Fréttablaðið - 11.08.2015, Síða 10
11. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10
RENAULT CLIO AUTHENTIC
Nýskr. 03/14, ekinn 30 þús. km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 1.990 þús.
Rnr. 142928.
CHEVROLET CRUZE
Nýskr. 07/13, ekinn 32 þús. km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 2.790 þús.
Rnr. 320280.
Kletthálsi 11 -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
NISSAN JUKE ACENTA
Nýskr. 06/14, ekinn 38 þús. km.
dísil, beinskiptur.
Rnr. 320340
SUBARU OUTBACK LUX
Nýskr. 06/14, ekinn 40 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.980 þús.
Rnr. 142958.
OPEL AMPERA RAF+BENSÍN
Nýskr. 08/12, ekinn 16 þús km.
rafmagn, bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.980 þús.
Rnr. 131695.
NISSAN QASHQAI+2 SE - 7 manna
Nýskr. 06/12, ekinn 122 þús. km.
dísil, beinskiptur.
VERÐ kr. 2.990 þús.
Rnr. 282959.
RENAULT KANGOO MAXI
Nýskr. 12/14, ekinn 10 þús. km.
dísil, beinskiptur.
VERÐ kr. 3.190 þús.
Rnr. 191880.
Frábært verð!
3.190 þús.
GOTT ÚRVAL
NOTAÐRA BÍLA
Skoðaðu úrvalið á
bilaland.is
ALLT AÐ 90%
FJÁRMÖGNUN
TÖKUM NOTAÐAN
UPPÍ NOTAÐAN!
GERÐU FRÁBÆR KAUP!
KÖNNUN Áttatíu prósent af þeim sem
tóku afstöðu í nýlegri könnun MMR
um viðhorf Íslendinga til erlendra
ferðamanna sögðust vera jákvæð
gagnvart erlendum ferðamönnum á
Íslandi.
7,5 prósent sögðust vera neikvæð
gagnvart erlendum ferðamönnum á
Íslandi. Þeir sem höfðu hærri heim-
ilistekjur voru frekar jákvæðir
gagnvart erlendum ferðamönnum á
Íslandi en þeir sem höfðu lægri heim-
ilistekjur. Af þeim sem tóku afstöðu
og tilheyrðu tekjuhæsta hópnum
sögðust 89,3 prósent vera jákvæð
gagnvart erlendum ferðamönnum,
borið saman við 62,3 prósent þeirra
sem tilheyrðu tekjulægsta hópnum.
Þeir sem studdu Framsóknarflokk-
inn voru síður jákvæðir gagnvart
erlendum ferðamönnum á Íslandi en
stuðningsfólk annarra flokka. Þann-
ig sögðust 70,7 prósent þeirra sem
studdu Framsóknarflokkinn vera
jákvæð gagnvart erlendum ferða-
mönnum á Íslandi, borið saman við
89,6 prósent þeirra sem studdu Bjarta
framtíð.
Heildarfjöldi svarenda var 956 ein-
staklingar, 18 ára og eldri. - ngy
Áttatíu prósent sögðust vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi:
Jákvæð gagnvart ferðamönnum
FERÐAMENN Þeir sem studdu Fram-
sóknarflokkinn voru síður jákvæðir
gagnvart erlendum ferðamönnum á
Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVÍÞJÓÐ Maður og kona létust í
hnífa árás í IKEA-verslun í Väster-
ås í Svíþjóð í gær. Karlmaður á
fertugsaldri var fluttur á sjúkra-
hús þungt haldinn.
Árásarmaðurinn, sem er fæddur
árið 1992, var handtekinn í strætó-
skýli við verslunina. Þá var mað-
urinn sem færður var á sjúkrahús
einnig handtekinn en grunur leik-
ur á að hann eigi aðild að árásinni.
Talið er að mennirnir tveir hafi
þekkst.
Ekki er vitað hvernig áverk-
ar eldri mannsins komu til en sá
yngri gæti hafa veitt honum þá.
Um klukkan eitt að staðartíma
heyrðu viðskiptavinir í versluninni
að starfsmenn sögðu í kallkerfi að
rýma þyrfti hana hið snarasta.
