Fréttablaðið - 01.08.2015, Side 52

Fréttablaðið - 01.08.2015, Side 52
1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 32 LEIÐ EINS OG POPP- STJÖRNU Í FYRSTA SINN Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður Ég mun aldrei gleyma Uxa ’95. Þar söng ég „Ástin dugir“ með Unun, stökk beint af sviðinu upp í einkaflugvél, flaug rakleitt frá Kirkjubæjarklaustri til Akureyrar, lenti næstum því á þakinu á Sjallanum, hoppaði upp á svið þar sem Milljónamær- ingarnir biðu eftir mér og þar var talið strax í „Negro José“ fyrir troð- fullu húsi. Þetta var í fyrsta, en alls ekki síðasta, skiptið sem mér leið eins og alvöru popp- stjörnu. FENGU RAFSTUÐ Í KROPPINN Björgvin Halldórsson tónlistarmaður Einu sinni sem oftar spilaði Brimkló á Þjóðhátíð og þá var gamla sviðið notað og það sneri öfugt við hvernig það snýr núna. Það gerði vitlaust veður … rok og rigningu þannig að varla var stætt á sviðinu með vindinn og regnið í fangið. Við vorum að rembast við að klára ballið þegar var liðið á nóttina en þá var veðrið orðið það vont og vatns- elgurinn svo mikill að græjurnar fóru að leiða út. Við vorum að fá rafstuð í kroppinn í gegnum hljóðfærin. Þetta ágerðist þannig að við þurftum að hætta og láta Gísla Svein taka við með diskótekið sitt Áslák, en hann ferðaðist með okkur á ferðum okkar um landið. Allt fór að leiða út hjá honum svo að hann brást þannig við að hann setti upp gúmmíhanska til að setja vínylinn undir nálina. Hann hélt út, blessaður, og kláraði dansleikinn með stæl blautur upp fyrir haus. Það eru margar sögurnar en þessari skaut upp í hugann … Annars bara hress með belti og axlabönd. FANN FYRIR GLEÐI- TÁRUM Á HVARMI Hreimur Örn Heimisson tónlistarmaður Það var árið 2001, júlímánuður genginn í garð og ég var nýbúinn að setja þjóðhátíðarlagið Lífið er yndis- legt í spilun. Menn voru eitthvað ekki alveg á því að þetta lag væri málið, enda var nánast ekkert minnst á Eyjar í textanum. Þjóðhátíðarnefnd þess tíma var alls ekki sátt við að ég hefði bara „hent“ laginu í spilun en ákvað að láta slag standa fyrst ég var búinn að fara á fjölmiðlana og kynna lagið sem þjóðhátíðarlag. Komandi verslunarmannahelgi var því ótrúlegur léttir fyrir okkur strákana í Landi og sonum, við mættum til Eyja og þar var sungið í hverju horni, þessi lagbútur úr viðlaginu. Hámark- inu var þó náð í flugeldasýningunni á laugardagskvöldinu, en brekkan byrjaði allt í einu að kyrja lagið, þúsundir manna í miðri sýningu undir sprengingunum. Ég fann fyrir gleðitárum á hvarmi og mig grunaði þarna að ég hefði búið til eitthvað sem myndi lifa um ókomin ár … BETRI EFTIR ÞVÍ SEM HÚN ELDIST Katrín Jakobsdóttir stjórnmálakona „Mér finnst verslunarmannahelgin hafa orðið betri eftir því sem ég eldist. Þær bestu eru þegar ég eyði þeim í Bjarnarfirði í Strandasýslu, þar hef ég stundum verið um verslunar- mannahelgi og það er alltaf algjör sveitasæla,“ segir Katrín. „Ég er ekki mikil útihátíðarmann- eskja, en að komast út úr bænum, labba út og tína krydd og vera í sambandi við landið eru mínar bestu minningar um verslunarmannahelgi. „Í fyrri tíð þegar ég var enn hress og skemmtileg,“ segir Katrín skellihlæjandi og heldur áfram, „var yfirleitt skemmtilegast að vera í mið- borg Reykjavíkur þegar ég var enn á þeim skemmtanalífsárum áður en ég gerðist miðaldra.