Fréttablaðið - 11.08.2015, Page 22
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
4 11. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR
A
thyglisvert hefur
verið að fylgjast með
því hve mikið af bílum
hefur komið á skömm-
um tíma frá Volkswag-
en-bílafjölskyldunni
sem eru með umhverf-
isvæna aflgjafa. Það eru raf-
magnsbílar, Plug-In-Hybrid-bílar
og metanbílar. Hekla er umboðs-
aðili fyrir margar gerðir bílafjöl-
skyldu Volkswagen og þar á bæ
eru nú í boði einar níu bílgerðir
sem eru með umhverfisvæna afl-
gjafa, fimm bílar frá Volkswagen,
þrír frá Audi, einn frá Skoda. Að
auki eru þar í boði tveir þannig
bílar frá Mitsubishi.
Rafmagnsbílar,
tvíorkubílar og metanbílar
Frá Volkswagen eru þetta raf-
magnsbílarnir E-up og E-Golf,
Golf GTE sem er tvíorkubíll og
notar rafmagn og brunavél og
einnig Golf TGI og Golf Vari-
ant TGI sem nota metan og bens-
ín. Frá Audi kemur A3 e-tron
rafmagnsbíllinn, A3 g-tron sem
gengur fyrir metani og bens-
íni og svo er að koma Q7 e-tron
sem gengur fyrir rafmagni og
dísilolíu. Frá Mitsubishi koma
svo i-MiEV rafmagnsbíllinn
og Outlander PHEV sem geng-
ur fyrir rafmagni og bensíni.
Fyrir skömmu greindi forstjóri
Volkswagen frá því að fyrirtæk-
ið byði nú mesta úrval rafmagns-
bíla nokkurs bílaframleiðanda og
ekki tók það þetta stóra og sveigj-
anlega fyrirtæki langan tíma að
komast í þá stöðu. Undir Volks-
wagen-fjölskylduna heyra einnig
Porsche-bílar og þar eru einn-
ig nokkrir bílar sem bjóðast með
rafmótorum auk brunavéla og fer
þar ef til vill fremst tækniundrið
918 Spyder, en einnig Volkswagen
XL-bíllinn sem eyðir 0,9 lítrum
af bensíni á hundraðið.
Volkswagen árfesti fyrir 1.702
milljarða í fyrra í nýja bíla
Stefna Volkswagen er einföld,
þar á bæ stendur til að bjóða svo
til hverja einustu bílgerð með
rafmagnsmótorum til aðstoð-
ar brunavélunum og sem dæmi
um bíla sem þannig verða búnir
á næstunni eru Audi A7 og A8
og Volkswagen Touareg og Phea-
ton. Aðrir bílar fyrirtækisins
verða boðnir sem hreinir raf-
bílar, svo sem nýr Audi R8 e-tron
sem komast mun 450 km á hleðsl-
unni og Volkswagen er að vinna
að bíl sem komast mun meira en
500 km á hverri hleðslu. Það er
því ekki lítið að gerast í þessum
fræðum hjá stóru Volkswagen-
bílafjölskyldunni og í fullu sam-
ræmi við það að aldrei áður hefur
Volkswagen fjárfest fyrir hærri
upphæð í þróun bíla sinna en í
fyrra, eða fyrir 1.702 milljarða
króna, og enginn annar bílafram-
leiðandi eyddi meira.
Með stærsta bílaflotann sem
mengar undir 95 g af CO2
Þessir umhverfisvænu bíla með
nýrri tækni er liður í því að hlíta
ströngum kröfum Evrópusam-
bandsins um mengun bíla og þar
stendur Volkswagen vel nú og mun
standa enn betur að vígi innan
tíðar. Volkswagen er með stærsta
flota bíla sem menga undir 95 g af
CO2 allra bílaframleiðenda, eða
57 bíla talsins. Volkswagen skil-
greinir sínar aðferðir sem framlag
sitt til betri heims og umhverfis-
verndar og stendur nú skyndilega
fremst í flokki bílaframleiðenda
hvað það varðar.
UMHVERFISVÆNIR AFL-
GJAFAR NÚ Í ÖNDVEGI
Hjá Heklu má nú velja á milli 11 gerða bíla sem ganga fyrir
óhefðbundnum aflgjöfum. Með stærsta umhverfisvæna flotann.
