Fréttablaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 48
BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur Allt sem þú þarft ... Höfuðborgarsvæðið, meðallestur kvenna á tölublað, 12–80 ára. Prentmiðlakönnun Gallup, jan.– mar. 2015 YFIRBURÐIR Fréttablaðsins staðfestir 64,1% 26% FB L M BL Frá: 110.995 kr.Frá: Tenerife Costa Adeje Palace **** með Gaman Ferðum! www.gaman.is / gaman@gaman.is / Sími 560 2000 / Alicante Albir Playa **** *Verð á mann frá 99.900 kr miðað við 2 fullorðna.79.900 kr.Frá: Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 1 barn (2-6 ára).* Ferðatímabil: Valdar dagsetningar í júní. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 14 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir. *Verð á mann frá 157.500 kr miðað við 2 fullorðna. Við fljúgum með WOW air 78.700 kr. Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára).* Ferðatímabil: Valdar dagsetningar í júní. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir. Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára).* Ferðatímabil: Valdar dagsetningar í júní. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 8 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir. Costa Brava Hotel Anabel**** *Verð á mann frá 102.350 kr miðað við 2 fullorðna. : Gaman saman Þetta var eins og í bíómynd, svei mér þá, atburðarásin með ólíkindum og maður sá þetta allt saman ljóslifandi fyrir sér. Hversu margir glæpaþættir hafa líka verið gerðir í kringum svona fléttu? Hundruð ef ekki þúsundir, sem allir enda á einn veg, rétt- vísin sigrar að lokum. NEI, ekki allir auðvitað, stundum komast bófarnir upp með glæp- inn og snúa á laganna verði með klækjum. Við höfum oftsinnis séð það í bíó, og lesið, því ekki hafa færri glæpasögur verið gefnar út á prenti gegnum tíðina. Maður liggur í þessu fyrir svefninn og þykist stundum þekkja svo vel inn á aðferðafræði rannsóknar- lögreglunnar að maður treystir sér til að fremja „hinn fullkomna glæp“. ÉG hef oft staðið mig að því við lestur seint á kvöldin að þykj- ast vita betur en rannsóknarlög- reglumaðurinn í sögunni. Fer að efast um að hann hafi brugðist rétt við í flóknum aðstæðum. Að rannsóknarteymið allt hefði nú átt að vera löngu búið að leggja saman tvo og tvo og átta sig á hvernig í öllu lá. ÁÐUR en ég veit af er ég farin að máta sjálfa mig inn í aðstæð- ur og velta fyrir mér hvernig ég myndi bregðast við í þeirra sporum. Hvernig ég myndi haga rannsókn mála og hvað ég myndi setja í forgang. Hvern ég grunaði fyrst. Það er ekki alltaf sá sem liggur beinast við. STUNDUM máta ég mig líka í spor annarra sögupersóna, það verður að viðurkennast. Spor þeirra sem glæpinn fremja og ætla að komast upp með hann. Velti fyrir mér hvernig ég myndi útfæra hlutina án þess að skilja eftir mig rekjanlega slóð og hvort ég hefði gert hlutina ein- hvern veginn öðruvísi. Hvar ég myndi mögulega misstíga mig og hvað gæti orðið til þess að koma Wallander eða Rebus á sporið. Og hvers konar glæp ég myndi mögulega fremja. EN svo slekk ég bara ljósið og fer að sofa. Glæpsamleg innlifun VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 800 1177 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 E -6 B 4 C 1 6 2 E -6 A 1 0 1 6 2 E -6 8 D 4 1 6 2 E -6 7 9 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.