Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 71

Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 71
Það er örugglega lítill vandi að koma af stað fjörugum umræðum um það hvor sé flottari og klárari, James Bond eða Jason Bourne. Þeir sem telja að James Bond sé útbrunninn og hafi ekkert nýtt að fram að færa hafa tekið Jason Bourne fagnandi á meðan hörðustu aðdáendur James Bond fá fyrir hjartað sé Jason Bourne nefndur eins og um jafningja sé að ræða. Matt Damon, sem leikur Jason Bourne, kastaði olíu á eldinn þegar hann sagði að Bond yrði alltaf bundinn við sjöunda áratuginn og persónan væri byggð á gildi þess tíma. Tók hann fram að James Bond ætti ekki heima í nútímanum en sagði um leið að Bourne væri hvorki betri né verri en Bond. Og Damon lauk umsögn sinni á að segja að Bond sé heimsvaldasinni og kvennabósi sem drepi fólk með bros á vör, drekki martini og segi brandara. Bourne sé aftur á móti óforbetranlegur einkvænismaður, eigi erfitt með að drepa og þótt unnustan hafi verið myrt geti hann ekki sleppt hendinni af henni. Þarna er kannski komist að meginkjarnanum þegar James Bond og Jason Bourne er líkt saman, þeir eru andstæður og eiga ekkert sameiginlegt nema að hafa verið leyniþjónustumenn og vera með sömu upphafsstafi í nöfnum sínum. James Bond er toppmaðurinn í bresku leyniþjónustunni en Jason Bourne er hundeltur af fyrrverandi atvinnurekendum. Bond fær alltaf stúlkuna í lokin en Bourne missti sína í fyrstu myndinni og hefur ekki jafnað sig enn sem komið er. Og loks vefst ekki fyrir Bond að drepa óvininn á meðan Bourne er með martraðir yfir því sem hann hefur gert. Það er því ekki nema von að spurt sé: Hvernig getur nokkrum manni dottið í hug að bera þá saman? Svarið er fyrst og fremst að finna í þeirri staðreynd að kvikmyndir með þeim köppum eru gífurlega vinsælar og ljóst er að James Bond og Jason Bourne munu einoka kvikmyndamarkaðinn fyrir njósnamyndir í framtíðinni. Það að kvikmyndahúsgestir skiptist í tvo hópa, með eða á móti, er ósköp eðlilegt þegar um er að ræða hvor er meiri hetja en að bera þá saman að öðru leyti er ekki raunhæft. Í áratugi hafa alltaf verið að koma fram kvikmyndapersónur sem líkt er við James Bond. Þær hafa fljótlega horfið á meðan James Bond heldur áfram að vera til. Nú er ljóst að Jason Bourne er kominn til að vera, kjósi þeir sem standa að seríunni að halda henni áfram. Fyrstu þrjár myndirnar náðu allar miklum vinsældum svo ætla má að áfram verði haldið á sömu braut. Höfundur James Bond, Ian Fleming, og höfundur Jason Bourne, Robert Ludlum, áttu einnig fátt sameiginlegt. Fleming var gamaldags Breti með skólavist að baki í breskum heimavistarskólum og vann í leyniþjónustunni í síðari heimsstyrjöldinni. Robert Ludlum var uppgjafa leikari sem lifði rótlausu lífi þegar hann skrifaði sína fyrstu bók 1970. Hvorugur þeirra lifði að sjá sköpunarverk sína verða ofurhetjur kvikmyndanna. Fleming náði að vísu að sjá fyrstu tvær myndirnar, Dr. No og From Russia With Love, en þá var Bond ekki orðinn að þeirri goðsögn sem hann er í dag og Ludlum dó ári áður en The Bourne Identity leit dagsins ljós. Þess má geta að þriggja tíma sjónvarpsmynd var gerð eftir The Bourne Identity árið 1988 sem sýnd var víða um heim og var tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna. Þá lék Richard Chamberlain Jason Bourne. Þeir Fleming og Ludlum áttu það sameiginlegt að vera miklir reykingamenn og létust báðir vegna hjartaáfalls. Ian Fleming var 56 ára þegar hann lést 1964 og Robert Ludlum 73 ára þegar hann lést 2001. kvikmyndir James Bond Jason Bourne& Þeir eiga lítið sameiginlegt en samt er verið að bera Þá saman og deilt um hvort Jason bourne sé verðugur arftaki James bond. Texti: Hilmar Karlsson sky , ský 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.