Að sögn viðmælanda Aftonblad-
et skapaðist mikill glundroði, fólk
hljóp á brott og mikil ringulreið
einkenndi hópinn. Viðmælandinn
sá manneskju liggja að því er virt-
ist líflausa í eldhúsdeild verslun-
arinnar.
Rithöfundurinn Eiríkur Örn
Norðdahl býr í Västerås og litlu
munaði að hann hefði verið í versl-
uninni ásamt konu sinni og tengda-
föður um það leyti sem árásin átti
sér stað.
Eiríkur og eiginkona hans,
Nadja Widell, standa um þessar
mundir í flutningum til Ísafjarð-
ar og áætluðu þau að fara ásamt
föður Nadju til að kaupa pappa-
kassa, límband
og fleira til flutn-
inganna.
„Nadja er með
mjög mikla for-
dóma gagnvart
IKEA og vill
helst ekki fara
þangað. Úr því
að þau fóru bara
tvö þá suðaði
hún um að fara í aðra verslun. Ef
ég hefði farið með þeim hefðum
við verið þarna akkúrat á þeim
tíma sem árásin var gerð,“ segir
Eiríkur.
„Þetta er svo rosalega skrítið
eitthvað. Fyrir örfáum dögum var
ég þarna með tveggja ára dóttur
minni og leyfði henni að leika sér
aðeins meðan ég skoðaði rekk-
ana. Það setur að manni smá hroll
þegar maður hugsar út í þetta.“
Västerås er um 110 þúsund
manna borg um 120 kílómetra
vestur af Stokkhólmi.
stefanrafn@frettabladid.is
johannoli@frettabladid.is
Tvö stungin til bana
í IKEA-búð í Svíþjóð
Maður og kona létust í árás í IKEA-verslun í Västerås í Svíþjóð í gær og einn er
þungt haldinn. Tveir menn hafa verið handteknir. Annar þeirra er sá sem liggur
þungt haldinn á sjúkrahúsi en ekki er vitað hvernig áverkar hans komu til.
IKEA Í VÄSTERÅS Fjöldi lögreglu- og sjúkrabíla kom á staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
EIRÍKUR ÖRN
NORÐDAHL
FÆREYJAR Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra hélt í
gær til Færeyja í tilefni af því að
30 ár eru liðin frá stofnun Vestnor-
ræna ráðsins. Þetta kemur fram
í tilkynningu frá forsætisráðu-
neytinu.
Sigmundur Davíð mun þar taka
þátt í hátíðardagskrá í tilefni af
afmæli Vestnorræna ráðsins. Þá
mun hann halda þar erindi um
gildi vestnorrænnar samvinnu á
norðurslóðum. - ngy
Afmæli Vestnorræna ráðsins:
Forsætisráðherra
hélt til Færeyja
LÖGREGLUMÁL Íslensk kona á þrí-
tugsaldri, Kolbrún Ómarsdóttir,
var handtekin í Melling á Eng-
landi þann 7. júní síðastliðinn fyrir
vörslu eiturlyfja og peningaþvætti.
Konan var handtekin ásamt þrem-
ur breskum körlum.
Það voru breskir fjölmiðlar sem
fyrstir sögðu fréttir af málinu og
nafngreindu konuna.
Í tilkynningu frá lögreglunni í
Merseyside, sem fer með málið,
kemur fram að fjórmenningarnir
hafi verið handteknir í aðgerðum
lögreglu í húsi við Rainbow Drive
í þorpinu sem er nálægt Liverpool.
Við handtökuna fundust þrett-
án kíló af heróíni og ein milljón
breskra punda, sem samsvarar
rúmum 208 milljónum íslenskra
króna.
Í samtali við Fréttablaðið stað-
festi Urður Gunnarsdóttir, fjöl-
miðlafulltrúi utanríkisráðuneytis-
ins, að ráðuneytið vissi af málinu
en engin formleg beiðni hefði bor-
ist um afskipti af málinu. - snæ
Íslensk kona hefur verið ákærð í Liverpool:
Var handtekin með
13 kíló af heróíni
HERÓÍN Efnin sem fundust í húsinu eru
talin mjög hrein og virði mörg hundruð
milljóna króna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
1
0
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
B
1
-F
B
C
8
1
5
B
1
-F
A
8
C
1
5
B
1
-F
9
5
0
1
5
B
1
-F
8
1
4
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K