Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 28
28 sk‡
Rík hefð fyrir
stjórnmálastarfi
BIrkIr Jón Jónsson hefur alla tíð átt lögheimili sitt á
Siglufirði en hann ólst upp að Laugarvegi 31. Hann var aðeins 24 ára
gamall þegar hann settist á þing árið 2003 fyrir Framsóknarflokkinn
og er því einn af yngstu starfandi stjórnmálamönnum hér á landi.
Dvelur þú mikið fyrir norðan?
„Ég er í sveitarstjórn Fjallabyggðar og er því mikið fyrir norðan.
Hins vegar er kjördæmið gríðarlega víðfeðmt, nær allt austur að
Djúpavogi. Það tekur því einnig mikinn tíma að sinna kjördæminu
í heild sinni og því mikilvægt að skipuleggja tíma sinn vel til að
komast yfir sem mest, í þeim önnum sem starf þingmanns af
landsbyggðinni krefst.“
Byrjaðir þú snemma að taka þátt í hinu pólitíska lífi á
Siglufirði?
„Það hefur alla tíð verið mikil pólitík á Siglufirði. Ég man eftir mér
við að bera út blöð fyrir framsóknarfélagið heima en toppurinn
var að sendast eftir listum á kjörstað þegar kosið var. Þá var alsiða
að flokkarnir fylgdust með hverjir væru búnir að kjósa og hverjir
ekki. Þetta var spjaldskrárvinna og mikill hamagangur síðustu tvær
til þrjár klukkustundirnar áður en kjörstöðum var lokað, að hafa
samband við þá sem ekki voru búnir að kjósa. Þetta fyrirkomulag
er sem betur fer aflagt í dag en það gerðist þó fyrst við síðustu
sveitarstjórnarkosningar, ótrúlegt nokk!“
Af hverju heldur þú að hið fjölbreytta og virka pólitíska
landslag hafi verið svo ráðandi í heimabæ þínum í gegnum
tíðina?
„Eins og ég sagði áðan þá er rík hefð fyrir stjórnmálastarfi á Siglufirði
sem ég efa ekki að hafi haft áhrif á þessa þróun. Siglfirðingar hafa
einnig stutt sína frambjóðendur dyggilega, til dæmis í prófkjörum,
stundum þó þannig að mörgum þykir nóg um! En hins vegar er
staðreyndin sú að Siglufjörður var mjög stórt bæjarfélag á sínum tíma
og ótrúlega margt fólk sem getur rakið ættir sínar í fjörðinn fagra,
ætli það skýri ekki að stærstum hluta þann fjölda stjórnmálamanna
sem teljast til Siglfirðinga.“
Þú byrjaðir ungur í stjórnmálum, kom ekkert annað til
greina?
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum, sem og félagsmálum
almennt. Ég var formaður nemendafélagsins við Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra 1998-1999. Þá var komið að máli við mig um
að taka þátt í prófkjöri framsóknarmanna fyrir alþingiskosningarnar
1999, sem ég gerði. Þegar ég lít til baka þá hef ég aldrei verið neitt
annað en framsóknarmaður, enda ólst ég upp í því umhverfi, á
Siglufirði og Sauðárkróki, innan um frábært og eftirminnilegt fólk.“
LAUGARVEGUR 31 - Birkir Jón Jónsson.