Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 4
1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 Þetta eru sjálfsögð mannréttindi að þú sért ekki þvingaður til að vera í hjónaband sem þú vilt ekki vera í. Helga Vala Helgadóttir lögmaður NÁTTÚRA Umhverfis- og skipulags- svið Reykjavíkurborgar ætlar að grípa til aðgerða vegna útbreiðslu trölla-, húna- og bjarnarklóa í Reykjavík. Þetta eru plöntur af ættkvíslinni heracleum, en fundist hafa þrjár tegundir sem ganga undir ýmsum nöfnum. Þær eru varasamar því þær innihalda efnasambönd sem geta valdið alvarlegum bruna á húð. Í sumar hefur verið unnið að því að kortleggja útbreiðslu platn- anna en að því loknu verður unnin aðgerðaráætlun og útbúið fræðslu- efni um hvernig best sé að bregð- ast við vandanum. - ngy Borgin kortleggur plöntur: Bregðast við vara- sömum plöntum HERACLEUM Plönturnar eru varasamar en sjást víða Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BANDARÍKIN „Ég las nýlega þrjá- tíu ára gömul ummæli sem voru höfð eftir mér. Ummælin féllu á þeim tíma sem við Donald vorum að skilja. Þessi saga er ekki á rökum reist,“ sagði Ivana Trump í yfirlýsingu í gær. Undanfarna daga hefur verið fjallað um gömul ummæli henn- ar þar sem hún sakaði forseta- frambjóðandann Donald Trump, fyrrverandi eiginmann sinn, um nauðgun. Hún dregur nú ummæl- in til baka. „Ég hef mikið dálæti á Donald og óska honum alls hins besta í kosningabaráttu sinni. Ég held að hann yrði ótrúlega góður forseti Bandaríkjanna.“ - þea Ivana um sinn fyrrverandi: Dregur orð um Trump til baka 26.07.2015 ➜ 01.08.2015 hafa látist í ár við það að reyna að komast í gegnum Ermarsundsgöngin. 9 FLÓTTAMENN 1,49 manna nota Facebook, samkvæmt tölum frá Mark Zuckerberg. unglinga sem eiga foreldra af erlendum uppruna hafa reykt tóbak um ævina á móti fjórtán prósentum íslenskra unglinga. 33% sem komnir eru yfir sjötugt, starfa í Reykjavík. 5-10 bifreiðar hafa verið innkall- aðar það sem af er ári. Í fyrra voru þær samtals 6.394. 16.099 fóru fyrir héraðsdóm árið 2014 en 5.122 árið 2011. 2.597 NÝ SAKAM ÁL MILLJARÐAR DAGFORELDRAR, DÓMSMÁL Dæmi eru um að íslenskir dómstólar vísi skilnaðar- málum frá dómi ef ekki næst í annan makann á grundvelli þess að eignaskiptasamningar liggi ekki fyrir þótt ljóst sé að bú séu eignalaus. Þetta segir Helga Vala Helgadóttir lög- m að u r. Hú n segist vita til tveggja nýlegra s l í k a m á l a . Annað þeirra hafi farið fyrir Hæstarétt sem staðfest hafi að vísa málinu frá dómi á grundvelli þess að eignaskiptasamningur hafi ekki legið fyrir. „Þess er krafist þegar gengið er frá skilnaði að búið sé að ganga frá eignaskiptum eða farið hafi fram beiðni um opinber skipti,“ segir Helga Vala. „Þegar þú ferð fram á opinber skipti þarft þú að sýna fram á að það séu einhverjar eignir í búinu til að skipta og leggja fram trygg- ingu upp á 250 þúsund krónur. Þetta er auðvitað frekar galið þegar engar sameiginlegar eignir eru í búinu eins og oft er,“ segir Helga Vala. Þegar bent hafi verið á fyrir dómi að ekki sé hægt að fara fram á opinber skipti í eignalausu búi hafi viðkvæði dómstóla verið að eigi að síður þurfi að óska eftir opinberum skiptum fyrir hér- aðsdómi. Dómstóllinn eigi svo að hafna opinberum skiptum þar sem bú sé eignalaust. „Þetta eru sjálfsögð mannrétt- indi að þú sért ekki þvingaður til að vera í hjónabandi sem þú vilt ekki vera í. Manneskja getur þvælt þessu árum saman í gegn- um kerfið með miklum tilkostnaði einstaklings með því að bregðast ekki við beiðni um skilnað,“ segir Helga Vala. Hins vegar bendir Helga Vala á að ekki gangi að afgreiða kröfu um skilnað nema gengið hafi verið úr skugga um að reynt hafi verið að ná í hinn aðilann. „Það þarf að vera alveg ljóst að það sé reynt að birta makanum stefnu,“ segir hún. