Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 12
1. ágúst 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR Þegar fólk útskýrir trúar-skoðanir sínar þá segir það gjarnan að það „haldi í sína barnatrú“. Það er yfirleitt ekkert útskýrt neitt frek- ar hvað það þýðir. Barnatrúin er almennt talin góð. Í ræðu sinni við setningu Kirkjuþings 2013 sagði þáverandi innanríkisráð- herra meðal annars: „Það er oft talað um að eiga sér barnatrú. Sú trú er að mínu mati mikilvægari en flest annað.“ Mér fannst þetta mjög athyglisverð yfirlýsing. Barnatrúin er hér ekki eitthvað saklaust krydd í tilveruna heldur mikilvæg heim- speki eða jafn- vel l ífsmáti. Ráðherrann útskýrði orðið ekkert en gekk útfrá því að allir hefðu ein- hvern sameig- inlegan skiln- ing á því, tengdan tilfinningum og minningum úr barnæsku. Barnatrúin virðist því vera sú kristilega innræting sem maður fékk sem barn, mismunandi eftir eðli og aðstæðum, og sú upp- fræðsla sem maður fékk um eðli alheimsins frá fullorðnu fólki í kringum mann. Sumt af þessu er frekar mystískt og varðar guðlega heima á meðan annað er praktískt og snýst um siðfræðileg málefni einsog sannleika, heiðarleika og muninn á réttu og röngu eða góðu og illu. Og oft hefur ótti afgerandi hlutverki að gegna í innræting- unni; ef maður breytir ekki rétt þá gæti Guði misboðið. Allt rangt er synd og það er sama hvað við reynum að fela, Guð sér alltaf til okkar og gæti tekið uppá því að refsa okkur. Barnatrú Mér hefur alltaf fundist gaman að bulla og rugla í börnunum mínum. Þau kunna öll margar sögur af því. Þegar yngsti sonur minn byrjaði að læra að tala kenndi ég honum samviskusamlega að kalla fötin sín vitlausum nöfnum. Ég kenndi honum að jakkinn hans héti blússa og úlpan hans kápa. Trefillinn hét ekki trefill heldur slæða. Það veitti mér svo ótrúlega ánægju þegar hann var að fara út að leika sér og spurði um blússuna sína og slæð- una. – Það er svo kalt úti. Viltu ekki frekar fara í kápu? Margra mánaða þrautseigja mín var svo á augabragði öll unnin fyrir gíg þegar mamma hans skemmdi þetta fyrir mér með því að leið- rétta þetta við hann. En það var gaman á meðan á því stóð. Ég hef haft sérstaklega gaman af að kenna þeim fornaldarleg orð yfir hluti og athafnir. Sokkar eru leist- ar eða hosur. Grjónagrautur er ábrestir og allt mauk og allt sem gert er í blender er einfaldlega glussi. En þetta er allt gott grín, með smávægilegri kennslu í orða- forða og þau bíða engan skaða af þessu. Ekkert þeirra fær sér ískaldan orkuglussa áður en þau huppla sér í leista og vindblússu áður en þau fara út í daginn. Ekk- ert þeirra er eitthvað sérstaklega miður sín yfir að muna ekki Gildi Landsbankans þótt ég hafi marg- oft hvatt þau til þess. Heilsu-glussi Kristinfræði er nauðsynleg því hún er hugmyndafræði sem er nátengd samfélagi okkar og sögu. En trúarleg inn- ræting er hættuleg. Með henni er verið að kenna börnum svo margt sem er ekki rétt. Það er alhæft við þau um ýmislegt sem enginn veit. Þeim er kennt að til sé ósýnileg vera sem sé að hálfu leyti mann- eskja en að hálfu leyti geimvera. Þau hafa ekki raunverulegt val um það hvort þau trúa þessu því það eitt og sér getur komið ver- unni í uppnám. Ákveði maður hins vegar að fallast á þetta fylgir því ákveðin sefjun og börnum er talin trú um að þar með muni þeim ganga betur í öllu lífinu en ella. Þetta er tæling. Þetta verð- ur svo enn þá alvarlegra þegar fjöldi fullorðins fólks á atvinnu sína og afkomu undir því að sem flest börn fallist á þetta. Barnatrú er að trúa einhverju sem maður trúði á þegar maður var barn, en komst svo að því þegar maður varð eldri að var kannski frekar ótrúverðugt og órökrétt en ákveða samt, þrátt fyrir aukinn þroska og nýjar upplýsingar, að halda áfram að trúa á það. Kannski af því að það lætur manni líða vel. Það hálftrúir á eitthvað sem það veit ekki alveg hvað er og held- ur í það einsog gamla minningu. Einsog að vera fullorðinn og trúa á jólasveininn og halda því fram, án þess að blikka auga, að hann sé í