstudagskvöld á Stöð 2 Sport.
TENNIS Birkir Gunnarsson, fremsti tenniskappi Íslands,
komst auðveldlega áfram í 2. umferð á Smáþjóðaleik-
unum í gær þegar hann vann Bradley Callus frá Möltu
í tveimur settum; 6-2 og 6-1. Hann mætir andstæðingi
frá Andorra í næstu umferð.
Rafn Kumar Bonifacius er aftur á móti úr leik, en
hann tapaði fyrir Lauren Recouderc frá Andorra í gær í
tveimur settum. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir komst
einnig áfram í einliðaleik í tennis þegar hún vann
Judit Cartana frá Andorra í gær, 6-4 og 6-2.
Tenniskeppnin fór vel af stað í Kópavogi í gær
og var sjálfur Albert prins af Mónakó mættur
í Tennishöllina til að fylgjast með sínu fólki.
Birkir og Hjördís halda áfram í dag
þegar keppni í 2. umferð hefst.
Birkir og Hjördís komust áfram
FRJÁLSAR Keppni hófst í frjálsum
íþróttum á Laugardalsvelli í gær
og fór íslenska keppnisliðið vel
af stað. Tvær af fremstu frjáls-
íþróttakonum landsins, Ásdís
Hjálmsdóttir og Hafdís Sigurð-
ardóttir, fóru fyrir íslenska lið-
inu með því að vinna gull í sínum
greinum. Aníta Hinriksdóttir,
fremsta hlaupakona landsins,
varð hins vegar að sætta sig við
silfur í sinni sterkustu grein, 800
m hlaupi, þar sem hún var langt
frá sínu besta.
Karlarnir lögðu einnig sitt af
mörkum en Hlynur Andrésson
vann gull í 5000 m hlaupi. Stang-
arstökkvarinn Krister Blær Jóns-
son og kúluvarparinn Óðinn Björn
Þorsteinsson fengu silfur í sínum
greinum.
Spjótið fór næstum þversum
Ásdís bar höfuð og herðar yfir
keppinauta sína í spjótkasti en
lengsta kast hennar var 58,85 m.
Hún er nýbúin að tryggja sig inn
á HM í sumar og ÓL í Ríó á næsta
ári með kasti upp á 62,14 m á móti
í Lettlandi í síðustu viku. Hún er
því í frábæru formi en sterkur
vindur í gær gerði henni sem og
öðrum keppendum erfitt fyrir.
„Mér leist ekki á blikuna þegar
ég fór að hita upp. Það var kalt og
mikið rok,“ sagði Ásdís eftir sigur-
inn í gær. „En það rættist úr þessu
og að kasta rétt tæpa 59 metra í
svona aðstæðum – þar sem spjótið
fór næstum þversum í kastinu – er
mjög gott. Þetta lofar ofboðslega
góðu fyrir framhaldið.“
Hún var ekki nema 8 sentímetr-
um frá mótsmetinu sem hún setti
á leikunum í Kýpur árið 2009.
„Markmiðið var að bæta það og
það var pínu svekkjandi [að ná
því ekki],“ segir Ásdís sem keppir
einnig í kringlukasti á fimmtudag.
Of sterkur meðvindur
Hafdís Sigurðardóttir vann gull í
langstökki og silfur í 100 m hlaupi.
Hún náði risastökki strax í fyrstu
atrennu er hún stökk 6,50 m. Það
er bæting á Íslandsmeti hennar,
6,45 m, en er ekki gilt vegna of
sterks meðvinds sem mældist 5,8
metrar á sekúndu. Hámarkið er 2
m/sek.
„Það er frábært að fá gull í
fyrstu grein og ágætis árangur.
En veðrið setti strik í reikning-
inn,“ sagði Hafdís sem hefði einn-
ig bætt mótsmetið með stökki sínu.
Hefði átt að keyra upp hraðann
Aníta Hinriksdóttir þótti sigur-
stranglegust í 800 m hlaupi þar
sem hún er í heimsklassa. En hún
fann sig ekki í rokinu í Laugar-
dalnum og varð önnur, tæpum níu
sekúndum frá sínum besta tíma.
„Ég gerði smá mistök í hlaup-
inu. Það var vindur en maður er
vanur að æfa og keppa í þessu og
það hefur gengið mjög vel,“ sagði
Aníta eftir keppnina í gær.
„Ég gerði mistök með því að fara
of hægt af stað sem er önnur tak-
tík en ég er vön. Ég hefði bara átt
að keyra upp hraðann í byrjun.“
Hún segir að það hafi komið hik
á keppendur þegar enginn tók af
skarið. „Ég var ekki nógu grimm.
