Fréttablaðið - 11.08.2015, Qupperneq 16
FÓLK|HEILSA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
THELMA KARITAS Á
GRENSÁS
Hún segist eiga starfs-
fólki Endurhæfingar-
innar það að þakka að
hún getur gengið tíu
kílómetrana í Reykjavík-
urmaraþoninu.
Thelma Karitas Halldórs-dóttir er sextán ára og safnar áheitum á að henni
takist að komast tíu kílómetra í
Reykjavíkurmaraþoninu.
Í janúar síðastliðnum fékk hún
heilablóðfall og fjórum dögum
síðar blóðtappa aðeins 15 ára
gömul. Við þetta lamaðist hún
á hægri hlið líkamans og missti
málið tímabundið. „Það er
aðallega starfsfólki Grensáss að
þakka að ég er labbandi núna og
ég get notað hægri höndina því
þótt hún sé ekki alveg fullkom-
lega komin til baka þá get ég allt
sjálf,“ segir Thelma. „Ég hef verið
í endurhæfingu þar síðan í mars
og vil leggja mitt af mörkum til að
efla starfsemina.“ Thelma ákvað
tiltölulega fljótt eftir að hún
veiktist að hún ætlaði í hlaupið,
hvernig sem hún færi að því.
„Við ákváðum í lok janúar að við
myndum fara í þetta hlaup hvort
sem ég þyrfti að vera í hjólastól
eða labbandi. Ég held að það hafi
hjálpað mér mikið við batann að
hafa þetta markmið og ég ætlaði
mér alltaf að ganga og ekki vera í
stól. Og nú get ég það.“
ÍÞRÓTTAKONA
Thelma var mikið í íþróttum áður
en hún veiktist. „Ég æfði fótbolta
frá fjögurra ára aldri og hef verið
á fullu í því síðan og hef líka próf-
að fullt af öðrum greinum, var
í fimleikum, fór oft á skíði með
fjölskyldunni, allt nema hand-
bolta eiginlega. Það var eigin-
lega mesta sjokkið, að geta ekki
hlaupið, en nú er ég byrjuð að
hlaupa aftur og þó ég komist ekki
nema hundrað metra án þess að
verða mjög þreytt þá er þetta
allt að koma.“ Thelma ákvað að
setja markið hátt. „Ég ákvað að
fara tíu kílómetra og er búin að fá
fjölskyldu og vini til að fara með
mér svo ég komi ekki ein og ekki
síðust í mark. Ég hef farið þrjá
kílómetra áður en aldrei tíu og
mig langaði að prófa það.“
UNDIRBÚNINGUR Á FULLU
Hún er á fullu í undirbúningi.
„Ég er að safna mér lögum til að
hafa í eyrunum en svo hef ég líka
mömmu mína með mér og fullt af
frænkum og frændum, og bestu
vinkonu mína sem ætlar líka að
labba með mér svo þetta verður
eiginlega svona fjölskylduhátíð.“
Thelma segist vera svolítið
fyrir teknó og er farin að setja
saman sína uppáhaldstónlist á
tónhlöðu. „Ég ætla að hlusta á
Something new með Axwell og
Headlights með Robin Sculls og
svo verður eitthvað með Kalvin
Harris og Kings of Leon og líka
alls konar gömul tónlist.“
Þeir sem vilja styrkja Thelmu
Karitas finna hana á hlaupastyrk-
ur.is. Hún hleypur fyrir Grensás
og númerið hennar er #3278.
■ brynhildur@365.is
GENGUR FYRIR
GRENSÁSDEILD
HETJA Thelma Karitas var aðeins fimmtán ára þegar hún fékk
heilablóðfall í janúar síðastliðnum. Hún gengur tíu kílómetra ásamt
vinum og vandamönnum til að þakka starfsfólku Grensáss fyrir sig.
Ýmislegt sem til fellur við matargerð og löngum
hefur verið hent er hægt að nýta á annan hátt, bæði
til matargerðar og annars. Þannig að næst þegar þú
ætlar að henda hugsunarlaust skaltu staldra við og
velta fyrir þér hvort það sem þú ætlar með í ruslið
geti mögulega gert líf þitt skemmtilegra í einhverju
öðru hlutverki og jafnvel sparað þér stórfé.
Appelsínubörkur og börkur af öðrum sítrus-
ávöxtum er til margra hluta nytsamlegur. Hann má
þurrka í sólarljósi eða inni í ofni svolitla stund og
síðan nýta til að bragðbæta ýmsa rétti, bæði sæta
og ósæta. Ef kettir nágrannans eru of nærgöngulir
er einnig þjóðráð að leggja appelsínubörk í glugga
því kisur þola ekki lyktina af sítrusávöxtum. Þá
dregur appelsínubörkur einnig í sig lykt og er sér-
staklega notadrjúgur þegar þarf að losna við reyk-
ingalykt úr herbergjum.
Selleríblöð Má skera smátt og þurrka og nota til
að styrkja bragðið af súpum eða salati. Það má
líka nota selleríkrydd í stað steinselju og annarra
kryddjurta á pastarétti og í
safa.
Kjúklingabein Eru ekki síður
nytsamleg en kjötið sjálft.
Beinin má sjóða og bæta út í
kryddum og grænmeti og fá
þannig prýðissoð sem bæði er
hægt að drekka beint en líka
nota til að bragðbæta súpur.
Eggjaskurn Má þurrka og mala
smátt og blanda út í þeyttu
útgáfuna af einu eggi. Þá er
kominn andlitsmaski sem bæði
nærir húðina og lyftir henni.
Notaðir tepokar Eru einstak-
lega góðir fyrir húðina. Þeir
draga úr bólgum og kæla sól-
brennda húð. Þá nýtast þeir
einnig til að drepa bakteríur, fjarlægja vonda lykt
og eru endurnærandi út í fótabað.
DÝRMÆTI ÚR ÚRGANGI
Mörg hendum við hugsunarlaust því sem gæti svo auðveldlega nýst á ótal
mismunandi vegu til að gera lífið þægilegra og betra.
APPELSÍNUBÖRKUR
Engin ástæða er til að
henda ilmandi appel-
sínuberki í ruslið þegar
hann er til svona margs
nytsamlegur.
Fáðu þér áskrift í síma
1817 eða á 365.is
ENDALAUST
TAL OG 10 GB
Á 3.990 KR.*
Færðu farsímann yfir til 365
og fáðu frábært sjónvarpsefni
á fáránlega góðu verði.
Allt það besta hjá 365
*Gildir fyrir áskrifendur í tilboðspökkum 365
Vinsamlegast láttu vita í gjaldfrjálst númer
800 1177 eða á dreifing@postdreifing.is
Hjálpaðu okkur að bæta þjónustuna.
Blaðið á að berast þér fyrir kl. 7:15 virka morgna
og 8:15 á laugardögum
FÉKKSTU EKKI
BLAÐIÐ Í MORGUN?
KOM ÞAÐ OF SEINT?
1
0
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
B
2
-0
A
9
8
1
5
B
2
-0
9
5
C
1
5
B
2
-0
8
2
0
1
5
B
2
-0
6
E
4
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K