Volkswagen Golf GTE.
Á síðasta ári voru seldir fleiri Porsche-bílar í Bandaríkjunum en
nokkru öðru landi. Í ár eru yfir 30 þúsund bílar seldir þar fyrstu
sex mánuði ársins, sem svarar til 13% aukningar miðað við sama
tímabil í fyrra. Það kemur reyndar ekki á óvart vegna þess að
sterk ímynd Porsche í Bandaríkjunum á sér langa sögu. Amer-
íski Porsche-klúbburinn (PCA) hefur verið starfandi í 60 ár og er
sá fjölmennasti í heimi með um 115,000 meðlimi í 143 deildum vítt
og breitt um Bandaríkin. Porsche-ástríða Ameríkana endurspegl-
aðist einnig ljóslega í könnun sem framkvæmd var nýlega af J.D.
Power and Associates, einu virtasta markaðsrannsóknafyrirtæki
Bandaríkjanna. Þar trónir Porsche á toppnum í heildaránægju-
könnun á meðal bandarískra bíleigenda, enn eina ferðina. Nýjar
gerðir frá Porsche eiga glæsilega innkomu, eins og til dæmis Mac-
an-sportjeppinn, sem tekur toppsætið í sínum flokki í sinni fyrstu
tilraun og goðsögnin Porsche 911 sem hirðir titilinn í fjórða skipti
í röð. Ofurjeppinn Cayenne og Panamera Gran Turismo tylla sér
líka í toppsætin. Þessi niðurstaða byggir á reynslu tugþúsunda
bandarískra bíleigenda sem átt hafa 2015-árgerðir af Porsche á
tímabilinu frá febrúarmánuði og út maí. Til grundvallar valinu á
hverju ári liggur einnig langtíma áreiðanleikarannsókn á bílum á
Bandaríkjamarkaði sem hefur verið gerð árlega, samfellt í 29 ár,
af J.D. Power and Associates.
Met í vinsældum
Porsche í Bandaríkjunum
Bílamarkaðurinn á Indlandi hefur verið í nokkurri lægð á undanförn-
um árum og þar seljast tæplega þrjár milljónir bíla á ári. Ýmis teikn
eru þó á lofti um aukna sölu á næstu árum og því er spáð að árið 2020
verði Indland orðinn þriðji stærsti bílamarkaður heims á eftir Kína
og Bandaríkjunum. General Motors ætlar greinilega ekki að missa af
þessum vagni og ætlar á næstu árum að fjárfesta fyrir einn milljarð
dollara, eða um 134 milljarða króna, í starfsemi sinni á Indlandi.
GM seldi aðeins 56.700 bíla í fyrra á Indlandi og var markaðshlut-
deild fyrirtækisins aðeins 1,8%. Þessu ætlar Mary Barra, forstjóri
GM, að breyta og vaxa afar hratt á Indlandi. Stefnan er að kynna tíu
nýja bíla á Indlandi á næstu fimm árum og verða þeir framleiddir þar.
Í dag eru japanskir og kóreskir bílaframleiðendur ráðandi á bílamark-
aðnum á Indlandi. Framleiðendur eins og Suzuki og Hyundai hafa náð
miklum árangri á Indlandi en bandarísk og evrópsk bílafyrirtæki hafa
ekki náð að festa nægilega rótum í Indlandi og bjóða ekki nógu litla og
ódýra bíla þar.
GM ætlar einmitt að framleiða ódýra og smáa bíla í Indlandi og ekki
bara selja þá þar heldur einnig í öðrum löndum í Asíu. Þar munu nýjar
verksmiðjur GM á Indlandi leika aðalhlutverk. Í leiðinni ætlar GM að
draga úr framleiðslu sinni í S-Kóreu, en þar er framleiddur fimmt-
ungur af bílum GM á hverju ári. Hækkandi launakostnaður í S-Kóreu
hefur hins vegar valdið GM áhyggjum og stefnan er að flytja talsvert
af framleiðslunni þaðan í nýjar verksmiðjur á Indlandi. Framleiðslan í
S-Kóreu mun í leiðinni breytast í framleiðslu dýrari bíla GM.
GM veðjar á Indland
S
vo vel gengur hjá
Fiat Chrysler um
þessar mundir að
fyrirtækið hefur
þurft að breyta spám
sínum um hagnað
ársins í betri áttina.
