Fréttablaðið - 01.08.2015, Síða 6

Fréttablaðið - 01.08.2015, Síða 6
1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 FERÐAÞJÓNUSTA „Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilinn og spyrja – eru svona hátíðir fyrir alla eða fyrir suma?“ segir Berg- ur Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, um þá salernisað- stöðu sem hreyfihömluðum er oftar en ekki boðið upp á á bæjar- átíðum á Íslandi. Bergur segir allt of algengt að ekki sé hugsað út í að fatlaðir hátíðargestir þurfi líka að fara á salernið. „Menn einhvern veginn búast ekki við að fatlað fólk sé að sækja slíkar hátíðir,“ segir Bergur. Í hans huga ætti að vera ein- falt mál að leysa vandann. „Ef þú þarft að bóka Stuðmenn þarft þú líka að bóka stóran kamar. Þetta á bara að vera á listanum yfir það sem þarf að gera,“ segir Bergur. Fötluðum líði oftar en ekki eins og þeir séu skildir út undan þegar engin sal- ernisaðstaða sé til staðar fyrir þá. „Það er þessi tilfinning sem enginn vill upp- lifa – að vera óvelkominn sem maður upplifir því miður – þegar maður lendir í einhverju svona. Það er rosalega leiðinlegt, það verður bara að segjast alveg eins og er,“ segir Bergur. Ellen Cal- mon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að málið snúist um mannréttindi. „Þetta er spurning um að allir séu við sama borð settir,“ segir hún. Ellen segir allt of algengt að fatlaðir þurfi að fara inn á nær- liggjandi veitingastaði og biðja um leyfi til að fara á salernið. „Þetta er partur af því að fatl- að fólk sæki sína þjónustu á sama stað og allir aðrir. Ef það eru almenningssalerni eiga það að vera salerni fyrir alla, ekki suma,“ segir Ellen. Ellen bendir á að hreyfihaml- aðir geti ekki notað hvaða salerni sem er. Þeir þurfi að hafa nægt gólfrými fyrir hjólastól, arm- stuðning og lítinn hæðarmun frá gólfi. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent bréf á öll sveitarfélög lands- ins þar sem brýnt er fyrir skipu- leggjendum hátíða að tekið sé tillit til þarfa fatlaðs fólks þegar fær- anlegum salernum sé komið fyrir. „Sú hefur því miður ekki alltaf verið raunin,“ segir í bréfinu. Engin svör hafa enn borist við bréfinu að sögn Ellenar en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hafi tekið jákvætt í beiðni hennar og sagt að málið yrði tekið til skoðunar. ingvar@frettabladid.is Fatlaðir komist líka á klósett á hátíðum Allt of algengt er að engin salerni séu fyrir hreyfihamlaða á bæjarhátíðum að sögn formanns Öryrkjabandalagsins. Hún segir málið snúast um mannréttindi. Varaformaður Sjálfsbjargar segir vont að líða eins og hann sé óvelkominn. KAMAR FYRIR HREYFIHAMLAÐA Ellen bendir á að kamrar fyrir hreyfihamlaða þurfi að vera rúmgóðir, með armstuðning og lítinn hæðarmun frá gólfi. FRÉTTABLAÐIÐ/AMDRI MARÍNÓ ELLEN CALMON Ef þú þarft að bóka Stuðmenn þarft þú líka að bóka stóran kamar. Bergur Benjamíns- son, varaformaður Sjálfsbjargar Stjórn Vina Vatnajökuls auglýsir eftir umsóknum um styrki. Vinir Vatnajökuls eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs. Samtökin styrkja rannsóknir, kynninga- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs. Umsóknarfrestur stendur frá 1. ágúst til 30. september 2015. Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu samtakanna www.vinirvatnajökuls.is. ÖRYGGISMÁL „Rannsóknin er á lokastigi,“ segir Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysasviðs Rannsóknarnefndar sam- gönguslysa, um gang mála vegna skoðunar á flugslysinu við Akureyri fyrir tæpum tveim- ur árum. Flugstjóri og sjúkraflutningamaður fórust er sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á akst- ursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013. Annar flugmaður sem var í vélinni komst lífs af. Þorkell segir styttast í að drög að loka- skýrslu verði send til aðila málsins til umsagnar. Einnig eigi málið eftir að fá umfjöllun hjá Rannsóknarnefnd samgöngu- slysa. „Að því loknu er skýrslan gefin út opinber- lega. Og ég býst við að það verði núna á næstu mánuðum. Það snýst um hversu hraða meðhöndl- un málið fær á þessum lokaferli,“ segir Þorkell. Aðspurður segir Þorkell ekkert sérstakt hafa gert rannsókn þessa slyss flókna. „Það er bara nóg að gera hjá okkur og þetta hefur tekið sinn tíma. Hefur haft sinn eðlilega gang.