Ský - 01.08.2007, Page 23

Ský - 01.08.2007, Page 23
 ský 23 Ekkert handrit „Það er frekar erfitt að að lýsa myndinni,“ segir Jörundur. „Fyrir það fyrsta unnum við ekki eftir neinu handriti, heldur aðeins eftir hugmynd sem kom upp á yfirborðið hjá okkur þegar við ræddum verkefnið og er þar af leiðandi er Chocolate Au Lait að okkar mati frumleg stuttmynd. Myndin er tekin í svarthvítu og er þögul en með texta. Hún byrjar þannig að ég er með box af konfekti og upp úr þurru fæ ég lak yfir höfuðið og mér hverfur sýn. Þegar ég ranka við mér er súkkulaðið horfið og myndin að verða búin, en eins og ég sagði, er erfitt að lýsa henni nánar og sjón er sögu ríkari.“ Jörundur, Freyr og Róbert eru bekkjarfélagar í Vogaskóla: „Freyr tók upp myndina, enda átti hann tökuvélina og sá að mestu leyti um klippinguna, og við Robert lékum í myndinni og höfðum nokkuð frjálsar hendur. Það sem gerði sigurinn enn sætari var að Chocolate Au Lait var nánast gerð á einum degi og án undirbúnings. Það fór ekki nema rúmur klukkutími í upptökur. Hugmyndin kom fljótt og síðan var myndin klippt og fínpússuð en það tók mun lengri tíma heldur en upptakan sjálf.“ Ætla að vinna aftur Jörundur hefur ekki áður komið nálægt kvikmyndagerð en nú er áhuginn orðinn mikill: „Það eina sem ég hef komið nálægt slíku var þegar ég var smástrákur valinn til að leika í öryggisauglýsingu fyrir Icelandair, auk þess sem ég var á stuttmyndanámskeiði í skólanum sem valgrein. Ég ætla aftur á slíkt námskeið í vetur og stefnan er að fá sér tökuvél og það gæti alveg eins farið svo að ég myndi leggja fyrir mig kvikmyndagerð í framtíðinni. Ég hafði mjög gaman af þessu öllu og sigurinn sem fylgdi í kjölfarið jók spennuna hjá mér fyrir slíku námi.“ Þeir félagar ætla að taka aftur þátt í stuttmyndakeppni grunnskólanna á næsta ári: „Það er engin spurning um það, við ætlum að vinna aftur.“ Ungir kvikmyndagerðarmenn úr Vogaskóla, Freyr Sverrisson, Jörundur Jörundsson og Róbert Barkarson. sky , stuttmyndasamkeppni Svipmyndir úr verðlaunamyndinn i

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.