Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 60

Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 60
60 ský Íslenski markaðurinn hefur tekið stökkbreytingum undanfarin ár. Sameining Kauphallar Íslands við OMX er síðasta stóra skrefið sem var stigið. Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX Nordic Exchange á Íslandi, svarar nokkrum spurningum í tilefni þess að frekari breytingar á starfseminni eru í vændum. Hvers vegna sameinaðist Kauphöllin OMX í lok síðasta árs? „Við vorum einfaldlega að svara kalli tímans. Íslenski markaðurinn hefur tekið gríðarlegum breytingum á undanförnum árum. Til marks um það má nefna nokkur mikilvæg atriði í þróun hlutabréfa- markaðarins á árunum 2001-2006. Á Fyrirtæki morgundagsins OmX nordic exchange á Íslandi: Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX Nordic Exchange á Íslandi, er þeirrar skoðunar að sameining OMX og Nasdaq feli í sér mikil tækifæri til að efla íslenska markaðinn enn frekar. þessu fimm ára tímabili sexfaldaðist markaðsvirði skráðra fyrirtækja, fór úr 55% af landsframleiðslu í 230%. Veltan jókst fimmtánfalt, hlutabréfaverð hækkaði um 350% og fjöldi fyrirtækja fór úr 75 í 25 en markaðsvirði þeirra jókst að meðaltali um 1700%. Í kjölfar þessara stórfelldu breytinga, sem líklega eiga sér ekki hliðstæðu annars staðar í heiminum á jafnskömmum tíma, gerðu markaðsaðilar kröfu um meiri og alþjóðlegri þjónustu en lítil staðbundin kauphöll gat veitt.“ Hver er ávinningurinn af sameiningunni? „Ávinningurinn felst í alþjóðavæðingu markaðarins hér heima. Sýnileiki íslenskra félaga á erlendum vettvangi eykst stórlega og öll upplýsingagjöf á greiðari aðgang að margfalt fleiri fjárfestum en áður. Við bætist að sameiningin gerði okkur kleift að stofna afleiðumarkað á Íslandi og verða hluti af First North markaði OMX, sem er markaður fyrir vaxandi fyrirtæki - „fyrirtæki morgundagsins“ eins og við höfum gjarnan kallað þau.“ Eru áhrifin af sameiningunni farin að koma í ljós? „Áhrifin hafa birst skýrt í breytingum á umgjörð markaðarins, m.a. eru íslensku fyrirtækin nú á sameiginlegum lista með öðrum norrænum félögum, markaðsupplýsingar eru hluti af vöruframboði OMX í heild, First North hefur verið komið Texti: Hrund Hauksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.