Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 19

Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 19
 ský 1 Finnur Ragnarsson, básúna; Sturlaugur Björnsson, horn; Ingi Garðar Erlendsson, alt-horn; Elsa Kristín Sigurðardóttir, kornett; Eiríkur Orri Ólafsson, trompet; Áki Ásgeirsson, trompet; Róbert Sturla Reynisson, gítar; Simon Jermyn, gítar, Guðmundur Steinn Gunnarsson, gítar; Ólafur Björn Ólafsson, trommur og klukkuspil; Arnþrúður Ingólfsdóttir, klukkuspil; Páll Ivan Pálsson, bassi; Örvar Þóreyjarson Smárason, bassi. Benni segist hafa verið tónelskt barn. Bæði hlustaði hann mikið á tónlist og spilaði mikið, alveg frá barnæsku. En hvaða hljómsveitum hefur hann tilheyrt í gegnum tíðina? „Ég var gítarleikari í hljómsveitinni Mós- aík, sem náði hátindi ferilsins þegar mynd- band sem við gerðum var spilað í Kanada. Svo var ég trommari í rapphljómsveitinni Mouthafuckaz in tha house. Og svo var ég fjölhljóðfæraleikari í hljómsveitinni Rúnk. Ég var alltaf í fimm hljómsveitum í einu þegar ég var unglingur. En eftir að ég byrjaði að spila með Benna Hemm Hemm, þá hef ég af einhverjum ástæðum lítið spilað með öðrum. Jú ég hef spilað nokkrum sinnum með Skakkamanage.“ Eitt mesta hrósið var fjögurra stunda akstur til að geta séð hljómsveitina spila Hvernig völduð þið nafnið á hljómsveitina? „Ég valdi nafnið eftir margra daga valkvíða í kjallaraíbúðinni þar sem ég tók upp fyrstu smáplötuna sem Benni Hemm Hemm gaf út, líklega um ári áður en hljómsveitin varð til. Það var SummerPlate, sem var gefin út í 30 eintökum sumarið 2003.“ Aðspurður hvernig hann myndi lýsa tónlist hljómsveitarinnar segir hann að hún sé lauflétt stemmningsmúsík. Þegar hann er spurður um áhrifavalda segir hann helsta veikleika sinn vera Bob Dylan en bætir við: „það er eiginlega ómögulegt að svara þessari spurningu almennilega. Það er vísindalega sannað.“ Einnig segist hann reglulega ganga í gegnum Bob Dylan æði, þó hann sé ekki í því þessa stundina. Næst er það spurningin óumflýjanlega: Ertu orðinn „heimsfrægur á Íslandi“? „Ég veit það ekki. Ég vona að þetta viðtal fái góða dreifingu og það fari að koma skriður á þau mál!“ Þegar ég spyr hann um mesta hrós sem hljómsveitin hefur hlotið svarar hann: „Mestu hrósin eru svo óraunveruleg að maður afgreiðir þau út úr höfðinu á einhvern undarlegan hátt og þau hverfa úr minninu. Og svo eru stærstu hrósin líka svo persónuleg að það er ekki fallegt að hafa það eftir. En mér þykir alveg ótrúlega vænt um það þegar fólk leggur mikið á sig til að koma að heyra í okkur, mér finnst það jafngilda mjög stóru hrósi - nema það er sýnilegt í verki. Til dæmis keyrði einn maður í tvo klukkutíma um daginn bara til að koma að sjá okkur spila, og svo tvo tíma aftur til baka. Mér þótti það alveg ótrúlega magnað.“ Hljómsveitarmeðlimir eiga flestir hverjir maka og börn, m.a.s. á einn þeirra fjögur börn. Aðspurður hvort tónleikatímar hljómsveitarinnar komi niður á fjölskyldulífinu segir hann það vera af og frá: „Við erum voðalega lítið í svona ballspilamennsku, satt best að segja ekki neitt - þannig að við erum yfirleitt ekki að spila þegar aðrir eru að skemmta sér. Þetta fer allt saman mjög vel við fjölskyldulífið.“ Nýlega fékk hljómsveitin styrk úr Tónlistarsjóði sem hún notaði til tónleikaferðalags um gjörvöll Bandaríkin í júlí, og peningana nýttu hún einnig í upptökur á næstu plötu þar sem upptökur eru að hefjast. „Það var mjög gaman að ferðast vítt og breitt um Bandaríkin til tónleikahalds. Þetta var mjög mikið ævintýri.“ Japanir skera sig úr í samanburði við aðra tónleikagesti Nú hafið þið spilað víða erlendis, finnst þér vera munur á íslenskum og erlendum tónleikagestum? Hver þá helst? „Nei, ég er ekki viss um að ég geti skrifað undir það. Ég held að dagamunurinn sé mikið áhrifameiri. Ég held að áheyrendur á föstudagskvöldi séu nákvæmlega eins í Reykjavík, Vín eða New York. Reyndar skera japanskir áheyrendur sig úr því þeir eru svo kurteisir að þeir segja ekki múkk á meðan maður spilar - sem er auðvitað það sem alla tónlistarmenn dreymir um, að þurfa ekki að rembast við að halda athygli tónleikagesta með látum, heldur bara með því að spila tónlistina eins og hún á að hljóma. Mér fannst það frábært að spila fyrir Japani.“ Finnst þér erlendir tónleikagestir miða ykkur við aðra íslenska tónlistarmenn, eins og Björk og Sigurrós? „Ég veit ekki alveg með tónleikagesti, en í viðtölum er þekktum íslenskum nöfnum yfirleitt kastað í loftið, oftast til þess að skapa einhvers konar samanburð. Ég er orðinn ágætur í því að kæfa þetta bara í fæðingu og leiða samtalið á aðrar brautir.“ Hvernig semur ykkur í hljómsveitinni? „Okkur semur alltaf alveg frábærlega. Þessi ferðalög sem við höfum farið hafa gengið vonum framar og það er að mestu leyti vegna þess að það leggja sig allir fram við að hjálpast að og eru tillitssamir og þetta gerir allt svo auðvelt.“ Hafið þið lært eitthvað um ykkur sjálf sem þið vissuð ekki áður en þið fóruð að starfa saman í hljómsveitinni? „Jájá, við höfum lært mjög margt.“ Er ekki erfitt að reka svona fjölmenna hljómsveit? Bæði peningalega og að sameina tímann sem þið þurfið að hittast til æfinga o.fl.? „Það er alveg nóg að gera. Eins og skáldið sagði: „Það er erfitt en gaman að lifa þessu lífi“. Hljómsveitin heldur úti veglegri og ítarlegri bloggsíðu (www.bennihemmhemm. com)og er það Benni sjálfur sem sér um hana. Þegar ég spyr út í „veglegu bloggsíðuna“ verður hann hálfhissa: „Mér þykir mjög vænt um að heyra að heimasíðan flokkist sem vegleg bloggsíða. Ég hélt að þetta næði því ekki einu sinni að vera bloggsíða. Ég skrifa inn á hana þegar eitthvað er á döfinni.“ Hver eru framtíðarplön Benna Hemm Hemm? Bæði einstaklingsins og hljómsveitarinnar? „Að semja fleiri lög, taka upp fleiri plötur, spila á tónleikum og svo stundum slaka aðeins á.“ sky, Benni hemm hemm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.