Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 16

Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 16
16 ský eldri en ég og gátu svalað eðlislægri forvitni minni um svo margt. Stundum er spennandi að sækja í reynslubrunn annarra. En stundum geta helstu kostir manna snúist upp í andhverfu sína.“ Hjónaband þeirra Guðmundar stóð í átta ár og gaf af sér tvö börn, Ingólf, sem nú er 28 ára og nýfluttur heim frá Kaupmannahöfn eftir fimm ára nám í viðskiptafræðum og alþjóðlegri markaðssetningu, og Ragnhildi, sem er 22 árs og að hefja lögfræðinám. Þetta er svolítið annar vegur en móðir þeirra fetaði ung? „Já, og líklega fengu þau nóg af félagslegri virkni þegar þau lufsuðust með mér á barnsaldri í mínu pólitíska stússi. Þau hafa algjörlega fengið að ráða sér, hafa sínar skoðanir og eru ólík. Og þegar við ræðum málin þarf „big mama“ sjálfsagt að passa það að setja sig ekki ómeðvitað á háan hest og þykast vita allt betur, sem hún gerir ekki. Þau eru yndisleg börn sem ég er stolt af.“ Aldrei fór það sem sagt svo að unga stúlkan sem forðaðist að vera á föstu vegna meðfylgjandi frelsisskerðingar yrði ekki ástfangin. „Það er lífsnauðsynlegt að verða ástfangin. En það getur verið flókið. Til dæmis er hægt að vera ástfangin af fleirum en einum í einu. Þá getur verið þægilegt og praktískt að hafa viðföngin í mörgum löndum! Ég mæli með því.“ Ertu ástfangin núna? „Nei, eiginlega ekki. En það er ekkert mál. Maður reynir ekkert að verða ástfanginn. Það bara hellist yfir, þegar það gerist. Þá kemur maður engum vörnum við.“ Það hefur vakið athygli að Birna tekur virkan og áberandi þátt í Gay Pride-hátíðahöldunum. Þegar hún er spurð um það svarar hún að það skipti engu máli þótt fólk haldi að hún sé „gay“ eða „bi“. „Ég spyr annað fólk aldrei um slíkt. Þetta er einkamál. Og ég ætla bara að leyfa þjóðinni að vera forvitin um þetta áfram. Gleðigangan er spurning um mannréttindi og þeim legg ég ævinlega lið. Þar fyrir utan skiptir engu máli hver kynhneigð mín er.“ Eru karlmenn hræddir við þig - eða kannski fólk yfirleitt? „Stundum. En ég get ekkert pælt í því. Þegar við Guðmundur kynntumst hafði hann verið langdvölum erlendis og vissi nánast ekkert um mig og mitt orðspor sem stórhættulegs lögguskelfis og hann hafði algjörlega farið fram hjá mér. Við mættumst því með hreint borð sem var ofboðslega fínt. En það er alveg rétt: Stundum hitti ég fólk og eftir smáspjall segir það; Ja, hérna, þú ert bara eins og hver önnur manneskja! Það er mér að meinalausu ef fólk dundar sér við að búa til hugmyndir um mig; það gerir þá ekkert verra af sér á meðan.“ Við hvað ertu sjálf hrædd? „Einna helst við sjálfa mig. Ég get stundum farið óþarflega fram úr sjálfri mér. Þá verð ég að bíta í það súra epli. Og ég óttast stundum heimsku og fordóma í víðu samhengi. Það er svo hættulega auðvelt að ala á slíku, hvort heldur er til að upphefja sjálfan sig og komast út úr eigin vanmætti eða safna fólki saman til illvirkja.“ Ljóð og lífsgleði Birna sendi frá sér ljóðabókina Birna/BIRNA fyrir þremur árum. Hún segist ekki hafa ort lengi. „Ég hef alla tíð verið hrifin af ljóðum en ég byrjaði að skrifa sjálf stutta ljóðræna texta fyrir áhrínisorð strjúki fingur þínir húð annarrar minnast gómarnir mýktar húðar minnar kyssi varir þínar annarrar varir fyllast þær söknuði eftir kitlandi tungu minni þreifi hendur þínar brjóst annarrar villast þær tómar án brjósta minna spenni armar þínir lendar annarrar stirðna þeir af löngun í lendar mínar leitirðu fullnægju í sköpum annarrar hverfur geta þín limur þinn hjaðnar ekkert lifir utan endalaus þrá eftir líkama mínum rökum og ilmandi þannig og þannig verður um eilífð alla Úr ljóðabókinni Birna/BIRNA eftir Birnu Þórðardóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.