Ég myndi segja að þetta hafi verið
frekar misheppnað hlaup en hinar
tvær eru mjög sterkar,“ sagði
Aníta og bætti við að hún hefði alls
ekki vanmetið keppinauta sína.
Aníta keppir í 1500 m hlaupi
á fimmtudag og svo boðhlaupi á
laugardaginn. Hún fær því annað
tækifæri þá til að vinna gullverð-
laun fyrir íslenska liðið á Smá-
þjóðaleikunum.
Þórdís Eva stórefnileg
Alls vann íslenska keppnisliðið
til tíu verðlauna í gær. María
Rún Gunnlaugsdóttir hlaut brons
í spjótkasti, sem og Kristinn Þór
Kristinsson í 800 m hlaupi og Ari
Bragi Kárason í 100 m hlaupi.
Keppni heldur áfram á morgun
en í gær sýndu hlaupararnir Kol-
beinn Höður Gunnarsson og Þór-
dís Eva Steinsdóttir að þau eru
til alls líkleg í 400 m hlaupi en
bæði urðu þau fyrst í undanúrslit-
um greinanna í gær. Þórdís Eva
er aðeins fimmtán ára gömul og
meðal efnilegasta frjálsíþrótta-
fólks landsins.
eirikur@365.is, ingvithor@365.is
Gulldísir í Laugardalnum
Ásdís Hjálmsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir fóru fyrir íslenska frjálsíþróttalandsliðinu á fyrsta keppnisdegi
Smáþjóðaleikanna. Þær unnu gull í sínum greinum við erfi ðar aðstæður. Aníta Hinriksdóttir fékk silfur.
UPP Á SITT BESTA Ásdís sýndi mikinn stöðugleika við krefjandi aðstæður í Laugardalnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SUND Hrafnhildur Lúthersdóttir og
Anton Sveinn McKee bættu bæði
Íslandsmet í sundi á Smáþjóðaleik-
unum í gær. Hrafnhildur vann gull í
200 m fjórsundi á nýju og glæsilegu
Íslandsmeti þar sem hún bætti
met Eyglóar Óskar Gústafsdóttur
um 1,04 sekúndu. Tími Hrafnhildar
var 2:13,83 mínútur og var einnig
mótsmet.
Eygló sigraði í sinni sterkustu
grein í gær, 200 m baksundi, og kom
í mark á 2:12,52 mínútum sem er
um þremur sekúndum frá Íslands- og
Norðurlandameti hennar.
Íslandsmet Antons kom í 200 m
fjórsundi og dugði til silfurs. Tími
hans var 2:04,53 mínútur.
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir vann
tvenn silfurverðlaun í gær en hún
er systir Eyglóar. Þær voru saman
í tveimur efstu þrepunum í 200 m
baksundi í gær.
Bryndís Rún Hansen varð önnur
í 100 m skriðsundi en Ísland hlaut
þrenn bronsverðlaun til við-
bótar, Kristinn Þórarinsson í 200 m
baksundi, Inga Elín Cryer í 200 m
flugsundi og Ingibjörg Kristín Jóns-
dóttir í 100 m skriðsundi.
Keppni í sundi heldur áfram í
Laugardalslauginni í dag. - esá
Hrafnhildur stórbætti met Eyglóar
GULL Hrafnhildur komst á pall í 200 m
fjórsundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
SPORT
HANDBOLTI „Ég er búinn að vera í
fimm ár úti og hef náð að spara.
Maður hefur verið að lifa á sparn-
aðinum síðustu mánuði,“ segir
Fannar Friðgeirsson sem er orð-
inn atvinnulaus eftir að félag hans,
Grosswallstadt, varð gjaldþrota.
Fannar hefur ekki fengið greidd
laun frá félaginu í fimm mánuði.
„Sumir hafa ekki fengið laun í
lengri tíma en það en það var allt-
af sagt við okkur að þetta yrði
í lagi. Þetta myndi reddast. Það
gekk ekki alveg eftir hjá þeim. Við
trúðum þeim í lengstu lög en því
miður var ekkert að marka sem
þeir sögðu.“
Félagið er farið í greiðslustöðv-
un og leikmenn liðsins eru með
lausan samning. Grosswallstadt
mun hefja leik í neðstu deild en
leikmenn liðsins þurfa að finna sér
nýjan samastað.
