Fréttablaðið - 11.08.2015, Side 14

Fréttablaðið - 11.08.2015, Side 14
11. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Ástkær eiginkona mín og móðir, MAGNEA KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR Fjólukletti 3, Borgarnesi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands föstudaginn 7. ágúst. Jarðsett verður frá Borgarneskirkju mánudaginn 17. ágúst. Ragnar Ingimar Andrésson Gréta Bogadóttir Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, AUÐUR ANGANTÝSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, sem lést sunnudaginn 2. ágúst, verður jarðsungin frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn 13. ágúst kl. 15.00. Ibsen Angantýsson Hulda Guðmundsdóttir Bára Angantýsdóttir Einar Sigurgeirsson Guðrún Angantýsdóttir Viðar Már Matthíasson systkinabörn og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR KONRÁÐSSON Suðurlandsbraut 58, áður Njörvasundi 31, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 6. ágúst. Ragnheiður Halldórsdóttir Helga María Arnarsdóttir Þorsteinn Helgason Andrés Reynir Ingólfsson Guðlaug Helga Konráðsdóttir Halldór Ingólfsson Elísabet Þ.Á.M. Pétursdóttir Ásberg Konráð Ingólfsson Þórhildur Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SELMA SAMÚELSDÓTTIR lést föstudaginn 31. júlí. Jarðarförin fer fram föstudaginn 14. ágúst kl. 13.00 í Neskirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á MS-félag Íslands. Kolbeinn J. Ketilsson Unnur A. Wilhelmsen Ólafur B. Ketilsson Brynhildur Á. Harðardóttir Katla Mist Ólafsdóttir Ottó Loki Ólafsson Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EDDU ÓSKARSDÓTTUR Kópavogsbraut 1a. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknar- deildarinnar í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og alúð. Óskar Guðjónsson Konný R. Hjaltadóttir Jón Steinar Guðjónsson Anna Þ. Guðmundsdóttir Guðlaugur H. Guðjónsson Guðrún S. Jónsdóttir Elín Björg Guðjónsdóttir Ólafur J. Stefánsson barnabörn og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HRAFN TULINIUS læknir og prófessor, lést föstudaginn 31. júlí síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 12. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast Hrafns er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Helga Brynjólfsdóttir Tulinius Már Tulinius Anna Lena Tulinius Torfi H. Tulinius Guðbjörg Vilhjálmsdóttir Þór Tulinius Elísabet Katrín Friðriksdóttir Sif Margrét Tulinius barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi, langafi og tengdafaðir, HJALTI JÓHANNESSON áður Lækjasmára 64, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 6. ágúst. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju, mánudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Sigurbjörg Þóra Óskarsdóttir Margrét Hjaltadóttir Kristín Ósk Jónsdóttir Auður Hjaltadóttir Þórunn Hjaltadóttir Bergþór Arnarson barnabörn og barnabarnabarn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG HARALDSDÓTTIR frá Haga í Gnúpverjahreppi, síðast til heimilis að Hraunbæ 124 í Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 7. ágúst. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Guðrún Ásbjörnsdóttir Jón Helgi Guðmundsson Sigurður Ásbjörnsson Unnur Gunnarsdóttir Guðmundur Freyr Jónsson Anna Katrín Melstað Elísabet Jónsdóttir Magnús Stefán Sigurðsson Haraldur Jónsson Jökull Sigurðarson Freyja Rún Guðmundsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR RAFN THORARENSEN loftskeytamaður, Klausturhvammi 9, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, mánudaginn 27. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Rafn Thorarensen Bryndís Þorsteinsdóttir Elín Guðfinna Thorarensen Ingveldur Thorarensen Ragnar Eysteinsson G. Magnús Thorarensen Gunnlaug Þorvaldsdóttir Jón Thorarensen og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, EIRÍKUR VERNHARÐSSON er látinn. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 12.30. Þeir sem vilja minnast hans láti Hjúkrunarheimilið Skógarbæ njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Vernharður Tage Eiríksson Brynjar Kári Eiríksson Gyða Guðmundsdóttir „Lögin hafa öll verið lengi á óskalista mínum en ég hef ekki flutt þau fyrr,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran- söngkona um efni tónleikanna í Lista- safni Sigurjóns á Laugarnestanga í kvöld sem hefjast klukkan 20.30. Þar syngur hún og Sólveig Anna Jónsdóttir leikur á píanó. „Þetta eru allt 20. aldar lög en ljóðin eru frá ólíkum tímum,“ heldur Ingibjörg áfram og nefnir sem dæmi tónlist eftir Roger Quilter (1887-1953) við ljóð frá 16. öld. „Það er skemmtileg blanda sem harmónerar vel saman og úr verður áferðarfallegt og sterkt tónmál.“ Annar minni ljóðaflokkur er við tón- list eftir William Walton (1902-1983). „Walton er þekktur fyrir stærri verk,“ lýsir Ingibjörg, „en þarna býr hann til skemmtilega stemningu úr þremur mjög ólíkum sönglögum.“ Þetta var breski hlutinn. Svo er amerískur hluti líka. Ingibjörg nefn- ir meðal annars lag eftir fyrsta amer- íska kventónskáldið, Amy M.C. Beach (1867-1944), sem hún segir hafa verið rokna píanista. „Við ljúkum svo tón- leikunum á þremur sönglögum eftir Leonard Bernstein sem þekktur er fyrir söngleiki sína,“ segir Ingibjörg. „Þessi lög heyrast ekki oft en bera hans höfundarsvip og einkennast af léttleika.“ Ingibjörg og Sólveig starfa saman í Kvennakór Garðabæjar en halda nú sína fyrstu tónleika tvær saman. Sól- veig Anna kveðst lítið hafa þekkt til verkanna á efnisskránni þegar þær byrjuðu að æfa. „En þetta er tónlist sem ég féll fyrir og höfðar vel til mín,“ segir hún. Spurðar hvort þær ætli víðar með prógrammið segir Sólveig Anna aldrei að vita hverju þær taki upp á fyrst þær séu komnar af stað. „Svona dagskrá verður ekki til fyrirhafnar- laust en undirbúningurinn er búinn að vera tóm gleði. Það er svo gaman að vinna með Ingibjörgu og efnisskráin er dásamleg.“ gun@frettabladid.is Ljóð frá ýmsum tímum við tuttugustu aldar tóna Bresk og bandarísk músík verður í öndvegi á síðustu tónleikum sumarsins í Sigurjóns- safni þetta árið. Flytjendur eru Ingibjörg Guðjónsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir. TÓNLISTARKONUR Sólveig Anna og Ingibjörg starfa saman í Kvennakór Garðabæjar en halda nú sína fyrstu tónleika tvær saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ MERKISATBURÐIR 1580 Katla gýs. 1794 Sveinn Pálsson læknir gengur á Öræfajökul. Talið er að hann hafi fyrstur manna gert sér grein fyrir eðli skriðjökla í þessari ferð. 1938 Baden-Powell, upphafsmaður skátastarfs, og hópur skátaforingja frá Englandi koma til Reykjavíkur. 2006 Síðustu þrjár F15-þoturnar yfirgefa Keflavíkurstöðina og þar með er Ísland herþotulaust í fyrsta skiptið síðan árið 1953. 1 0 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 B 1 -F 6 D 8 1 5 B 1 -F 5 9 C 1 5 B 1 -F 4 6 0 1 5 B 1 -F 3 2 4 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.