Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 23

Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 23
 ský 23 Ekkert handrit „Það er frekar erfitt að að lýsa myndinni,“ segir Jörundur. „Fyrir það fyrsta unnum við ekki eftir neinu handriti, heldur aðeins eftir hugmynd sem kom upp á yfirborðið hjá okkur þegar við ræddum verkefnið og er þar af leiðandi er Chocolate Au Lait að okkar mati frumleg stuttmynd. Myndin er tekin í svarthvítu og er þögul en með texta. Hún byrjar þannig að ég er með box af konfekti og upp úr þurru fæ ég lak yfir höfuðið og mér hverfur sýn. Þegar ég ranka við mér er súkkulaðið horfið og myndin að verða búin, en eins og ég sagði, er erfitt að lýsa henni nánar og sjón er sögu ríkari.“ Jörundur, Freyr og Róbert eru bekkjarfélagar í Vogaskóla: „Freyr tók upp myndina, enda átti hann tökuvélina og sá að mestu leyti um klippinguna, og við Robert lékum í myndinni og höfðum nokkuð frjálsar hendur. Það sem gerði sigurinn enn sætari var að Chocolate Au Lait var nánast gerð á einum degi og án undirbúnings. Það fór ekki nema rúmur klukkutími í upptökur. Hugmyndin kom fljótt og síðan var myndin klippt og fínpússuð en það tók mun lengri tíma heldur en upptakan sjálf.“ Ætla að vinna aftur Jörundur hefur ekki áður komið nálægt kvikmyndagerð en nú er áhuginn orðinn mikill: „Það eina sem ég hef komið nálægt slíku var þegar ég var smástrákur valinn til að leika í öryggisauglýsingu fyrir Icelandair, auk þess sem ég var á stuttmyndanámskeiði í skólanum sem valgrein. Ég ætla aftur á slíkt námskeið í vetur og stefnan er að fá sér tökuvél og það gæti alveg eins farið svo að ég myndi leggja fyrir mig kvikmyndagerð í framtíðinni. Ég hafði mjög gaman af þessu öllu og sigurinn sem fylgdi í kjölfarið jók spennuna hjá mér fyrir slíku námi.“ Þeir félagar ætla að taka aftur þátt í stuttmyndakeppni grunnskólanna á næsta ári: „Það er engin spurning um það, við ætlum að vinna aftur.“ Ungir kvikmyndagerðarmenn úr Vogaskóla, Freyr Sverrisson, Jörundur Jörundsson og Róbert Barkarson. sky , stuttmyndasamkeppni Svipmyndir úr verðlaunamyndinn i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.