Fréttablaðið - 11.08.2015, Síða 25

Fréttablaðið - 11.08.2015, Síða 25
Lagleg en fremur látlaus innrétting í Vitara og talsverð notkun á plasti. Suzuki Vitara tekinn til kostanna og spólað í hringi í Portúgal. Það á sko ekki við Suzuki og er Vit- ara gott dæmi um það. Áfram er þessi bíll hæfur til aksturs á vegum utan alfaraleiðar og sannaðist það í reynsluakstrinum. Vitara er hærri á vegi en flestir samkeppnisbíl- ar hans, býðst með fjórhjóladrifi og er t.d. með fjórum akstursstilling- um, allt eftir undirlagi og hve erf- iðum vegum hann mætir. Vitara er líka með brekkuaðstoð sem stjórnar hraðanum niður á við ef bratt er farið og driflæsingu. Að auki má finna alvöru varadekk undir skott- hlífinni og það eitt sýnir að Suzuki hefur ekki gleymt því að bíllinn á að geta farið langt frá þéttbýlinu. Fínn á malbikinu og hljóðlátur Þó svo að Vitara sé mjög hæfur til að takast á við erfiðari vegi er honum væntanlega mest ekið af eig- endum sínum á malbiki og þar er hann ekki síður á heimavelli. Stýr- ing hans er rétt stillt og hann hagar sér skemmtilega í beygjum með litlum hliðarhalla og vel má taka á bílnum uns mörkum hans í getu er náð. Stíga þarf fastar á bremsurn- ar en í sumum öðrum bílum, en það venst vel og telst vart til ókosta. Að- eins heyrist í undirvagni bílsins ef hratt er farið um grófari vegi, en annars er bíllinn fremur hljóðlátur. Slaglengd fjöðrunar bílsins mætti vera lengri en gott fjórhjóladrif- ið færir aflið faglega milli hjóla ef eitthvert þeirra missir grip vegna skorts á slaglengd. Laglegar útfærslur með öðrum lit á þaki Kaupendur Vitara hafa úr miklu að velja þegar kemur að innréttingu og litum bílsins. Hann býðst nú í fjór- tán litum og velja má að hafa þak hans í öðrum lit og margar þannig fallegar útfærslur hans sáust í fríð- um flokki þeirra bíla sem buðust til reynsluakstursins. Þá má fá bíl- inn með litaflötum í innréttingunni sem eru samlitir ytra byrði bílsins. Þannig verður hann mjög sportleg- ur og flottur. Velja má um ýmsar út- færslur innréttingarinnar og eftir því sem þær eru dýrari, þeim mun flottari og með fleiri tækninýjung- um sem of langt mál er að fara í hér. Framsætin eru ferlega þægi- leg og gefa mikinn stuðning. Aft- ursætin teljast ekki í flokki lúxus- bíla en vel fer um tvo fullorðna þar og eins þrjú börn, en millistokkur fyrir miðju er ekki til hægðarauka fyrir þriðja fullorðna farþegann. Skottrýmið er merkilega gott fyrir ekki stærri bíl og sýnir hve vel bíll- inn er hannaður. Í innréttingunni er notað mikið af plasti og það ekki af dýrari gerðinni, en allt er vel smíð- að og lítur mjög vel út og það góða við hana er að líklega mun hún líta jafn vel út eftir tíu ár en Suzuki er þekkt fyrir góða smíði sína og end- ingu. Suzuki Vitara mun bjóðast á verði frá 4.480.000 krónum og ekki getur það talist hátt verð fyrir heil- mikinn bíl. NOTAÐIR BÍLAR Suzuki bílar hf Skeifan 17 108 Reykjavík Sími 568 5100 www.suzuki.is Komdu og skoðaðu úrvalið CHEVROLET Spark LS. Skr. 10.2011, ekinn 65 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.280.000. Rnr.100997. TOYOTA Aygo. Skr. 03.2007, ekinn 93 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 790.000. Rnr.100948. SUZUKI Grand Vitara Luxury. Skr. 11.2010, ekinn 104 Þ.KM, bensín, sjálf- skiptur, leður, sóllúga. Verð 3.250.000. Rnr.100700. NISSAN Qashqai SE. Skr. 04.2011, ekinn 143 Þ.KM, bensín, sjálf- skiptur. Verð 2.750.000. Rnr.100849. SUZUKI Kizashi AWD. Skr. 01.2013, ekinn 24 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur, leður, sóllúga o.fl. Verð 4.690.000. Rnr.100816. SUZUKI Jimny JLX. Skr. 06.2011, ekinn 87 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 2.250.000. Rnr.100825. CHEVROLET Spark LTZ. Skr. 10.2014, ekinn 6 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.935.000. Rnr.100982. CHEVROLET Aveo LTZ. Skr. 01.2012, ekinn 47 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.980.000. Rnr.100907. SUZUKI Grand Vitara Premium. Skr. 06.2011, ekinn 55 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 3.580.000. Rnr.100663. BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 711. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR ● Aksturseiginleikar ● Torfærugeta ● Útlit ● Verð ● Lítið vélaúrval ● Mikil plastnotkun í innréttingu KEMUR Á ÓVART Léttasta útgafa Vitara er aðeins 1.075 kg Er með stærsta skottið í sínum flokki, 375 lítra Fá má Vitara með öðrum lit á þaki 1 0 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 B 1 -F 1 E 8 1 5 B 1 -F 0 A C 1 5 B 1 -E F 7 0 1 5 B 1 -E E 3 4 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.