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lög- maður segir að úrræði í skilnaðar- málum þar sem ekki næst í annan makann í íslensku dómskerfinu virki eins og þau eigi að gera. Sé rökstutt í stefnu í Lögbirtinga- blaðinu hvers vegna stefnan sé birt þar, eigi það að duga til að fá skiln- að samþykktan fyrir dómi. Í þeim dómsmálum sem hann hafi rekið hafi slík birting verið talin nægjan- leg. „Ef þú sleppir því að rökstyðja eða gerir það illa geta verið ein- hverjir vankantar á málatilbúnaðin- um,“ segir Vilhjálmur. „Ef lögmenn vinna ekki vinnuna sína og standa sig ekki sem skyldi geta dómstólar ekkert að því gert,“ bætir Vilhjálm- ur við. ingvar@frettabladid.is Skilnaði hafnað ef ósamið er um skipti eignalausra búa Dæmi eru um að dómstólar vísi skilnaðarmálum frá ef ekki næst í annan maka og eignaskiptasamningar liggja ekki fyrir þótt ljóst sé að bú séu eignalaus. Helga Vala Helgadóttir segir það mannréttindamál að fá að skilja. VILHJÁLMUR H. VILHJÁLMSSON Í DÓMSAL Helga Vala segir að hægt sé að þvæla skilnaðarmálum í gegnum réttarkerfið í mörg ár með því að láta ekki ná í sig. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Helga Vala hefur rekið nokkur mál fyrir íslenskum dómstólum þar sem ekki tekst að hafa upp á erlendum maka. Eitt þeirra sneri að íslenskri konu sem giftist breskum karlmanni árið 1975 en sleit samvistum við hann ári síðar og flutti þá til Íslands. Konan fór hins vegar ekki formlega fram á skilnað fyrir dóm- stólum fyrr en árið 2012. Hún hafði þó farið fram á skilnað áratugum áður. Þá hafði hún hvorki hitt né heyrt frá eiginmanni sínum í 36 ár. Eigi að síður þurfti að reka málið tvívegis fyrir íslenskum dómstólum þar sem dómari mat það svo að ekki hefði verið fullreynt að hafa uppi á manninum í fyrra dómsmálinu. „Við vissum ekki einu sinni hvort maðurinn var lífs eða liðinn,“ segir Helga Vala. Hafði ekki heyrt frá makanum í 36 ár REYKJAVÍK Alls fengu 4.088 ein- staklingar og fjölskyldur fjárhags- aðstoð á vegum Reykjavíkurborg- ar í fyrra, samanborið við 4.218 árið þar áður. Það er fækkun um 3,1% milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtri árs skýrslu vel ferðarsviðs Reykja vík ur borg ar. Fjár hagsaðstoð er veitt til fram- færslu ein stak linga og fjöl skyldna. Þeir eiga rétt á fjár hagsaðstoð sem eiga lög heim ili í Reykja vík og hafa tekj ur und ir ákveðnum viðmiðun- ar mörk um. Aðstoðin er ým ist veitt sem styrk ur eða lán. Fjár hagsaðstoð til fram færslu ein stak lings á ár inu 2014 gat numið allt að 169.199 kr. á mánuði og 253.799 kr. á mánuði til hjóna eða fólks í sam búð. Aðstoðin er óháð barna fjölda, þar sem reiknað er með að barna bæt ur, meðlög og barna líf eyr ir mæti kostnaði vegna barna. Vaxta bæt ur og húsa leigu- bæt ur mæta mis mun andi kostnaði vegna hús næðis. Fjár hagsaðstoð til fram færslu var veitt 3.269 ein stak lingum og fjöl skyldum sam an borið við 3.350 árið 2013 og er það fækk un um 2,4% á milli ára. Synj an ir um- sókna um fjár hagsaðstoð voru 584 á ár inu. Þar af var 236 ein stak ling- um synjað með öllu um fjár hags- stuðning sam an borið við 220 mál árið 2013 og er það fjölg un um 7%. Auk fjár hagsaðstoðar til fram- færslu er heim ilt að veita ein- stak ling um og fjöl skyld um fjár- hagsaðstoð vegna sér stakra aðstæðna, náms eða óvæntra áfalla sam kvæmt regl um um fjár- hagsaðstoð. - fbj Þeim sem fá fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg fækkar um 3,1% milli ára: Alls 4.088 fengu fjárhagsaðstoð REYKJAVÍK Fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklings á árinu gat numið allt að 169 þúsund krónum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 E -F 1 3 C 1 5 9 E -F 0 0 0 1 5 9 E -E E C 4 1 5 9 E -E D 8 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.