alvörunni til. En það sem lætur manni líða vel er ekki allt- af gott. Mestu máli skiptir að við höfum val og leyfum börnunum okkar að velja og þjálfa sína eigin dómgreind og læra að taka sjálf- stæðar ákvarðanir því sá eigin- leiki mun líklega verða þeim að meira gagni í lífinu heldur en geðþótti einhverrar ímyndaðrar veru. Barnatrú er ekki raunveru- leg speki heldur bara bull. Hún er allt í lagi en hún er langt frá því að vera mikilvæg. Ekki frek- ar en úlpa er kappa. Sannleikur- inn gerir okkur frjáls, sagði mað- urinn. Leitum því sannleikans en trúum bara því sem við viljum. Andlegt nammigott Í fyrirlestri sem Desmond Tutu biskup frá Suður-Afríku hélt fyrir nokkrum árum sagði hann að eitt stærsta vandamál í stjórnmálum víða í Afríku sunnanverðri væri tregða kjör- inna þjóðhöfðingja til að láta af embætti. Tutu kvað það stríða gegn hefðum rótgróinnar þorps- menningar að svipta æðstu ráðamenn embættum. Þorpshöfð- ingjar og héraðshöfðingjar sætu þar til þeir féllu frá, stundum heilsulausir. Þá tæki við sá sem næstur er í erfðaröðinni líkt og í konungdæmi. Þorpsreglan gilti svo líka um þjóðhöfðingjann, jafnvel þó að hann væri augljóslega á kolrangri braut eins og svo mörg sorgleg dæmi væru um. Biskupinn greindi frá því að vinur hans og samherji, Nelson Mandela, dáðasti þjóðarleið- togi og mesti mannasættir síðari tíma, hefði oft rætt þessa meinsemd. Þess vegna hefði honum aldrei dottið í hug að sitja lengur á forsetastóli en eitt fimm ára kjörtímabil. Stjórnarskráin heimilaði tvö kjörtímabil, en árið 1999, þegar Mandela steig til hliðar, var hann orðinn 75 ára. Þótt hann væri fílhraustur og bæri aldurinn vel hefði hann talið hollast að gefa þjóðinni kost á að fela yngri manni forystuna. Með augljósum rökum mátti halda því fram, að það væri Suður-Afríku fyrir bestu, að minnsta kosti í bráð, að Mandela sæti áfram. Þjóðin dáði hann og umheimurinn sömuleiðis. Enginn naut álíka virðingar og enginn var í betri stöðu til að leiða þjóðina á viðsjárverðum tímum. En forsetinn sjálfur skyggndist lengra fram í tímann og vildi vera góð fyrirmynd. Hann vildi forðast að hugsanlegir eftirmenn hans gætu vísað í hans fordæmi, háaldr- aðir og ríghaldið í embætti til að þjóna eigin lund. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, gerði þetta afríska vandamál að umtalsefni í vel heppnaðri heimsókn til Afríku á dögunum. Í ávarpi til Afríska þjóðarráðsins í Addis Ababa sagði hann, að stundum teldu leiðtogar sig ómissandi – að þeir einir gætu leitt þjóðina: „Ef það er rétt, er það vísbending um að þeim hafi mistekist,“ sagði Obama. Fáir þjóðkjörnir leiðtogar hafa setið lengur en Ólafur Ragnar Grímsson. Í alvarlegri umræðu er ómálefnalegt að nefna stöðu hans í sömu andrá og harðstjóra eins og Mugabe í Simbabve og Lukashenko í Hvíta-Rússlandi, tveggja forseta sem hafa setið lengur. Það segir sig sjálft. En gárungar á netinu gera það í gríni. Það er broddur í gríninu. Ólafur Ragnar getur gengið stoltur frá borði. Hann virkjaði málskotsréttinn, dauðan lagabókstafinn. Makrílfrumvarpið hefði flogið í gegnum þingið í vor gegn meira en fimmtíu þúsund undir- skriftum, ef ríkisstjórnin hefði ekki óttast inngrip forsetans og svo þjóðina. Þannig breytti forsetinn Íslandi til hins betra. Ný stjórnarskrárdrög, sem þjóðin samþykkti en þjónar hennar á Alþingi hunsuðu, bæta um betur og færa þjóðinni sjálfri málskots- réttinn. Orð Obama í Addis Ababa og lýsing Desmonds Tutu á breytni Mandela ættu að vera forsetanum á Bessastöðum ofarlega í huga næsta misserið. Bíðum spennt eftir tilkynningu á nýarsdag. Enginn er ómissandi Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Lofthradi.is Sími 1817 MEIRI HRAÐI Í BÚSTAÐINN MEIRI HRAÐI STÖÐUGRA SAMBAND INNLENT NIÐURHAL INNIFALIÐ Athugaðu hvort að þú getir fengið Lofthraða í bústaðinn þinn, kynntu þér málið á lofthradi.is 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 F -0 0 0 C 1 5 9 E -F E D 0 1 5 9 E -F D 9 4 1 5 9 E -F C 5 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.