Fréttablaðið - 11.08.2015, Síða 8

Fréttablaðið - 11.08.2015, Síða 8
11. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 NÝR NISSAN NOTE ACENTA, BENSÍN, BEINSKIPTUR – EYÐSLA 4,7 L/100 KM* 2.750.000 KR. NISSAN FJÖLSKYLDAN BÝÐUR UPP Á SPENNANDI NÝJUNGAR NÝR NISSAN PULSAR ACENTA, BENSÍN, BEINSKIPTUR – EYÐSLA 5,0 L/100 KM* 3.490.000 KR. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M E N N E M M / S ÍA / S ÍA /N M 6 9 /N M 5 3 4 5 3 4 E N N E M M E N N E M M / S ÍA / S ÍA / N M 6 9 / N M 6 9 5 3 4 5 3 4 *Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. Alþjóðlegur dagur fílsins 2015 er á morgun MATARTÍMI Fílahirðir í dýragarðinum í Hanoi í Víetnam gefur fíl sykurreyr að éta. Fílarnir í garðinum voru nýverið leystir úr fóthlekkjum sem hafa hamlað þeim för mest alla ævi, að því er Dýraverndarsamtök Asíu (AAF, Animals Asia Foundation) greina frá. Alþjóðlegur dagur fílsins er á morgun, 12. ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Sekt fyrir skipulagsleysi 1 Lestarfyrirtækið Network Rail í Bretlandi hefur verið sektað um tvær milljónir punda (tæpar 416 milljónir króna) fyrir óraunsæjar tímatöflur og skipulagsleysi við breytingar sem olli óreiðu á einni af stærstu lestarstöðvum Lundúna. Fram kemur í The Financal Times að fyrirtækið hafi vanmetið áhrif svokallaðra Thamesl- ink-breytinga, sem voru framkvæmdar upp á 6,2 milljarða punda (1.289 milljarða króna). Röskun hafi svo stigmagnast vegna lestaráætlana sem ekki stóðust. Hringur níðinga brotinn upp 2 Lögregla gerði ekki nóg til að brjóta upp hring barnaníðinga í Punjab-héraði í Pakistan, að sögn foreldra fórnarlamba níðinganna. Fréttastofa Reuters hefur eftir íbúum í þorpinu Husain Khan Wala að þekkt fjölskylda þar hafi árum saman neytt börn til kynferðisathafna sem teknar voru upp á myndband. Upptökurnar voru svo ýmist seldar eða notaðar til að kúga fátækar fjölskyldur barnanna. Komi í ljós að lögregla hafi dregið lappirnar við rannsóknina er það sagt geta haft pólitískar afleiðingar í héraðsstjórninni, en fyrir henni fer bróðir forsætisráðherra landsins, Nawaz Sharif. Þorp án vatns og rafmagns 3 Yfirvöld á Taívan leggja nú áherslu á viðgerð fjallvega að þorpinu Wulai í norðurhluta landsins. Þar eru um 11 hundruð manns enn án rafmagns og vatns eftir að fellibylurinn Soudelor fór yfir eyjuna um helgina. Fellibylurinn er sagður sá öflugasti það sem af er ári. Á mánu- dagskvöld, tveimur dögum eftir storminn, voru yfir 50 þúsund heimili enn rafmagns- laus. Óveðrið er sagt hafa orðið sex manns að bana í Taívan. Fjögurra var enn saknað gær og 379 eru slasaðir. HJÁLPARSVEIT Björgunarmenn á ferð í norðurhluta Taívan í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA HEIMURINN 1 2 3 1 0 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 B 2 -0 F 8 8 1 5 B 2 -0 E 4 C 1 5 B 2 -0 D 1 0 1 5 B 2 -0 B D 4 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.