Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 26

Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 26
26 ský Alinn upp við stjórnmál - frá blautu barnsbeini IllugI gunnarsson á ekki langt að sækja áhuga sinn á stjórnmálum því faðir hans, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, var í bæjarstjórn fyrir Alþýðubandalagið í tólf ár á Siglufirði. Einnig ólst hann upp við hina frægu götu Laugarveg þar sem stjórnmála- áhrifaandi virðist hafa svifið yfir vötnum. „Það var mjög gott að alast upp á Siglufirði, leiksvæðið náði frá fjörunni og upp í fjall og þar voru endalaus tækifæri fyrir börn til að búa sér til ævintýraheim. Ég bjó á Siglufirði frá því að ég fæddist og til 14 ára aldurs en þá fluttu mamma og pabbi suður. Þegar ég var fjögurra eða fimm ára gamall keyptu foreldrar mínir húsið að Laugarvegi 7 á Siglufirði af Þóroddi Guðmundssyni, fyrrum alþingismanni. Flest árin sem við bjuggum þar var sú gata ómalbikuð sem var fínt fyrir okkur krakkana en sennilega var það verra fyrir fullorðna,“ útskýrir Illugi og aðspurður um hvort hann fari oft norður í dag segir hann: „Mér þykir afar vænt um Siglufjörð og ég hef heilmiklar tilfinningar þangað. Það er alltaf mjög sérstök tilfinning sem grípur mig þegar ég kem keyrandi inn fjörðinn og sé bæinn. Ég kem of sjaldan norður, foreldrar mínir eru duglegri en í hvert skipti sem ég kem finnst mér leitt þegar ég þarf að fara aftur.“ Mjög pólitískur bær Stjórnmál voru stór hluti af æsku Illuga og var hann til dæmis ungur að árum þegar hann hlustaði á kosningafundi í beinni útsendingu í útvarpi af mikilli athygli. „Það var ekki talað mikið um pólitík heima en maður fann sterkt fyrir henni ef svo má segja. Siglufjörður var mjög pólitískur bær og mikil spenna var alltaf i kringum kosningar, bæði til bæjarstjórnar og til þings. Ég á mjög sterka minningu um að hlusta á pabba tala á kosningafundi sem var útvarpað beint nokkrum dögum fyrir kosningar, spennan var svipuð fyrir mig eins og að hlusta á lýsingu á landsleik í handbolta,“ segir Illugi brosandi og bætir við: „Lengi vel á síðustu öld var Siglufjörður i miðju efnahagslegra og pólitískra átaka á Íslandi sökum þess hversu síldin var mikilvæg fyrir þjóðina. Til Siglufjarðar kom aragrúi fólks til að vinna og bærinn var því mikill suðupottur. Verkalýðshreyfingin var mjög sterk á Siglufirði og þjóðfélagsátökin komu fram af miklum krafti í bænum. Það er því kannski ekki skrýtið að stjórnmálaáhugi hafi verið mikill heima og að upp úr þeim jarðvegi hafi sprottið stjórnmálamenn.“ Úr MBA-námi í aðstoðarmann Davíðs Markmið Illuga var ekki endilega að verða þingmaður en hlutirnir æxluðust þannig að úr varð að hann situr nú á þingi sem þriðji þingmaður í Reykjavík suður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum og alla tíð verið sannfærður um að ég myndi taka þátt í pólitísku starfi með einhverjum hætti. En ákvörðun um að gefa kost á mér til þingsetu var einungis tekin fyrir nokkrum árum. Ég fór í MBA-nám til London og hafði áætlað að starfa þar í nokkur ár. Að námi lokni bauðst mér hins vegar að vinna sem aðstoðarmaður fyrir Davíð Oddsson og tók ég því starfi. Eftir það má segja að ég hafi verið kominn á þá braut sem ég er á núna,“ útskýrir Illugi. LAUGARVEGUR 7 - Illugi Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.