Fréttablaðið - 01.08.2015, Side 18

Fréttablaðið - 01.08.2015, Side 18
1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18 Framhald á næstu síðu Búa sig andlega undir helgina Mánudagarnir hættulegastir Bergur Stefánsson yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa Mikill erill strax eftir helgi Hrönn Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur á bráðadeild Landspítalans Bergur fer með læknis-fræðilega forsjá yfir sjúkraflutningum á landinu og yfir slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, þyrlunni og Neyðarlínunni. Hann starfar einnig sem læknir í þyrlunni og á bráðamóttökunni í Foss- vogi. Það má segja að hann sé sérfræðingur í að vera fyrstur til bjargar. „Verslunarmannahelgin er löng helgi og það er tilhneiging til slæmra slysa. Sérstaklega á mánudögum þegar það er gott veður og fólk er að flýta sér heim. Svo fylgir þessari helgi ansi mikil drykkja og dóp. Fólk er oft að koma sér í vanda vegna þess.“ Bergur segir að talsverð auka- mönnun sé yfir þessa helgi. Til dæmis í Vestmannaeyjum og á sjúkrabílnum á Suðurlandi. „Menn eru meðvitaðir um að það megi búast við áföllum þessa helgi og maður býr sig andlega undir það. En maður vonar það besta.“ Síðustu ár hefur dánartalan lækkað í kringum þessa miklu ferðahelgi. Bergur þakkar það betra vegakerfi og þar af leiðandi færri stórum umferðar- slysum. Hann segir þó margt koma upp sem tengist neyslu og kynferðisofbeldi. „Það virðist vera ótrúlega algengt að fólk á fullorðinsaldri sé á kafi í neyslu. Það fólk og fólkið í kringum það er mun líklegra til að lenda í vandræðum. Svo hafa kynferðis- ofbeldismálin loðað við þessar útihátíðir, það eru skelfileg mál. Það er fólk sem er hættulegt þessa helgi– í umferðinni og gagnvart öðru fólki.“ Jóhann segir helgina vel geta tekið á og þá sé mikilvægt að fá stuðning frá félögum. „Skaðinn er yfirleitt skeður þegar við komum á vettvang. Við komum til að hjálpa og reynum að gera sem best úr þeim aðstæðum sem við lendum í.“ Hrönn segir starfsfólk bráðadeildarinnar vera viðbúið stærri slysum um verslunarmannahelgina og að smá spenna liggi í loftinu. Annars sé sumarið almennt annasamt. „Þetta var mjög erfið helgi áður fyrr en undanfarin ár hefur verið minna um stór umferðarslys. Það er þó alltaf mikið að gera á bráðamót- tökunni. Við fáum fleiri inn eftir líkamsárásir, sem oft eru tengdar neyslu, og þær eru oft mjög grófar. En almennt er mjög mikið að gera um helgar yfir sumartímann. Það er vegna aukins ferðamanna- straums og svo eru mörg svokölluð frístundaslys hjá sumarfrísfólkinu, trampólín- óhöpp og snúnir ökklar eftir göngur. Þess vegna er oft mikið að gera fyrstu dagana eftir verslunarmannahelgina. Fólk kemur og lætur kíkja á sig þegar það er komið í bæinn.“ Hrönn starfar mikið á neyðarmóttökunni sem er starfrækt allan sólarhringinn á bráðadeildinni. Þangað leita fórnarlömb kynferðisofbeldis. „Því miður eru nauðganir eitthvað sem hefur alltaf fylgt verslunarmannahelginni og útihátíðum. Það koma ekki endilega margir um sjálfa helgina, heldur í vikunni á eftir. Ég vil þó ítreka að best er að koma sem fyrst upp á sönnunarbyrði og skoðun.“ Hrönn viðurkennir að það geti tekið á að taka á móti fólki í alls kyns ástandi og að vera undir miklu álagi á bráða- deildinni. „En við erum gott teymi sem vinnum hér saman og styðjum hvert annað. Það verður flottur hópur hér á vaktinni um helgina.“ Það er fólk sem er hættulegt þessa helgi – í umferðinni og gagnvart öðru fólki. Því miður eru nauðganir eitthvað sem hefur alltaf fylgt verslunarmannahelg- inni og útihátíðum. Það koma ekki endilega margir um sjálfa helgina, heldur í vikunni á eftir. Sigrarnir standa upp úr Jóhann Eyfeld Ferdinandsson sigmaður hjá Landhelgisgæslunni Jóhann starfar við að síga niður úr þyrlu til að bjarga fólki sem er í hættu eða slasað úti á sjó og landi. Oft eru sigmenn fyrstu björgunarmenn á staðinn ásamt lækni. „Það getur ýmislegt gengið á yfir verslunar- mannahelgi og er helgin 2013 mér minnistæðust. Það var fyrsta verslunar- mannahelgin mín í þyrlunni og það varð bæði stórt bílslys og flugslysið á Akur- eyri.“ Jóhann segir lítinn mun á milli ára nema að umferðin hafi aukist talsvert á land- inu. „Það getur hjálpað til við að hægja á umferðinni og gera hana þannig örugg- ari. Þá eru lengri bílaraðir og færri sem eru að taka fram úr eða keyra hratt.“ Hann segir annasamar helgar geta tekið á andlegu hliðina. „Og þá er gott að eiga góða eiginkonu og góða félaga um borð í þyrlunni. Þá ræðum við saman ef eitthvað er að hrjá mann. Það sem stendur upp úr er þegar maður nær að koma einhverjum á spítala í tæka tíð og heyra síðan fréttir að viðkomandi hafi gengið þaðan út.“ Jóhann er á vaktinni um helgina en segir að undir- búningur fyrir þessa helgi sé ekkert öðruvísi en fyrir aðrar vaktir. „Fyrir hverja vakt hugsa ég í hverju ég lendi þetta skiptið. Maður veit ekkert hvað gerist eða hvenær maður kemur aftur heim. Við erum bara alltaf í startholunum.“ Fyrir hverja vakt hugsa ég í hverju ég lendi þetta skiptið. Maður veit ekkert hvað gerist eða hvenær maður kemur aftur heim. Við erum bara alltaf í start- holunum. Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Ólöf Skaftadóttir olof@365.is Fólkið sem stendur vaktina um verslunarmannahelgina biðlar til allra að fara sér hægt. Skugga- hliðar þessarar mestu ferðahelgi ársins séu óhófleg neysla áfengis og vímuefna og slys og ofbeldis verknaðir fylgi óhjákvæmilega. Þau eru sammála um að átakanlegast sé að horfa upp á slys á ungu fólki eða börnum, en að á ýmsu geti gengið þessa mestu ferðahelgi ársins. 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 E -E 7 5 C 1 5 9 E -E 6 2 0 1 5 9 E -E 4 E 4 1 5 9 E -E 3 A 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.