Fréttablaðið - 01.08.2015, Síða 44
1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 24
TEIKNAR ÞÚ
FLOTTAR
MYNDIR?
Sendu okkur myndina þína í pósti til
Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík
eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is
Útileikuril i
Einn er eitraða flaskan og allir
hinir leikmennirnir eiga að halda
í fötin á viðkomandi. Eitraða
flaskan segir svo til dæmis
eitur í kerti, eitur í steini
eða eitur í hverju sem er.
En þegar flaskan segir
eitur í flösku á hún
að snúa sér hratt
við og reyna að
ná öllum hinum.
Sá sem hún nær
fyrst er eitraða
flaskan næst.
Eitur í fl ösku
Hvað er skemmtilegast við bækur? Það er mjög
skemmtilegt að lesa þær og kynnast þannig heimi
persóna sem eru ólíkar manni sjálfum.
Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Risa-
eðlur í Reykjavík. Hún er um fjóra krakka sem finna
risaeðluegg og úr þeim koma risaeðlur.
Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi
hjá þér? Mig minnir að bækurnar um Múmínálfana
hafi verið fyrstar í uppáhaldi hjá mér.
Hvers lags bækur þykir þér skemmtilegastar?
Ævintýrasögur.
Í hvaða skóla ert þú? Vesturbæjarskóla og Grunn-
skóla Önundarfjarðar á Flateyri.
Ferðu oft á bókasafnið? Frekar oft.
Hver eru þín helstu áhugamál? Handbolti, lestur
og tónlist. Ég spila á þverflautu í Skólahljómsveit
Vestur bæjar og Miðbæjar.
Lóla Sigurðardóttir 11 ára
Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá lesendur
nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða, búa til úr þeim skutlur og skutla þeim í net sem eru í öllum söfnum Borgarbóka-
safns. Vikulega er einn þátttakenda útnefndur Lestrarhestur vikunnar og sá eða sú hlýtur bók að launum frá Forlaginu.
Lestrarhestur vikunnar
VINNINGSHAFINN Lóla fer frekar oft á bókasafnið og hér
hefur hún gert góða ferð.
Á FLAKKI Védís og Víkingur fóru til margra borga í Japan og segja að það hafi verið skemmtilegt að heimsækja þær allar.
Af hverju fóruð þið til Japans?
„Af því að pabbi átti afmæli.“
Hvað fannst ykkur skemmti-
legast að skoða þar? „Við
fórum til nokkurra borga og
allar voru skemmtilegar. Í Tókýó
eru mörg rosalega stór hús og
turn sem heitir Tokyo Tower.
Þar er hægt að horfa niður á
borgina í gegnum gler í gólf-
inu. Það er mjög skrítið. Svo
fórum við líka á vísindasafn
þar sem eru vélmenni sem
dansa. Í Kýótó skoðuðum við
Gullna hofið, sáum geishur og
gáfum öpum að borða. Í Nara
sáum við risastóra búddastyttu
inni í stóru hofi. Þar er líka
gat á staur sem sagt er að sé
jafn stórt og nefið á Búdda. Ef
maður skríður þar í gegn öðlast
maður eilífa heppni og bless-
un Búdda. Við gerðum það og
erum miklu heppnari eftir að
við komumst út!“
Lentuð þið í einhverju ævintýri
sem þið viljið segja frá? „Já,
ferðalagið var eiginlega allt eitt
stórt ævintýri. Svo var eitt sem
var meira óþægilegt en ævin-
týralegt þegar við lentum í jarð-
skjálfta í Tókýó. Við vorum á
hótelherbergi hátt uppi á hótel-
inu, á 25. hæð. Húsið hristist
mikið og lengi og svo heyrðum
við braka í húsinu lengi eftir að
jarðskjálftinn var búinn.“
Hvernig matur er í Japan? „Þar
er borðaður alls konar matur,
til dæmis sushi, misu-súpa og
núðlur. Japanskur ís sem er eins
og sorbet er samt alveg rosalega
vondur, hann er með skrítnu
sykurbragði og algjört ógeð.
Eftir tvær vikur flytja þau
systkinin ásamt Maríu og Vífli,
foreldrum sínum, til Brighton
í Bretlandi. Af hverju ætlið þið
að flytja þangað? „Af því að
mamma er að fara í doktorsnám
þar. Og við ætlum líka að fara í
skóla þar til að læra ensku alveg
og líka frönsku.“
Eitthvað að lokum? „Sayonara
(sem þýðir bless á japönsku).“
Lentu í jarðskjálft a í
ævintýraferð í Japan
Systkinin Víkingur og Védís eru átta og sex ára. Þau fl ytja til Englands eft ir tvær
vikur en þeim fi nnst gaman að kanna heiminn og fóru til Japans í sumar.
MEÐ GEISHUM Krakkarnir hittu
geishur í Japan, gáfu öpum að borða og
fengu blessun Búdda.
Bragi Halldórsson
159
gegnum þetta völundarhús fyrst.“ Hann dæsti og bætti við vonsvikinn,
„við verðum of sein.“
Getur þú hjálpað félögunum að komast í gegnum þetta völundarhús?
3
1
-0
7
-2
0
1
5
2
0
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
9
F
-0
9
E
C
1
5
9
F
-0
8
B
0
1
5
9
F
-0
7
7
4
1
5
9
F
-0
6
3
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K