Hagnaður fyrri helmings árs-
ins var 223 milljarðar króna,
en var 129 milljarðar í fyrra.
Fyrir vikið hefur fyrirtæk-
ið gert ráð fyrir meiri hagnaði
á árinu en fyrri spár sögðu til
um. Það er aðallega mjög góð
sala í Bandaríkjunum og frá-
bær sala Jeep á öllum mörkuð-
um sem skapa þennan mikla
hagnað nú. Velta Fiat Chrysler
jókst um 25 prósent frá fyrsta
fjórðungi ársins til þess næsta
og velta þeirra beggja nam
1.273 milljörðum króna. Fiat
hafði spáð 607 milljarða EBIT-
hagnaði fyrir árið í ár en hefur
nú breytt spánni í 666 milljarða
hagnað.
Helmingur hagnaðarins
varð til í Bandaríkjunum
Ríflega helmingur hagnaðar
Fiat Chrysler varð til í Banda-
ríkjunum á fyrri helmingi árs-
ins og hann meira en tvöfald-
aðist á milli ára. Hagnaður af
sölu náði nú 7,9% en var 4,9%
í fyrra. Salan þar vestra jókst
um 8% og nam 677.000 bílum.
Salan í Evrópu, Afríku og Mið-
Austurlöndum jókst um 13% og
hagnaður þar um 19%. Salan í
Kína minnkaði um 15% á milli
ára og hagnaður þar minnk-
aði um 47%. Tap var á sölu
bíla í Brasilíu og Argentínu,
en þar var hagnaður af sölu í
fyrra. Salan þar minnkaði líka
um 32% og er til marks um al-
mennt lélega bílasölu þar í ár
og slæmt efnahagsástand. Alls
seldi Fiat Chrysler 1,19 milljón-
ir bíla á fyrri helmingi ársins,
en í fyrra seldi fyrirtækið 1,18
milljónir bíla. Sala Jeep-bíla í
heiminum jókst um 27% á þess-
um fyrstu sex mánuðum ársins.
Við þessar góðu hagnaðarfrétt-
ir Fiat Chrysler hækkuðu hluta-
bréf í félaginu um 6,6% og hafa
þau hækkað um 45% í ár.
FIAT CHRYSLER HÆKKAR
HAGNAÐARSPÁNA
Góð sala í Bandaríkjunum og frábær sala Jeep-bíla skýrir
árangurinn. Velta Fiat Chrysler jókst um 25 prósent.
Mikill kraftur er í Alfa Romeo, en fyrirtækið er í eigu Fiat Chrys-
ler, sem gengur ágætlega um þessar mundir. Þar á bæ ætla menn
ekki að missa af áhuga bílkaupenda á jepplingum og unnið hefur
verið lengi að fyrsta jepplingi fyrirtækisins. Verður hann kynnt-
ur um mitt næsta ár. Vinnuheiti bílsins er Project 949 og er þessi
bíll byggður á sama undirvagni og næsti nýi bíll Alfa, þ.e. Giulia,
en sá bíll verður kynntur á undan jepplingnum. Stærð jepplings-
ins er á við BMW X3 og er meiningin að hann keppi við þann bíl og
aðra lúxusjepplinga svipaðrar stærðar. Alfa Romeo hefur lengi haft
á prjónunum að smíða jeppling og sýndi sinn fyrsta tilraunajepp-
ling fyrir einum 12 árum og bar hann nafnið Kamal. Giulia og Proj-
ect 949 jepplingurinn eru aðeins tveir af átta nýjum bílgerðum sem
Alfa Romeo ætlar að kynna til sögunnar fram til ársins 2018 og þar
á meðal er annar jepplingur. Aðrir bílar eru tveir af minni gerð
fólksbíla, einn í millistærðarflokki, einn stór fólksbíll og einn bíll
sem Alfa Romeo segir að verði afar sérstakur. Alfa Romeo hefur
uppi þau háleitu markmið að selja um 400.000 bíla þegar árið 2018.
Alfa Romeo
jepplingur á næsta ári
Jeep Cherokee og aðrir Jeep-bílar seljast mjög vel.
1
0
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
B
2
-0
5
A
8
1
5
B
2
-0
4
6
C
1
5
B
2
-0
3
3
0
1
5
B
2
-0
1
F
4
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K