Fréttablaðið - 01.08.2015, Page 22
1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22
Erla Björg
Gunnarsdóttir
erlabjorg@frettabladid.is
Katrín Tanja byrjaði í fim-leikum sex ára og æfði stíft í tíu ár. Svo dalaði áhuginn á fimleikum og hún prófaði frjálsar íþróttir. Hún fann ekki
ástríðuna sem hún leitaði að þar
og var því enn leitandi þegar hún
byrjaði að æfa crossfit fyrir tæpum
fjórum árum. Og hefur svo sannar-
lega fundið ástríðuna.
„Mig vantaði eitthvað krefjandi
til að keppa í og stefna hátt. Ég
fylgdist svo með Annie Mist sum-
arið 2011 þegar hún vann keppn-
ina og ég fann að þetta var eitthvað
sem ég vildi gera,“ segir Katrín
glöð í bragði en hún hefur verið á
kafi í íþróttum svo lengi sem hún
man eftir sér. „Ég er með svo mikið
keppnisskap og hef alltaf verið
þannig. Allt sem ég gerði þegar ég
var barn var keppni. Ég fór í kapp-
hlaup við bróður minn að næsta
ljósastaur og bjó til þrautabrautir
á skólalóðum með vinunum. Ef eng-
inn gat keppt við mig var ég með
skeiðklukku og tók tímann á mér.
Fór í keppni við sjálfa mig. Reyndi
til dæmis að standa í handstöðu
eins lengi og ég gat. Ég er samt
ekki skapstór, ég er með ágætis
jafnaðargeð. En ég er þrjósk – sem
fer vel með keppnisskapinu.“
Verður að vera 100%
Katrín gerir miklar kröfur til sín
og getur því orðið tapsár í keppn-
um. „En ef ég geri mitt besta og allt
gengur eins vel og hægt er verð ég
ekki ósátt. En það er auðvitað hund-
leiðinlegt að vinna ekki. En maður
lærir af því – bæði af því að tapa
og vinna.“
Síðasta árið hefur crossfit átt
hug Katrínar allan. Hún er mikill
námsmaður og nýtur þess að vera
í skóla. Hún hefur alltaf verið í
námi meðfram æfingum, í Versló
og seinna í háskóla að læra verk-
fræði og lögfræði. „Ég var að koma
seint heim á hverju kvöldi, læra
fram á nótt og vakna svo snemma
til að fara á æfingu. Mér fannst ég
ekki vera 100 prósent á báðum stöð-
um þannig að ég ákvað í janúar að
setja skólann í pásu. Þegar maður
dreifir orkunni á svona marga staði
þá nær maður aldrei framúrskar-
andi árangri. Ég ákvað að gefa mig
alla í crossfittið. Það þýðir að allt
þetta ár hef ég eingöngu æft, borð-
að og sofið en náð að hvíla vel á
milli æfinga. Þá fær maður meira
út úr æfingunum.“
Æfir frá níu til fimm
Katrín Tanja er enn stödd úti í
Bandaríkjunum þar sem hún mun
næstu dagana njóta þess að vera í
fríi með fjölskyldunni eftir mikla
törn. Síðasta árið hefur hún verið
með annan fótinn úti í Boston þar
sem þjálfari hennar býr. „Þá mætir
maður í crossfit-stöðina klukkan
níu og fer heim um fimm. Þetta er
vinnudagurinn minn. Þjálfarinn
minn fylgist með öllum æfingum
mínum og í lok dags förum við yfir
allar æfingarnar og andlegu hlið-
ina. Það hefur hjálpað mér mikið,
að vera með rétta hugarfarið. Þjálf-
arinn minn er frábær, ég er eins og
elsta dóttirin í fjölskyldunni hans
og bý hjá honum þegar ég er úti.“
Leiklistin heillar
Katrín ætlaði að fara aftur í skóla í
haust og klára verkfræðina en eftir
sigurinn í keppninni finnst henni
líklegt að hún muni bíða aðeins
með námið.
„Það eru svo mörg tækifæri sem
koma með sigrinum. Þetta er stór
stökkpallur fyrir mig og ég ætla
að reyna að nýta það. Strax eftir
sigurinn var hringt í mig frá höf-
uðstöðvum Reebook. Þau voru að
láta mig vita að ég mætti eiga von á
miklum ferðalögum, viðtölum, aug-
lýsingatökum og vildu fá stunda-
skrána mína. Svo er ég strax komin
með umboðsmann og fjármálaráð-
gjafa. Tækifærin eru á hverju strái
og ég vil nýta þau vel á meðan þau
bjóðast. Í framtíðinni get ég vel
hugsað mér að verða leikkona, já,
eða íþróttafréttamaður. Mér líður
vel fyrir framan myndavélarnar,“
segir Katrín hlæjandi. Hún viður-
kennir að síðustu dagar hafi verið
örlítið yfirþyrmandi. Að hún hafi
aldrei verið jafn mikið í símanum.
