Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 24
FÓLK| KITTY ANDERSON, FORMAÐUR INTERSEX ÍSLANDS Hinsegin fólk er fjölbreyttur hópur og að ráðstefnunni standa einstaklingar með víðtæka þekkingu á þeim málefnum sem fjallað verður um. hvernig og hvort við komumst inn í hús þar sem við viljum vera eða sækja viðburði. Þeir sem þurfa ekkert að spá í aðgengi í daglega lífinu vita jafnvel ekki af þessum forréttindum sínum en fyrir marga fatlaða einstaklinga geta aðgengismálin haft mjög mikil áhrif á daglegt líf. Forrétt- indi geta líka verið samfélagsleg, fjárhagsstaða foreldra getur til dæmis sagt til um það erlendis hvaða tækifæri bjóðast í lífinu. Hjá þeim einstaklingum sem ekki falla inn í ríkjandi viðmið um kynhneigð, kynvitund, kyngervi og jafnvel kyneinkenni getur það haft mikil áhrif á þeirra daglega líf. Þess vegna á það vel við á þessari ráðstefnu að velta for- réttindum fyrir sér.“ TRANS OG KYNSEGIN Meðal þeirra jaðarhópa sem verða kynntir á ráðstefnunni má nefna asexual fólk, sem er fólk sem laðast ekki kynferðis- lega að öðrum en undir þeirri regnhlíf er fólk með alls konar ólíka reynslu og einnig verður komið inn á reynslu þeirra sem eru tvíkynhneigðir eða bi-sex- ual, poly-amorous eða fjölásta og pankynhneigðir og heillast af einstaklingum, óháð kyni eða kyngervi. „Sumir halda því fram að tvíkynhneigð sé ekki til og tvíkynhneigðir, poly og pan geta mætt fordómum bæði hjá gagnkynhneigðum og samkyn- hneigðum vegna kynhneigðar sinnar,“ segir Kitty. „Sumir sam- kynhneigðir halda því fram að tvíkynhneigðum sé eitthvað minna treystandi en öðrum vegna þess hæfileika að geta laðast að báðum kynjum. Sem er að mínu mati fjarstæða því það segir ekkert um trygglyndi einstaklings að hverjum hann laðast kynferðislega, hvort sem það er sama kyn eða bæði. Manneskja sem er trygg er það óháð kynhneigð.“ Þá verður fluttur fyrirlest- urinn Trans og kynsegin 101. „Transfólk hefur verið meira í umræðunni undanfarin ár en þar hefur áherslan verið mest á lítinn hluta þess hóps, það er að segja þá einstaklinga sem upplifa kynvitund sína á skjön við það kyn sem þeim var út- hlutað sem barni,“segir Kitty. „Það hefur ekki farið jafn mikið fyrir fólki sem upplifir kyn- vitund sína ólíkt því, kannski sem einhvers konar sambland af karl og kven og jafnvel fyrir utan karl og kven. Sumir innan þessa hóps hafa tekið upp að kalla sig kynsegin.“ ALLIR VELKOMNIR Dagskráin stendur frá 11-18 og það verður hádegishlé þar sem verður hægt að kaupa sér súpu og brauð á 1.290 krónur. „Í hádeginu verðum við með bókakynningu. Það er til dæmis verið að vinna að hinsegin handbók um þessar mundir og höfundar hennar ætla að koma og kynna hana. Það verður kynning á starfsemi Kynís sem er kynfræðifélag Íslands og á ráðstefnu norrænna kyn- fræðinga sem verður haldin í október. Og svo verður kynn- ing á Freak out sem verður öðruvísi hinsegin ball á vegum BDSM Ísland. Það verður mikil dagskrá og engin grið gefin, ekki einu sinni í hádeginu.“ Allir fyrirlesararnir eru búsettir hér á Íslandi og ráðstefnan því að mestu leyti á íslensku. Síðasti hlutinn verður þó fluttur á ensku þar sem einn af fyrir- lesurunum er enskumælandi. „Fyrirlesturinn heitir „Why can’t I wear Blackface?“ og þar verður komið inn á hugtakið „cultural appropriation“ sem hefur verið þýtt á íslensku sem „menningarnám“ og merkir þegar við tökum eitthvað að láni úr menningu annarra og hugsum ekki út í eða yfirfærum hvaða gildi það hefur í þeirri menningu.“ Kitty segir að ráðstefnan sé ekki ætluð neinum stökum hópi í samfélaginu. „Þessi ráð- stefna er algerlega fyrir alla. Auðvit að eru sumir í hinsegin samfélaginu sem eru betur að sér um eitt en annað en ég held að allir innan og utan hinsegin samfélagsins geti lært mikið af þessum fyrirlestrum.