“ FÓRU Á KÁNTRÝBALL Jóhanna María Sigmundsdóttir alþingiskona Jóhanna María segir sína eftirminnileg- ustu minningu frá verslunarmannahelgi vera frá því hún var 16 ára gömul. „Ég og fóstursystir mín, sem var 18 ára, vildum lyfta okkur upp um versl- unarmannahelgi. Þar sem ég á sniðugan pabba ákvað hann að við myndum skreppa á ball í Bjarkarlundi, það gerði hann jú á sínum yngri árum,“ segir Jóhanna María. „Farið var í fjós í fyrra laginu og við lögðum svo af stað í ball dressi, við syst- urnar og pabbi. Þegar komið var í Bjarkarlund komumst við að því að allt unga fólkið í sveitinni væri á unglingalandsmóti eða á stærri skemmtunum annars staðar þessa helgina svo við lækkuðum meðalaldurinn töluvert þetta kvöld.“ Þær systur létu það þó ekki á sig fá og gerðu það besta úr aðstæðum. „Fyrir dansi spilaði kántríhljómsveit og við gerðum það besta úr ballinu og dönsuðum fram á nótt, eða þar til tímabært var að halda heim til að komast í morgunmjaltir. Þrátt fyrir að þetta hafi verið aðeins öðruvísi kvöld en við bjuggumst við þá gleymum við aldrei kántríball- inu í Bjarkar- lundi.“ TÓK BLANDARANN MEÐ UPP Á FJALL Sólveig Eiríksdóttir hráfæðiskokkur „Ein af mínum allra bestu verslunar- mannahelgum var fyrir fimm árum. Þá ákváðum ég og maðurinn minn að fara með börnunum og vinahjónum yfir Sprengisand og enda uppi í Kverk- fjöllum, segir Sólveig sem gjarnan er kölluð Solla. Veðrið lék við þau og fáir á ferð og náttúran skartaði sínu fegursta. „Ég var á einhverju sérstöku fæði þannig að ég tók blandarann minn með, sem var tvö hestöfl. Uppi í Kverkfjöllum settu þeir upp fyrir mig vararafstöðina og slökktu á rafmagn- inu meðan ég var að gera morgun- þeytingana,“ segir Solla og skellihlær. „Ég sá Herðubreið í fyrsta skipti. Eitt af uppáhaldsmálverkunum mínum er eftir Stefán frá Möðrudal og hann var svo hrifinn af Herðubreið og í fyrsta skipti upplifði ég að verða ástfangin af fjalli. Kvöldsólin var örlítið byrjuð að koma, hún stendur þarna í einhverjum appelsínugulum logum. Þetta var svo fallegt.“ GÓÐAR SÖGUR GERAST Fréttablaðið tók upp tólið og fékk nokkra þjóðþekkta einstaklinga til þess að deila góðri sögu af verslunarmannahelgi með lesendum blaðsins. Það eiga sjálf- sagt fl estir góðar sögur til að segja af þessari mestu ferðahelgi ársins. REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR 25-35% AFSLÁTTUR STILLANLEG RÚM Verðdæmi C&J stillanlegt heilsurúm með infinity dýnu 2x80x200 cm. Fullt verð kr. 558.000 ÚTSÖLUVERÐ KR. 390.600 25% AFSLÁTTUR GOLD – HEILSU- RÚM GOLD heilsurúm Með Classic botni 160x200 cm. ÚTSÖLUVERÐ KR. 114.675 Með Classic botni 180x200 cm. ÚTSÖLUVERÐ KR. 123.675 Gafl ekki innifalinn í verði Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is 20-50% AFSLÁTTUR SÆNGUR- FATASETT MARGAR GERÐIR Fáanlegt 90x200 cm 120x200 cm 140x200 cm 160x200 cm 180x200 cm Blóðbergskokteill Klakar 3 cl af sítrónusafa úr brenndum sítrónum 3 cl af Reyka Vodka 6 cl af blóðbergssírópi (100 g blóðberg, 1 l vatn, 400 g hunang) Toppað með peru-cider Þessi ómótstæðilegi kokteill er svo skreyttur með nýbrenndri sítrónu og blóðbergi. Brakandi ferskur Blóðbergskokteill ➜ Gísli Matthías Auðunsson mat- reiðslumaður og einn af eigendum veitingastaðarins Slippsins í Vest- mannaeyjum. LÍFIÐ 1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 9 E -F 1 3 C 1 5 9 E -F 0 0 0 1 5 9 E -E E C 4 1 5 9 E -E D 8 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.