„Minn umboðsmaður er á fullu
að finna möguleika núna en ekk-
ert komið inn á borð. Ég er samt
bjartsýnn á að finna mér eitthvað.
Ég myndi helst vilja vera áfram
í Þýskalandi en ég er samt opinn
fyrir öðrum löndum. Ég er minnst
spenntur fyrir því að koma heim,“
segir afmælisbarnið Fannar en
hann varð 28 ára í dag.
„Það er kominn júní og markað-
urinn er svolítið mettaður. Þetta
hefði mátt gerast fyrr. Ég tel mig
hafa staðið mig ágætlega og von-
andi hef ég lagt eitthvað inn á
þessum fimm árum sem skilar
mér samningi annars staðar.“
Leikmenn Grosswallstadt munu
ekki spila lokaleik tímabilsins þar
sem þeir eru ekki tryggðir lengur.
- hbg
Bjartsýnn á að fi nna eitthvert lið
Fannar Friðgeirsson er atvinnulaus eft ir að félag hans fór á hausinn.
HVAÐ NÆST? Fannar vill finna
sér annað félag í Þýskalandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÚRSLIT
PEPSI-DEILD KVENNA
STJARNAN - VALUR 4-0
1-0 Írunn Þorbjörg Aradóttir (11.), 2-0 Ana Victoria
Cate (19.), 3-0 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
(58.), 4-0 Guðrún Karítas Sigurðardóttir (74.).
SELFOSS - ÞRÓTTUR 5-0
1-0 Donna Kay Henry (10.), 2-0 Erna Guðjóns-
dóttir (18.), 3-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (24.),
4-0 Dagný Brynjarsdóttir (29.), 5-0 Erna Guðjóns-
dóttir (76.).
STAÐAN
Breiðablik 4 3 1 0 15-2 10
Þór/KA 4 3 1 0 13-5 10
Stjarnan 4 3 0 1 10-2 9
Valur 4 3 0 1 11-5 9
Selfoss 4 3 0 1 10-5 9
ÍBV 4 2 1 1 7-4 7
Fylkir 4 1 0 3 3-11 3
KR 4 0 1 3 3-11 1
Afturelding 4 0 0 4 3-16 0
Þróttur 4 0 0 4 0-14 0
BORGUNARBIKAR KARLA
32-LIÐA ÚRSLIT
FJARÐABYGGÐ - KÁRI 4-0
1-0 Brynjar Jónsson (3.), 2-0 Ólafur Örn Eyjólfsson
(28.), 3-0 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (78.), 4-0
Viðar Þór Sigurðsson (88.).
VÖLSUNGUR - GRINDAVÍK 3-4
0-1 Alejandro Hernandez (7.), 0-2 Ásgeir Þór
Ingólfsson (12.), 0-3 Óli Baldur Bjarnason
(33.), 0-4 Óli Baldur Bjarnason (41.), 1-4 Peter
Odrobena (61.), 2-3 Sæþór Olgeirsson (82.), 3-4
Rafnar Smárason (87.).
KA - ÁFLTANES 4-0
1-0 Ævar Ingi Jóhannesson (49.), 2-0 Orri Gúst-
afsson (73.), 3-0 Ólafur Aron Pétursosn (75.), 4-0
Ben Everson (85.).
ÞRÓTTUR R. - BÍ/BOLUNGARVÍK 4-1
0-1 Josepth Spivack (27.), 1-1 Viktor Jónsson (47.),
2-1 Viktor Jónsson (59.), 3-1 Viktor Jónsson (68.),
4-1 Davíð Þór Ásbjörnsson (89.).
KV - FRAM 2-1
1-0 Davíð Steinn Sigurðarson (46.), 1-1 Orri
Gunnarsosn (52.), 2-1 Brynjar Orri Bjarnason (80.).
SMÁÞJÓÐALEIKAR
Fimleikakonur fengu gull
Ísland bar sigur úr býtum í liðakeppni
kvenna í keppni í áhaldafimleikum sem
fór fram á Smáþjóðaleikunum í gær.
Íslenska kvennaliðið varði þar með titil-
inn frá því í Lúxemborg fyrir tveimur
árum og það gerði einnig Dominiqua
Alma Belanyi sem bar sigur úr býtum í
fjölþraut kvenna. Karlalandsliðið vann
silfur en bestum árangri í fjölþraut náði
Valgarð Reinhardsson sem vann brons.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
0
-2
C
9
C
1
6
3
0
-2
B
6
0
1
6
3
0
-2
A
2
4
1
6
3
0
-2
8
E
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K