“ Vonast er til þess að hægt verði að taka ráðstefnuna upp svo þeir sem ekki komast á mánudaginn geti kynnt sér það sem þar fer fram. Dagskrá „Nú skal hinsegja“ má sjá í heild sinni á sam- nefndri Facebook-síðu. Frítt er inn á viðburðinn en tekið verð- ur við frjálsum framlögum. ■ brynhildur@365.is HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Iðkendum CrossFit á Íslandi hefur fjölgað hratt á undanförnum árum en um 4.000 manns stunda þessa skemmtilegu íþrótt um allt land. CrossFit gengur út á fjölbreytta alhliða þjálfun þar sem notast er við þekktar íþróttagreinar eins og fimleika, kraft- lyftingar, ólympískar lyftingar auk þekktra þolæfinga á borð við hlaup, róður og hjólreiðar. Meðal þeirra sem hafa stundað íþróttina, þjálfað hana og rekið CrossFit-stöðvar undanfarin ár eru þau Hrönn Svansdóttir og Evert Víglundsson. „Í CrossFit blöndum við þessum greinum og æfingum saman og búum til stöðugt breytilegt mynstur virkra náttúru- legra hreyfinga sem við framkvæmum af krafti. Fjöl- breytni í vali æfinga, hvernig þær eru settar saman og lengd þeirra skiptir einnig miklu máli. Fólk á öllum aldri stundar CrossFit og stór skýring vinsælda greinarinnar snýr einmitt að þessum fjölbreytileika í æfingum,“ segir Hrönn. Það eru þó ekki bara fjölbreyttar og krefjandi æfingar sem gera CrossFit skemmtilegt að sögn Everts. „Stór hluti ánægjunnar snýr að félagsskapnum og þeim frábæra anda sem myndast innan stöðvanna. Sterk vinabönd myndast hjá iðkendum sem virkar hvetjandi bæði á æfingum og í lífinu sjálfu. Regluleg hreyfing í skemmtilegum félagsskap verður að lífsstíl og eykur þannig lífsgæði allra sem taka þátt.“ Það er ekki nauðsynlegt að hafa grunn úr öðrum íþróttum til að stunda CrossFit. „Þú þarft ekki að kunna eða geta neitt til að byrja og allir eru jafnir í hópnum. Þeir sem eru lengra komnir eru hvatning fyrir byrjendur og þannig vinnur hver og einn að pers- ónulegri bætingu sem um leið bætir hópinn og umhverfið sem við lifum og hrærumst í. Sett er upp markmiða- sett prógramm þar sem þjálfarinn leiðbeinir og hvetur og þannig ná allir árangri hraðar. Allir geta verið með því hægt er að laga prógrammið að getu- stigi hvers og eins iðkanda.“ Nýlega náði hópur Íslendingar frábærum árangri á Evrópu- og Afríkuleikunum en þar unnu nokkrir sér inn þátttökurétt á Heimsleikunum og flestir vita um árangur Íslendinganna þar. „Eitthvað af árangrinum getum við þakkað góðum genum sem hafa þróast með náttúruvali í gegnum tíðina í þessu harðbýla landi. Aðalatriðið er þó hvað við Ís- lendingar erum duglegt fólk því það er jú öll vinnan sem fer í að æfa sig fyrir svona keppni sem gerir það að verkum að við stöndum uppi sem sigurveg- arar. Það eru allir tilbúnir að standa á efsta palli og taka við verðlaunum en sá sem er tilbúinn að leggja á sig alla erfiðisvinnuna í undirbúningi fyrir keppni vinnur á end- anum.“ ■ starri@365.is Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP CROSSFIT Þeim fjölgar ört hér á landi sem stunda CrossFit. Íþróttin er afar fjölbreytt og skemmtileg og hentar fólki á ólíkum aldri. EINTÓM GLEÐI „Stór hluti ánægjunnar snýr að félagsskapnum og þeim frábæra anda sem myndast innan stöðvanna,“ segja þau Hrönn Svansdóttir og Evert Víglundsson. MYND/GVA Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup Svefnvandi, kvíði, depurð MAGNOLIA OFFICINALIS Börkur af plöntunni MAGNOLIA OFFICINALIS, sem vex í fjallahéruðum Kína, hefur verið notaður við svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi í yfir 2000 ár í Asíu. Heilbrigður svefn “Hjálpar þér að losna úr vítahringnum og ná stjórn á svefninum” Dr. Michael Breus www.thesleepdoctor.com • Heilbrigður svefn • Upphaf svefns • Samfelldur svefn • Þunglyndi og kvíði 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 F -2 2 9 C 1 5 9 F -2 1 6 0 1 5 9 F -2 0 2 4 1 5 9 F -1 E E 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.