“ - gar Styttist í lokaskýrslu flugslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa um brotlendinguna í Hlíðarfjalli: Drög að lokaskýrslu bráðlega til umsagnar TF-MYX Óhug sló á áhorfendur á aksturskeppni í Hlíð- arfjalli þegar lágflug yfir brautina endaði með skelfingu. FINNLAND Jussi Niinistö, varnar- málaráðherra Finnlands, segir að Finnland verði að endurmeta varnar málastefnu sína vegna aukinna umsvifa Rússlandshers í Eystrasalti. Bæði flotar Rússlands og NATO hafa aukið umferð sína um svæðið. Hann veltir því upp að friðhelgi Álandseyja þurfi hugsanlega að endurskoða vegna þessa. Álandseyjar eru herlaust land og ríkir alþjóðlegt samkomulag um hlutleysi eyjanna komi til átaka og ber ríkjum sem eru aðilar að sam- komulaginu að virða það. Það hafi verið stefna Finnlands til þessa en Niinisto segir að nú þurfi hugsan- lega að verða breyting á, mögulega þurfi Finnland að tryggja varnir Álandseyja í framtíðinni. Hann vísar til innlimunar Krím- skaga í Rússland og segir að þrátt fyrir að alþjóðlegir sáttmálar séu í gildi séu Rússar þannig úr garði gerðir að þeir myndu ekki virða hlutleysi Álandseyja kæmi til átaka. Niinisto segir að Svíþjóð og Finnland muni vinna sameigin- lega að aðgerðaráætlun um varn- ir Álandseyja og Eystrasalts. - srs Varnarmálaráðherra Finnlands segir Rússland ekki virða alþjóðasamninga: Telur Álandseyjar berskjaldaðar TVEIR VARNARMÁLARÁÐHERRAR Varnarmálaráðherrar Svíþjóðar og Finnlands, Peter Hultqvist og Jussi Niinisto, funduðu í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP BORGARBYGGÐ Mikil aukning hefur orðið í aðsókn að sundlaug- um Borgarbyggðar í sumar. Í sundlaugina í Borgarnesi hafa komið 15.900 gestir í júlí sem er þrjátíu prósenta aukning í saman- burði við júlí í fyrra. Aukning í sundlaugina á Klepp- járnsreykjum er yfir fjörutíu pró- sent þegar júlímánuður er borinn saman við júlímánuð í fyrra. 2.400 gestir komu í sundlaugina í júlí. Gestir í sundlaugina á Varma- landi voru um 3.000 í júlí. - ngy Aðsókn að sundlaugum eykst: Fleiri í sund í Borgarbyggð SAMFÉLAG Stjórnir Blaðamanna- félags Íslands og Félags frétta- manna lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjór- a ns í Vest- mannaeyjum og þeim sjónar- m ið u m s em liggja honum til grundvallar varðandi frétta- flutning af kyn- ferðisbrotamál- um sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð. Í tilkynningunni segir að það sé skylda fjölmiðla að segja frá ofbeldisglæpum og það þjóni ekki hagsmunum neinna nema ofbeldismannanna að þegja um þá. Þá segir að það sé engin betri aðferð við að fyrirbyggja og lág- marka ofbeldi heldur en að tala um það af hreinskilni. - ngy Gagnrýna orð lögreglustjóra: Fjalla á um ofbeldis glæpi BRETLAND Jeremy Corbyn er í for- ystu í skoðanakönnunum fyrir for- mannskjör Verkamannaflokksins í Bretlandi. Corbyn, sem áður þótti ólíkleg- ur til sigurs, tók óvænt forskotið í mánuðinum með um 40 til 50 pró- senta fylgi. Hann þykir vera á vinstri væng Verkamannaflokksins og hefur Tony Blair meðal annars varað við afleiðingum þess að Corbyn nái kjöri en margir framámenn í flokknum óttast að Verkamanna- flokkurinn muni einangrast undir forystu Corbyns. - srs Leiðtogakjör í Bretlandi: Corbyn leiðir í könnunum VINSTRI SINNAÐUR Margir óttast einangrun flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP HJÁLMAR JÓNSSON INDLAND Ungur drengur í Bangalore-héraði á Indlandi tekur þátt í helgiathöfn sem er hluti af Guru Purnima-helgihátíðinni á Indlandi. Hátíðin er tileinkuð andlegum og akademískum leiðbeinendum og bæði hindúar og búddistar taka þátt í hátíðarhöldunum. Á þessum degi biðja lærisveinar til leiðbeinenda sinna eða gúrúa og námsmenn fagna deginum með því að þakka kennurum sínum fyrir leiðsögnina. Dagurinn er mikil hátíð í menntakerfinu en margir háskólar á Ind- landi opna dyr sínar fyrir stúdentum og fyrrverandi nemendum sem mæta og þakka kennurum sínum eða minnast eldri kennara. - srs Guru Purnima-hátíðin á Indlandi er tileinkuð kennurum: Þakka fyrir andlegu leiðsögnina BIÐUR TIL LEIÐBEINANDA SÍNS Bæði búddistar og hindúar halda Guru Purnima hátíðlega. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 F -0 4 F C 1 5 9 F -0 3 C 0 1 5 9 F -0 2 8 4 1 5 9 F -0 1 4 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.