Hún hafi varla við að svara SMS-
skilaboðum og að það sé langt í að
hún komist í gegnum skilaboðin
á Facebook. „En þjálfarinn minn
leggur mikið upp úr því að ég reyni
að njóta. Svo er ég að æfa mig að
láta umboðsmann sjá um þetta.
Það er vissulega erfið tilhugsun
að láta allt mitt í hendurnar á ein-
hverjum með einni undirskrift. En
ég er heppin og hef þekkt mann-
inn sem sér um mína hluti lengi.
Ég er í raun ótrúlega heppin með
allt fólkið í kringum mig. Þetta fólk
gerði heimsmeistaratitilinn mögu-
legan. Það eina sem ég þurfti að
gera var að gera eins og þau sögðu
mér.“
Stundum venjuleg 22 ára stelpa
Katrín er með allan sinn fókus á
crossfittinu þessa dagana en hún
reynir að sinna vinunum og félags-
lífinu eins og hún getur. „Auðvit-
að þarf maður að fórna ýmsu. Ég
missi oft af afmælum og missti til
dæmis af öllum útskriftum í vor.
Ég hef eiginlega ekki hitt neinn frá
því fyrir Evrópuleikana. Þannig að
ég hlakka til að koma heim og njóta
þess að vera með fólkinu mínu í
haust áður en crossfit-tímabilið
hefst aftur í janúar. Þá bæti ég upp
tímann og fæ að vera venjuleg 22
ára stelpa. Kíki í bæinn og svona,“
segir Katrín Tanja hlæjandi.
Engin karlremba í crossfit
Umræðan um minni athygli á
konur í íþróttum kemur upp reglu-
lega á Íslandi. Katrín Tanja kann-
ast ekkert við karlrembu í cross-
fit-heiminum. „Sérstaklega ekki á
Íslandi. Ég fæ jákvæð viðbrögð og
ótrúlega jákvæðar athugasemd-
ir á samfélagsmiðlunum. Ég finn
að það er litið upp til mín og ég
geti verið góð fyrirmynd. Ég er
þakklát fyrir það. Ég veit að þetta
viðgengst og hef séð hjá öðrum
neikvæðar athugasemdir um lík-
amsvöxt og vöðva. En hér á Íslandi
er flott að vera sterkur og í góðu
formi. Vöðvarnir eru okkar tól og
ég er stolt af vöðvunum mínum.
Þeir gera mig að því sem ég er. Svo
eru kynin mjög jöfn í crossfit. Það
er jafn hátt verðlaunafé, fjallað
jafn mikið um karl- og kvenkepp-
endur og kynin gera sömu æfing-
arnar. Þetta er mikilvægt og ég er
stolt af því að vera í íþrótt þar sem
kynin eru á sama plani.“
Næsta árið mun Katrín einbeita
sér að crossfittinu og þar sem hún
er týpan sem tekur hlutina alla
leið mun líklega fátt annað kom-
ast að. „Það er svo mikilvægt að
finna eitthvað sem maður hefur
gaman af og njóta þess. Mér finnst
frábært að vakna á morgnana
með markmið í huga og eitthvað
til að stefna að. Vera spennt fyrir
að fara á æfingu og vinna að ein-
hverju markmiði. Það er ólýsan-
leg tilfinning að sjá bætingu hjá
sjálfum sér og vita hversu mikil
erfiðisvinna er á bak við hana. Það
gerir þetta svo magnað.“
Ég er stolt af vöðvunum
Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða
þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona.
Ég er með svo mikið
keppnisskap og hef alltaf
verið þannig. Allt sem ég
gerði þegar ég var barn var
keppni. Ég fór í kapphlaup
við bróður minn að næsta
ljósastaur og bjó til þrauta-
brautir á skólalóðum
með vinunum.
Í framtíðinni get ég vel
hugsað mér að verða leik-
kona, já eða íþróttafrétta-
maður. Mér líður vel fyrir
framan myndavélarnar.
Ég fæ jákvæð viðbrögð
og ótrúlega jákvæðar
athugasemdir á samfélags-
miðlunum. Ég finn að það
er litið upp til mín og ég geti
verið góð fyrirmynd. Ég er
þakklát fyrir það.
Í KEPPNI Það voru mikil vonbrigði fyrir Katrínu að komast ekki í keppnina fyrir ári. En hún segir að það hafi gefið henni enn meiri kraft til að standa sig vel í keppninni í ár– og sá kraftur færði henni sigur.
MEÐ ÞJÁLFURUNUM Til vinstri er aðalþjálfari Katrínar,
Ben Bergeron, og hægra megin er hlaupaþjálfari hennar,
Chris Hinshaw.
DAGINN FYRIR LEIKANA „Við fengum að vita að við áttum að
keppa á paddle boarding sem eru eins og lítil brimbretti nema mun
valtari. Við fengum að prófa þetta í fyrsta skipti daginn fyrir keppni.“
3
1
-0
7
-2
0
1
5
2
0
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
9
F
-0
E
D
C
1
5
9
F
-0
D
A
0
1
5
9
F
-0
C
6
4
1
5
9
F
-0
B
2
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K