Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 27

Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 27
 ský 27 Sólskin og ævintýr sIgríður anna ÞórðardóttIr, fyrrverandi umhverfisráðherra, á góðar minningar af uppvaxtarárum sínum á Siglufirði. Á þeim tíma var mikið vaxtarskeið í bænum og er Sigríður Anna sannfærð um að tíðarandinn hafi mótað sig að miklu leyti. „Bæjarbragurinn á Siglufirði var einstakur á uppvaxtarárum mínum og ég tel að hann hafi haft mikil áhrif á mig sem einstakling. Það voru mjög mikil umsvif í bænum, bjartsýni og trú á framtíðina, síldarævintýrið í blóma og samfélagið sterkt. Margir öflugir einstaklingar settu svip á bæinn, konur ekkert síður en karlar. Víðsýni, kraftur og athafnasemi ásamt samskiptum við útlendinga mótuðu fólkið. Allt var þetta veisla í farangrinum fyrir okkur sem vorum svo lánsöm að alast upp á Siglufirði,“ segir Sigríður Anna með bros á vör. Heimsbær með stórborgarbrag Móðir Sigríðar Önnu, Margrét A. Árnadóttir, sem er 84 ára gömul, býr enn á Siglufirði og nýlega flutti yngsta systir hennar þangað aftur eftir nokkurra ára fjarveru. Sigríður Anna kemur af og til í stuttar heimsóknir en viðurkennir að þær mættu vera fleiri. „Siglufjörður er í mínum huga sólskin og ævintýr. Ég er fædd árið 1946, elst sjö systkina og get á vissan hátt kallast afsprengi síldarævintýrisins. Á æskuárum mínum var gífurleg uppbygging í bænum og atvinnulíf og mannlíf í miklum blóma. Fyrstu æviárin átti ég heima á Túngötunni skáhallt á móti Alþýðuhúsinu, við hlið Mjölverksmiðju S.R., svo að með sanni má segja að ég hafi átt heima í hringiðunni,“ útskýrir Sigríður Anna og segir jafnframt: „Ég hef alltaf verið afar stolt af því að vera Siglfirðingur. Bærinn er einstakur í atvinnusögu landsins og var í uppvexti mínum einn stærsti kaupstaður landsins, stærsta útflutningshöfnin og í landlegum fylltu áhafnir hundraða síldveiðiskipa götur bæjarins. Siglufjörður var heimsbær með stórborgarbrag og fjölskrúðugt mannlíf á sumrin en skóla- og menningarbær á veturna.“ Móðirin virk í flokksstarfi Sigríður Anna var átta ára gömul þegar hún fluttist á Laugarveginn þar sem börn bjuggu í hverju húsi og alltaf var eitthvað við að vera. „Laugarvegurinn stendur við stórkostlegan stað. Við krakkarnir ólumst upp við mikið frelsi og vorum úti svona nokkurn veginn frá morgni til kvölds. Fjaran var ævintýrið við húsvegginn, fjöllin fjársjóður leikja og mikið sótt í Hólsdal og Skútudal á góðviðrisdögum. Svo var líka gaman að fá að fara með pabba á sjóinn og út á Siglunes á æskustöðvar hans. Á Laugarveginum voru börn í nánast hverju húsi og mörg þeirra á svipuðum aldri svo það var oft mjög glatt á hjalla og mikil athafnasemi fékk útrás í leikjum okkar krakkanna,“ segir Sigríður Anna. En hvernig kviknaði svo áhugi þinn á stjórnmálum? „Ég var mjög forvitið barn og fylgdist vel með stjórnmálaumræðu, bæði heima hjá mér og einnig las ég blöðin. Mogginn var í uppáhaldi og staðarblöðin en allir stjórnmálaflokkar á Siglufirði gáfu út blöð. Mamma tók virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og pabbi starfaði nánast alla ævi við eigin rekstur. Mér var snemma kennt að taka ábyrgð og standa á eigin fótum og það hefur alltaf komið sér vel fyrir mig, jafnt í stjórnmálum sem öðru.“ fjórir stjórnmálamenn LAUGARVEGUR 35 - Sigríður Anna Þórðardóttir. Foreldrar hennar byggðu þetta hús og móðir hennar býr þar enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.